18.5.2012 | 21:43
Kuldakastið á slæmum tíma. Lagfæringa þörf.
Eftir langan og góðan hlákukafla fyrr í vor leit nokkuð vel út með hálendisleiðir víðast hvar. Snjór var frekar lítill og hafði tekið að miklu leyti upp víða, eins og sést á mynd, sem var tekin við mörk Herðubreiðarfriðlands fyrir réttum mánuði.
Þá hafði fryst að nýju og snjór lá í slóðum hálendisins en víða voru þær þó auðar.
Kuldakastið nú kom á versta tíma að afloknum þessum góða kafla, því að frost og klaki ná sér fljótast og best á strik þegar jörð er auð.
Að vísu hefur snjóað aðeins á norðausturhálendinu síðustu daga, en sá snjór einangrar klakann undir sér og gerir því ill verra.
Nú er ég staddur við Mývatn og hér er jörð að mestu auð en þó eru býsna háir skaflar sem hefur þurft á einstaka stað að ryðja af leiðum, eins og upp á Mývatnsflugvöll.
Rétt er að ítreka það sem kemur fram í pistlinum hér á undan að menn virði lokanir Vegagerðarinnar, því að þær eru ekki settar að ástæðulausu.
En það þarf að huga alvarlega að því að lagfæra leiðirnar þar sem þær liggja um dældir sem fyllast af vatni til dæmis með því að leggja þar upphækkaðan veg.
Slíkur vegur ofan á gömlu niðurgröfnu slóðinni en afturkræf framkvæmd og raunar alveg sama eðlis og niðurgrafni slóðinn. Eini munurinn að niðurgrafni slóðin var vegagerð niður á við en upphleyptur vegur yrði vegagerð upp á við.
Þetta hefur verið gert á nokkrum stöðum á Landmannaleið (Fjallabaksleið nyrðri) og þyrfti að gera víðar því að á tiltölulega ódýran hátt er hægt að lengja ferðamannatímabilið um allt að 2-3 vikur með þessu.
Leiðin upp í Herðubreiðarlindir þarf alls ekki að vera lokuð svona lengi ef það er gert eða þá leiðin í dældinni sé lögð niður og jöfnuð út þannig að landið verði eins og það var áður, en lagður annar slóði, sem liggur hærra.
Óvíst um opnun hálendisleiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi hjólför meðfram veginum eru nú svosem ekki það versta, verra þegar menn spóla upp mosavaxnar brekkur eða mýrar eitthvað langt frá frá veginum.
En hvað, í dag Jón Jónsson kærður fyrir utanvega akstur, á morgun fer orkuveitan með plóg yfir sama svæði eða landsvirkjun umturnar öllu alveg gjörsamlega vegna virkjunar, þá er allt í lagi, eða hvað?.
Varðandi fjallabaksleið nyrðri þá eru vegbætur á vesturhlutanum þar sem vegurinn fer upp í hlíðina alveg hörmung að sjá og hreinustu landsspjöll, en rúturnar komast það og peningarnir flæða.
Sú var tíðin Ómar að menn keyrðu um hálendið, maður mættu kanski einum tveim bílum á dag og menn stoppuðu þá (líka rútur) og menn spurðu hvern annan um færðina framundan ofl. og það var sól og blíða og líka blíða og kyrrð að nóttu einstakar álftir að kvaka annars bara kyrrð og friður.
Á þeim tíma, var ég spurður hvernig ég nennti að keyra þessa óvegi, fóru í taugarnar á mér bannsettir rally ökumenn sem eyðilögðu vegina sem voru heflaðir einusinni á ári, vissir fréttamenn sem vildu láta malbika allt sem var hægt að keyra :)
Núna allt fullt af ferðamönnum, ekki hægt að stoppa nema fara út í kant því það er bíll að koma, björgunarsveitarmenn og landverðir í boði ferðafélagsins út um allt, gangandi ferðamenn..., skiljandi eftir sig slóð eins og vísundahjörð.
Látið hálendið einfaldlega í friði, það var allt í lagi þangað til þið komuð borgarbúar, það eruð þið sem eyðileggið allt.
Ef einhver rengir mig þá hugsið málið.
Jón Dó (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.