Merkileg frétt um stjórnarskrárbreytingu.

Ég var ekki það kunnugur kirkjumálum í Noregi að mig óraði fyrir því að þjóðkirkjan í Noregi, sem um flest er afar lík okkar þjóðkirkju sem og samband hennar við ríkisvald og þjóð, hefði barist fyrir því árum saman að fá stjórnarskránni breytt svo að nafn hennar væri þar ekki lengur að finna né að hún nyti neins sérstaks sambands, verndar og stuðnings við ríkisvaldið.

Í Noregi hefur trúfesti og heittrú oft verið mikil og meiri en hér á landi. Eins og hér á landi eru hátt í 90% norsku þjóðarinnar skírð inn í þjóðkirkjuna.

Þegar ég var á ferð uppi í sveit í Noregi á sunnudagsmorgni í stillilogni fyrir nokkrum árum, stansaði ég í bæ einum til að taka þar myndir og heyrði í útvarpi og út um opna kirkjuglugga ávæning messuhaldi, söng og predikun.

Mikið óskaplega var þetta líkt og er hér! Manni fannst maður vera kominn út á land á Íslandi.

En nú ber svo við að þjóðkirkjan norska fær þá heitu ósk sína uppfyllta að numið verði burt úr stjórnarskrá svipað ákvæði og verið hefur hér á landi, þveröfugt við það sem hefur verið haldið á lofti af mörgum kirkjunnar mönnum hér.

Þetta hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir hinn nýja biskup íslensku þjóðkirkjunnar.   


mbl.is Aðskilnaður ríkis og kirkju í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Það eru öfgar í kristnu trúar-öfgastarfi víða í suður-Noregi, sem mér hefur aldrei líkað við. Norðar í landinu er fólk trúaðra á samfélags-náungakærleiks-trú, sem er miklu sannari og farsælli að mínu mati.

Mig grunar að ESB-ríkisstjórnin í Noregi sé á aftrúar-vegferð, sem mér finnst eitthvað undarlegt forgangsmál. Það hefur aldrei skaðað nokkurn mann að hafa hóflega trú á allt sem gott er. Það gæti hins vegar skaðað marga að svipta fólk trúnni, og sérstaklega náungakærleikstrúnni. Og kannski til þess eins gert, að fá fólk til að trúa á stjórnmála-öfga-hreyfingar í staðinn!

Það er margt að varast í vöggu lífsins og pólitíkinni. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.5.2012 kl. 00:38

2 identicon

Anna. Þetta er ekki 'aftrúar-vegferð' á vegum ESB. Norska kirkjan tekur þessu fagnandi, það að Norska kirkjan myndi ekki mótmæla líkt og sú íslenska af einhverri ástæðu er einstaklega fjarstæðukennt.

Enginn er að svipta neinum af trúréttindum einstaklingsins. Svo sérstaklega ekki náungakærleiks'trúnni'. Ef að það er þín þýðing á þessum stjórnarskrárbreytingum að fólki er neitað sinni trú sem og að kristin trú sé þörf til að elska náungan og gera honum vel þá er ég mjög hræddur fyrir þína hönd.

Þeir einstaklingar sem að samfélagið dæmir óhófsama lýsa sér sérstaklega sem hófsömum. Á sínum tímum hafa stríðin í þágu trúarbragðana verið litin á sem hófsamleg skv. mati samfélagsins. Það að halda að ég, þú eða aðrir séum yfir syndir forfeðra/mæðra okkar hafnar er hættuleg braut. Minnist maður í hryllingi kristilega krossfarans hans Breivik.

Lárus Þór Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 02:04

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sé ekki stóran mun á norskri og íslenskri þjóðkirku. Okkar dragbítur í þessu efni er þó þessi samningur um leigu á jörðum sem Kirkjan á að hafa átt og eru ansi vafasamar þar sem megnið er hirt af Kaþólikkum við siðaskiptin. Ránsfengur semsagt.

Þetta samkomulag ríkisins við kirkjuna er í alla staði það sama og samkomulag Breska ríkisins við Krúnuna.  Bretar borga þeirri hefðarstétt tugi milljarða punda fyrir landareignir sem teknar voru ófrjálsri hendi og með kúgun í upphafi.  

Hér má ekki nefna það á nafn að rannsaka þennan díl né ræða. Kirkjan hér rukkar full prís fyrir alla þjónustu frá almúganum og hefur 6 milljarða í sposlur á ári ofan á það. Nú þegar þeir missa einhver brotabrot ú aski sínum vegna gengislækkunnar, þá koma þeir saman og álykta nánast að það þurfi að leggja niður greftranir. Áróðrinum og sjálfhverfunni linnir ekki.

Og Anna Sigríður: Noregur er ekki í ESB og þetta tengist því ekki á nokkurn hátt hvort menn eru þar inni eða ekki. Þvert á móti þá eru Kaþólikkar afar valdamiklir innan Evrópuráðsins enda er sambandið náskylt hinum gamla Imperialisma og lénshugsun. Rompoy er t.d. hátt settur Jesúíti.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.5.2012 kl. 04:20

4 identicon

Það er reyndar misskilningur að 90% þjóðarinnar tilheyri Þjóðkirkjunni sem of oft er endurtekinn hugsunarlaust. Það hlutfall er um 70%. Hins vegar tilheyra um 90% kristnum söfnuðum.

Daníel Freyr Jónsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 08:03

5 identicon

Það sem mér fannst sorglegt Ómar, var að þið í stjórnlagaráði sögðuð að það ætti að halda þjóðaratkvæði um ríkiskirkju; Þetta er eitt það fáránlegasta sem ég hef heyrt.. að meirihluti(meintur) eigi að geta kosið um PERSÓNULEGA trú, og hvort aðrir þurfi að beygja sig undir slíkt.


Nú er ísland að vera eina landið sem viðheldur ríkiskirkju, og það er þjóðarskömm

DoctorE (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 08:51

6 identicon

Þetta er nú einhver misskilningur hjá ykkur. Breytingarnar sem er verið að boða í Noregi hafa þegar gengið í gegn á Íslandi að mestu leyti eða forsendurnar ekki til staðar.

Til dæmis hefur ráðherra sjaldan valið biskupa hvað þá presta þjóðkirkjunnar heldur hefur valið verið kirkjunnar sjálfrar (eina dæmi sem ég man eftir er þegar Sólveig Pétursdóttir valdi Hólabiskup eftir að tveir höfðu orðið jafnir í undangegnu kjöri).

Í Noregi hefur hins vegar ráðherra margoft gengið gegn kosningum innan kirkjunnar og skipað mann að eigin skapi í embætti biskups (nú síðast í Stavanger fyrir fáeinum árum). Sama kerfi var til skamms tíma í Svíþjóð. 

Þá var kirkjumálaráðuneytið lagt niður hér á landi 1997-8 og Biskupsstofa tók yfir verkefni ráðuneytisins - og þá í raun orðið sá aðskilnaður ríkis og kirkju sem Norðmenn eru að ganga í gegnum núna (en þeir eru fyrst núna að leggja niður embætti kirkjumálaráðherra). Þannig var íslenska ríkið í raun ekki játningabundið lengur (evangelísk-lúthersk)

Eina sem á eftir að gera er að breyta stjórnarskránni og taka játningarbindinguna út þar.

Ég tek hins vegar undir með Ómari um að andstaða íslensku þjóðkirkjunnar við það er nokkuð furðuleg því slíkt ákvæði er klárlega mismunum í landi þar sem á að ríkja trú- og skoðanafrelsi.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband