Já, annar leikurinn réði úrslitum.

Það er að vísu alltaf vafasamt að segja ef og hefði um liðna atburði, en þó er líklegt að annar leikurinn í úrslitarimmu Vals og Fram í Ísslandsmótinu hafi í raun verið úrslitaleikurinn.

Ástæðan er sú, að hefðu Framarar unnið þann leik, sem fór í framlengingu, hefði sigurinn í fjórða leiknum nægt þeim til sigurs og aldrei komið til fimmta leiksins.

Hitt er svo annað mál hugsanlega hefði stemning Valsstúlkna verið örlítið skarpari í fjórða leiknum ef þær hefðu alls ekki mátt tapa honum.

Valsstúlkur eru vel að sigri komnar og ástæða til að óska þeim til hamingju með það. En það er engin skömm fyrir Framstúlkur að tapa fyrir svo góðu liði, og satt að segja var synd að annað hvort liðið þyrfti að sætta sig við annað sætið, svo góð voru þau bæði.

Ég tek því ofan fyrir mínum stelpum og kjörorð mitt í lífinu sendi ég til þeirra: "Það gengur betur næst!"

"Framarar! Klapp! Klapp! Klapp !


mbl.is Stella og Ólafur Bjarki valin best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband