24.6.2012 | 19:39
George W. Bush varð "óvart" forseti.
Í fróðlegri heimildamynd um George W. Bush forseta Bandaríkjanna 2001-2009 kom fram að honum fannst faðir sinn oft líta á sig sem svarta sauðinn í fjölskyldunni langt fram eftir aldrei, enda var hann brokkgengur á yngri árum og óreglusamur.
Af þessum sökum kann það að virðast eðlilegt að Jeb Bush telji sig réttbornari til embættisins en bróðir hans var, sem segja mátti að yrði "óvart" forseti.
Mörgum mun hins vegar finnast með hreinum ólíkindum ef þriðji fjölskyldumeðlimurinn kæmist til valda í Hvíta húsinu og að Bandaríkin hafi þegar fengið einum of marga úr þessari fjölskyldu yfir sig.
Meira en nóg að Jeb hafi það á afrekalistanum að hafa reynt hvað hann gat til að hagræða kosningaúrslitum bróður sínum í hag á sínum tíma, þótt forsetaembættið sjálft til handa honum bætist ekki við.
Stefnir Jeb Bush á Hvíta húsið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.