Þurfum að fara að æfa okkur fyrir beint lýðræði.

Í Bandaríkjunum er áratuga- og aldahefð fyrir því að kjósendur kjósi um fjölmörg málefni, framboð og embætti í sömu kosningunum. Hér á landi nánast engin hefð fyrir neinu viðlík, nema einstaka sinnum, þegar kosið er í sveitarfélögum um áfengisútsölur samhliða sveitarstjórnarkosningum.

Þegar lögð var fram tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun samhliða alþingiskosningum 2003 var hún felld á þeim forsendum að þetta stóra mál myndi yfirskyggja önnur mál í alþingiskosningunum.  Sem sagt, - málið væri of stórt og hin smærri mál mættu ekki falla í skuggann!

Aftur voru sömu röksemdir hafðar uppi gegn því nú í vor að kjósendur fengju að segja álit sitt á frumvarpi stjórnlagaráðs samhliða forsetakosningum í júní.

Með þessu er gefið í skyn að íslenskir kjósendur standi bandarískum kjósendum að baki hvað snertir ábyrgð og hæfni til að fara með vald sitt.

Þeir standa að vísu hinum bandarísku að baki varðandi reynslu af þessu, en auðvitað mun slík reynsla aldrei fást ef aldrei verður byrjað.


mbl.is „Á ekki heima í sömu kosningu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Hvað er Þór Saari að segja; "Vil ekki hafa samtímis kosingu um tvö mál en setur sig líklega ekki á móti" Hvað þýðir þetta?? Hann skilur það örugglega ekki sjálfur.

Sólbjörg, 23.5.2012 kl. 13:31

2 identicon

Þjóðaratkvæðagreiðsla, þjóðaratkvæðagreiðsla, hrópa menn, ef það skyldi þjóna þeirra málstað, annars ekki. Hér á klakanum á að hafa eins fáar þjóðaratkvæðagreiðslur og hægt er. Of stór hópur Íslendinga hefur ekki þann „pólitíska þroska“, að geta tekið ábyrga afstöðu til flókinna mála. Menn nenna ekki að kynna hlutina, en flykkjast samt á kjörstað glaðbeittir. Alveg eins og Grikkir gera. Þjóðaratkvæðagreiðslan er ekki svo einfalt mál, en þetta veit ég sem ríkisborgari í Sviss.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 14:29

3 identicon

edit. ...að kynna sér hlutina,....

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 14:31

4 identicon

Ég hélt einmitt að Sviss væri góð fyrirmynd fyrir svona kosningarm enda þeir þrælvanir slíku. Kannski er það bara rangt hjá mér, enda bý ekki í Sviss.

M.b.kv

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 17:47

5 identicon

@Sigurður Kristján. Jú, Sviss gæti verið fyrirmynd. Ekki aðeins hvað þjóðaratkvæðagreiðslur varðar, heldur einnig hvað forseta embættið varðar. Þeir hafa sinn "Bundespräsident", en með það embætti fara til skiptis ráðherrar, án þess þó að láta af stjórn ráðuneytisins. Þetta er meira táknrænt, að taka í handfangið á erlendum gestum í þau fáu skipti sem þeir koma. Svissarar gera lítið af því að bjóða til sín þjóðhöfðingum, enda er þeim sjaldan boðið og því fegnastir. Þeir eru ekki að sækja skírnarveislur, jarðarfarir og brúðkaup bláa blóðsins í henni Evrópu. Nenna því ekki, finnst það vera hégómi, sem það og er. 

Hinsvegar er þetta "instument", þjóðaratkvæðagreiðsla mjög merkilegt, eins og Ómar réttilega segir. En það kostar mikla æfingu og langan tíma til að ná tökum á því.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 18:16

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekkert er til fyrirstöðu að eðlislík mál séu samtímis í deiglu kosninga. Hins vegar er mjög „krítískt“ að blanda saman óskyldum málum. Þannig ákvaðu stuðningsmenn George Bush forseta á sínum tíma að fram færi samtímis kosning til forseta Bandaríkjanna og viðhorfskosning til samkynhneygðra. Þetta var af ráðnum hug gert: Ljóst var að Bush hafði látið frá sér fara miður góð ummæli gagnvart samkynhneygðum og með þessu fjölmenntu þeir sem voru á móti samkynhneygðum á kjörstað og kusu Bush, jafnframt að kjósa gegn mannréttindum samkynhneygðra. Meira að segja þeir sem ekki höfðu afstöðu gagnvart forsetaframbjóðanda, var sama hvor þeirra ynni, mættu!

Frá þjóðfélagslegu sjónarmiði var þetta mjög ámælisvert og mótmæltu þúsunda fagfólks á sviði mannréttinda, félagsfræði, lögfræðinga og annarra þessari ósvífnu aðferð.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2012 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband