Gömul sannindi.

Vegna tengdrar fréttar um forgangsröð þýskra kvenna, sem raunar er snúið öfugt í fyrirsögn,  minnist ég gamallrar sögu sem Haraldur Á. Sigurðsson leikari sagði mér fyrir 53 árum og hljóðar svona:

Ung hjón fóru til læknist vegna þess að þeim varð ekki barna auðið. Læknirinn setti þau í allar hugsanlegar rannsóknir, kallaði þau síðan til sín og sagði:

"Ekkert í rannsóknunum bendir til annars en að þið getið bæði átt börn, hvað þá saman, og því getur aðeins eitt valdið því að þetta takist ekki, en það er hvaða aðferð eða stellingu þið notið. Segið mér það."

Hjónin vor feimin og treg til þess en loks stundi eiginmaðurinn upp: "Við notum svipaða aðferð og dýrin, til dæmis nautið og kýrin."

"Þetta kann að vera skýringin" sagði læknirinn. "Ég ráðlegg ykkur að skipta um aðferð, til dæmis að nota bara gömlu trúboðastellinguna sem lengi hefur dugað vel."

"Ertu vitlaus, maður?" sagði eiginmaðurinn,  - "og missa af sjónvarpinu!"


mbl.is Völdu sjónvarp fram yfir kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur þá ekki átt sér stað á Íslandi, því sjónvarpsútsendingar héðan eru ekki það gamlar, hehe

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 16:27

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, þetta var 1959, en Haraldur, sem var ræðismaður Breta á Íslandi, heyrði auðvitað margar erlendar sögur og skrýtlur.

Ómar Ragnarsson, 25.6.2012 kl. 16:47

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 3.7.2012 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband