Það var mikið! Umdeilanlegt vegarstæði.

Suðurstrandarvegur er hugsanlega langlífasta kosningaloforð í sögu Alþingis. Fyrirrennari hans, Krýsuvíkurvegurinn svonefndi, var jafnframt einhver ömurlegasti vegur landsins lengst af þeim tíma sem hans naut við.

Hann var svo sannarlega barn síns tíma þegar Hellisheiði var ófær stóran hluta vetrar.

Ætlunin með Krýsuvíkurveginum var að leggja veg, sem lægi mun lægra og væri því fær þegar heiðin væri ófær.

Reynslan af veginum var þó ekki eins og góð og vonast var til, leiðin löng, vegurinn leiðinlegur og óveðrin oft slík að hann var seinfær og ófær miklu oftar en vænst var.

Í frægum gamanbrag var stefi úr Lorelei snúið upp á veginn, svohljóðandi:

"Ég veit ekki´af hvers konar völdum

sá vegur lagður er..."

En nú hefur allt of seint og um síðir verður gerður nýr vegur sem er bylting, bæði fyrir vöruflutninga, fólksflutninga, ferðaþjónustu og almenna umferð.

Vegarstæðið á tveimur stöðum hefur verið gagnrýnt.

 Annars vegar að leggja veginn við sjóinn vestan við Hlíðarvatn, þar sem hann gæti orðið mjög háll og varasamur á veturna þegar rok ber vætu eða slyddu yfir hann.

Ég þekki aðstæður þarna ekki nógu vel til þess að geta dæmt um þetta atriði.

Hitt gagnrýnisatriðið er vegarstæðið í Ögmundarhrauni.

Þar hefur sá kostur verið valinn að leggja veginn ekki í gamla vegarstæðinu, sem liggur meðfram hlíðum og fellum, heldur nokkru neðar.

Þar með verður bætt við nýju raski á þessu merka hrauni og einmitt þar sem það er fallegast.

Er þá bent á að minna rask hefði orðið, bæði ofar og einnig neðar, þar sem hægt hefði verið að leggja veginn um sléttara land í stað hinn stórbrotnara hluta.

Hins vegar er það sjónarmið, að miklu fleiri muni njóta landslagsins þar sem það er fallegast ef vegurinn liggi þar.

Þetta er eilfíðar álitaefni á flestum stöðum þar sem íslenskir vegir liggja um stórfenglegt landslag.


mbl.is Suðurstrandavegur formlega opnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband