Konur hafa hannað bíla og haft áhrif.

Það er ekki nýtt að konur hafi hannað bíla. Þannig voru það konur sem hönnuðu aðra kynslóð Opel Corsa og þótti sú hönnun takast það vel að í næstu kynslóð þar á eftir var svipnum haldið.

Ein hvers staðar las ég að kona forstjóra Fiat hafi átt hugmyndina að því að búa til bíl, svipaðan í útliti og Fiat "nuova" 500 var á árunum 1957 til 1975.

Til verksins var fenginn sami hönnuður og hannaði hinn nýja Mini fyrir BMW.

Það var rétt val því að hann gerði auðvitað enn betur í hönnun hins nýja Fiat 500.

Nýi Mini er næstum tvöfalt þyngri en fyrirrennarinn, meira en 1100 kíló, og enda þótt aksturseiginleikarnir séu lyginni líkastir, finnst mörgum stærðarmunurinn vera fullmikill, sá nýi 60 sm lengri og 20 sm breiðari en fyrirrennarinn.

Hins vegar hefur tekist að hafa hinn nýja Fiat 500 næstum 200 kílóum léttari en nýja Mini og einnig tókst mun betur til útlitslega, enda varð hann strax metsölubíll.

Tímaritið Top Gear valdi gamla Fiat 500 sem "the sexiest car in the world" og má það telja uppreisn æru, því að 1972 voru hinar mjúku bogadregnu línur hans taldar afar púkalegar og hallærislegar.

Var því gerður nýr bíll á sama grunni með köntuðu lagi undir nafninu Fiat 126.

Nú þykir sá bíll afar púkó en ekkert eins sexý og flott og gamli Fiat 500 !   


mbl.is Mömmur hönnuðu nýjan Malibu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fix It Again Tony

pjakkur (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 18:24

2 Smámynd: Einar Steinsson

Ef menn vilja eignast Fiat 500 en vilja ekki láta sjá sig á Fiat þá er hægt að kaupa sama bíl með aðeins öðru útliti sem Ford Ka. Báðir eru þeir Fiatinn og Fordinn síðan smíðaðir í Póllandi.

Fiat 500 finnst mér með allra fallegustu smábílum á markaðnum og sá upprunalegi var einnig mjög fallegur bíll.

Einar Steinsson, 5.6.2012 kl. 22:15

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því miður finnst mér hinn nýi Ford Ka einstaklega ljótur bíll. Notaði slíkan bíl í hitteðfyrra í ferð um Þýskaland og fannst ágætur nema að útsýnið aftur úr bílnum var alfleitt.

Ómar Ragnarsson, 5.6.2012 kl. 22:28

4 Smámynd: Einar Steinsson

Sammála því að Fiat 500 er miklu fallegri heldur en tvíburinn Ford Ka.

Evrópskir Ford eru fínir bílar, en þegar kemur að útlitinu eru þeir ansi mistækir. Þeir framleiddu fallega bíla þegar ég var að alast upp og byrja að keyra, Escort seríur I og II, Capri, Cortina og Granada voru allt ágætlega útlítandi bílar jafnvel gullfallegir eins og Capri en svo kom Ford Sierra uppúr 1980 og þar með misstu þeir það, síðan þá hafa evrópsku Fordarnir verið í besta falli sæmilegir og allt upp í að vera forljótir. Botninum var líklega náð með Ford Scorpio sem er einn allra ljótasti bíll sem settur hefur verið fjöldaframleiddur.

Þetta með lélegt útsýni aftur úr bílum er eitthvað sem mér finnst áberandi á mörgum bílum í dag og kemur líklega til vegna endalausrar leitar að minnstu mögulegu loftmótstöðu.

Einar Steinsson, 6.6.2012 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband