Vorið og ungviðið.

Sjaldan hafa leikið við landsmenn fegurri og betri vordagar en nú. Ekki aðeins er það veðurfarið sem leikur við náttúruna og gróandann heldur ríkir einnig sannkallað vor í mannheimum.

Í mínu lífi eru nokkur vor eftirminnilegust, vorið 1953 þegar stórt skref var stigið með stóru hlutverki í Vesalingunum og góðu gengi á vorprófi, vorið 1959 þegar stefnt var að mikilli héraðsmótaferð það sumar í upphafi skemmtikraftsferils, útskriftarvorið 1960 í M.R og vorið 1961 í upphafi meira en hálfrar aldar sambúðar við lifsförunautinn, Helgu Jóhannsdóttur.

Öll þessi vor voru á morgni lífsins.

Síðustu dagar hafa litast af gleði yfir björtu vori í fjölskyldunni þegar tveir sonarsynir hafa útskrifast, Ómar Egill Ragnarsson frá M. H., og Rúrik Andri Þorfinnsson frá Verslunarskólanum. IMG_3644

Á myndinni með Ómari Agli eru foreldrar hans, Kristbjörg Clausen og Ragnar Ómarsson. IMG_3662

Með Rúriki Andra eru foreldrar hans, Anna Karen Hauksdóttir og Þorfinnur Ómarsson.

Já, það er vor í lofti hjá þessum ungu mönnum og þeim glæsilega hópi sem heldur út í í lífið úr skólum landsins þessa dagana.  


mbl.is Dúxinn fer í Hússtjórnarskólann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband