Þessi kona er gimsteinn!

Ég sá ekki fyrr en rétt í þessu hvernig lag Gretu Salóme Stefánsdóttur var flutt í Bakú, því ég var á ferðalagi austur fyrir fjall og kom til baka nú um miðnættið.

Ég hafði reyndar ekki séð eða heyrt lagið í flutningi síðan það var flutt í söngvakeppninni í vetur.

Ég sá og heyrði lagið því á svipaðan hátt og flest fólk í öðrum Evrópulöndum og verð að segja, að ég hreifst og varð stórhrifinn.

Reyndar líka svolítið stoltur yfir því að hafa att Gretu Salóme 17 ára gamalli út í það að byrja lagið "Stundin-staðurinn" í Söngvakeppninni hér heima 2006 með því að spila innganginn á fiðlu og gera það sama og hún gerði í kvöld, að "taka" sviðið með hrífandi framkomu sinni.

Hvílíkur gimsteinn þessi kona er og frábær fulltrúi lands okkar! Og ekki dró úr gleðinni óaðfinnanleg frammistaða Jónsa og annarra, sem voru með Gretu sviðinu.

Innilega til hamingju!


mbl.is Gleðin tók öll völd í Bakú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alexander, hinn Úkraínski Norðmaður notaði fiðluna með svo skverlegum hætti, að Noregur toppaði stigamet Eurovision. Þetta er ekkert nýtt.

Gréta er efnileg á þeirri braut að koma Íslandi langt upp á listann, - kannski alla leið.

Hérna að neðan er hlekkur til að sjá Alexander, - mjög erfitt að toppa þetta....

 http://www.youtube.com/watch?v=25ZDfUjgmh0

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 07:01

2 identicon

Þetta var nú bara typical eurovisionlag, allt eftir formúllunni. Gæti vel unnið, rússnesnku kerlingarnar gætu líka unnið; þetta er eurovision

DoctorE (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 08:39

3 Smámynd: halkatla

Eg fékk gæsahúð því atriðið þeirra var svo flott! Mér leist ekkert á þetta lag fyrst og ég skammast mín næstum alltaf fyrir lögin sem Ísland sendir og átti bara alls ekki von á því að þetta yrði jafn stórkostlegt og raunin var. Gréta á bara skilið að vinna, og Jónsi stóð sig líka vel. En ég vona samt persónulega að rússnesku ömmurnar fari með sigur af hólmi.

halkatla, 23.5.2012 kl. 10:29

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega sammála þér Ómar, ég var afar stolt af okkar fólki í gær.  Þau eru bæði glæsileg og tilþrifin með fiðluna eru á heimsmælikvarða.  Áfram Ísland.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.5.2012 kl. 10:43

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Innilega sammála. Fékk gæsahúð við að hlusta á Grétu. Sennilega þar á ferð ein besta söngröddin í keppninni. Ég held að þessi stórkostlegi fiðluleikur á sviðinu muni gefa Íslandi fullt af stigum.

Áfram Ísland!

Guðni Karl Harðarson, 23.5.2012 kl. 15:07

6 Smámynd: Friðrik Már

Alveg sammála þér Ómar, það væri hægt að hlusta á Grétu kvöld eftir kvöld þvílík tilþrif.

og ekki er Jónsi síðri þau rokka bæði feitt,

Þetta er frábærlega dulúðlegt lag og okkur til sóma.

Friðrik Már , 23.5.2012 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband