Undirföt niður úr?

Ljóst er af fyrirsögn tengdrar mbl.is fréttar að blaðamanni hefur orðið starsýnt á hægri fótlegg og mjöðm tískudömu og farið að spekúlera, öllu heldur "fabúlera" um það hvort hún sé í engum nærfötum. Held að honum gleymist hve sokkabuxur geta fallið vel að húð kvenna.

Dásamleg er þessi dýrlega sýn; 

dömuna að horfa á: 

svo nautnaleg er hún og nett og fín 

í nærbuxum ofaní tá. 

K.N. lýsti hugrenningum af þessu tagi enn betur. 

Á undan mér hofróðan hraðaði för;

í hálsmálið kjólinn var fleginn;

á bakinu öllu var engin spjör;

en er nokkuð hinum megin?

En um blaðamanninn á mbl.is gildir kannski enn betur kunn vísa:

Fegurð hrífur hugann meira

ef hjúpuð er

svo andann gruni ennþá fleira

en augað sér.  


mbl.is Gleymdust undirfötin heima?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á undan mér hofróðan hraðaði för,

í hálsmálið kjóllinn var fleginn;

á bakinu öllu var engin spjör;

en er nokkuð hinumegin?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 11:22

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk. Vantaði eitt orð hjá mér og hendi því inn.

Ómar Ragnarsson, 19.5.2012 kl. 12:16

3 identicon

Sú síðasta er sú sem grípur þetta alveg.

Annars eru dömurnar lagnar við að fela naríu-línuna, og ég held að það sé til ansi skondin vísa um G-strenginn, - man hana ekki þó að líf lægi við.

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband