Loðið og varasamt ákvæði.

Hvernig verður hugtakið "vegir sem opnir eru almenningi" skilgreint ef það á að gilda um slysatryggingar ökumanna?

Hvað eru "vegir". Eru Þórsmerkurleið og Fjallabaksleiðir "vegir"? Eru þær aðeins "vegir" þar sem vegirnir eru upphleyptir?  Teljast vöðin á ám og lækjum, sem ekið er yfir, "vegir sem opnir eru almenningi?"

Setjum sem svo að ökumaður frá aðsvif og bíllinn fari út af veginum og velti þar. Verður það slysstaðurinn sjálfur utan vegar sem verður látinn ráða um það hvort slysið gerðist á "végi sem opinn er almenningi"?

Frá Kröflu norður í Gjástykki er slóð, merkt á kortum, sem er lokuð með keðju þegar komið er að henni að sunnanverðu en hins vegar opin úr hinni áttinni.  Telst slóðin "vegur" og ef svo er, "opin almenningi"?

Einn af flugvöllum landsins er tún og skráður hjá Flugmálastjórn. Það þýðir að flugvélar sem lenda þar eru tryggðar. En til að komast á bíl að túninu / flugvellinum er ekið um annan hluta túnsins og þar með er ökumaður bíls, sem ekur þessa leið, ótryggður og einnig ótryggður er hann ekur eftir túninu, sem flugvélarnar lenda á !

Hið takmarkandi orðalag fyrirhugaðra laga býður upp á hártoganir út og suður og er því varasamt.


mbl.is Ótryggðir úti á túni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lílega er ökumaður tryggður á Gjástykkisveginum ef honum hlekkist á á suðurleið en ótryggður ef ekið er til norðurs!

Líklega er þetta frumvarp samið af tryggingarfélögunum og lagt fram á þingi til stimplunar.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 13:38

2 identicon

Hverra hagsmuna er verið að gæta? Ekki eru það kjósenda sem jafnframt eru í mörgum tilfellum ökumenn og tryggingatakar / eigendur ökutækja!

Hér er verið að hræða fólk af hálendisvegum og slóðum og hugsanlega lækka útgjöld tryggingafélagana sem eru hungruð eftir blóðtöku fyrrum (núverandi?) eigenda sinna.

Þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 15:41

3 identicon

Nei eru þeir ekki bara að reyna að hjálpa heimilunum í landinu á þessum erfiðu tímum og eru að fara að lækka trygginar á ökutækjum verulega ? Eða það væri eina skýringin sem ég myndi sætta mig við, allt annað væri bara fáránlegt. Og afhverju ætti alþingi að vera að hjálpa tryggingafélögunum að svindla á fólki, nema að þeir séu á mála hjá þeim eða gegnum einhvern annan klíkuskap.

maggi220 (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 16:35

4 Smámynd: Hvumpinn

Samtök fjármálafyrirtækja, hafa sérstaklega fagnað þessu ákvæði.  Það eitt að sá samráðsvettvangur fagni þessu er nóg til að vera á móti

Hvumpinn, 29.5.2012 kl. 16:57

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta mál er mjög skynsamlegt og ætti að draga verulega úr utanvegaakstri.

Íslendingar hafa ekki verið sérstaklega löghlýðnir, mörgum finnst sjálfsagt að þverbrjóta allar reglur og opinber fyrirmæli ef þeim býðst það. Þetta endar í stjórnleysi ef enginn virðir lög og rétt. En réttarheimildirnar þurfa að vera sanngjarnar og skýrar.

Auðvitað þarf að vinna mjög vel með nánari útlistun á því hvað vegir eru viðurkenndir og hverjir ekki. Það er ljóst að gamlir hestavegir eins og Þingvallavegurinn gamli verður líklega ekki „viðurkenndur“ og sá sem hlekkist þar á sé væntanlega ótryggður.

Þetta frumvarp hefur öll skilyrði til þess að gjörbreyta viðhorfum okkar til utanvegaaksturs. Af hverju eigum við sem aldrei lendum í óhappi að borga fyrir þá sem sýna kæruleysi og léttúð, jafnvel aka utan viðurkenndra vega?

Og ekki síst tryggingafélögin hefðu möguleika að tryggja betur rétt sinn gagnvart þeim kærulausu. Og bílaleigurnar: hvað skyldu þær hafa orðið fyrir miklu skakkafalli vegna utanvegaaksturs vegna þeirra sem aka út fyrir viðurkennda vegi?

Eigum við ekki að fagna þessari stefnubreytingu og vinna saman að góðri lausn?

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.5.2012 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband