Enginn er betri en andstæðingurinn leyfir.

Ofangreind sannindi eru þess eðlis að oft eiga menn erfitt með að kyngja þeim.

Hitchkock fékk aldrei Óskarsverðlaun, ekki vegna þess að hann væri þetta lélegur, heldur vegna þess að þau ár sem myndir hans komu fram, voru einmitt árin þegar þær stórmyndir þess tíma, sem mesta athygl vöktu kepptu við hans myndir.

Önnur ár hefðu myndir meistarans átt miklu betri möguleika.

Það hefur verið sagt um hnefaleikarann Jerry Quarry að hann hafi verið besti þungavigtarhnefaleikari heims sem aldrei varð heimsmeistari.

Hann var bara svo óheppinn að vera uppi þegar mesta úrval þungavigtarhnefaleikara í sögu þeirrar íþróttar, Ali, Foreman og Joe Frazier skópu mestu gullöldina í þessum þyngdarflokki.

Volkswagen Golf var ekki kosinn bíll ársins þegar hann kom fram, heldur Citroen CX, sem síðar hefur fallið í skuggann af öðrum bílum þeirra verksmiðja.

En bylgjan var með CX, þótt Golf hefði verðskuldað sæmdarheitið.

Svona má halda endalaust áfram upptalningunni um dæmi þess að það er sama hvað menn eru góðir í sínu, að ef aðrir eru enn betri, ræður það úrslitum.


mbl.is „Töpuðum fyrir besta liði heims“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er miklu bestur

Jói Ben (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 02:31

2 identicon

Þýskan á orðatak yfir þetta:

Das Bessere ist des Guten Feind.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband