Styðjum Freyju og hennar fólk!

Um leið og það hefur vakið óánægju hjá mér að ekki skuli orðið við beiðni blindra og fatlaðra varðandi þann grundvallarrétt að nýta kosningarétt sinn lýsi ég yfir sérstakri ánægju minni með frábært starf og baráttu Freyju Haraldsdóttur. Einn hluti þess starfs var unninn í stjórnlagaráði þar sem Freyja vann eitt af afrekum sínum og hafði áhrif.

Hún flutti áhrifamikla stefnuræðu á einum fundi ráðsins og vakti aðdáun okkar allra.

Nefna má annan fulltrúa í Stjórnlagaráði sem vakti aðdáun mína vegna óvenjulegra aðstæðna hans.

Það er Erlingur Sigurðarson sem býr við erfiða fötlun að vegna Parkinsonsjúkdóms.

Þrátt fyrir þessa erfiðleika vann Erlingur frábært starf í ráðinu.

En þar að auki gerði hann nokkuð sem enginn hefði getað látið sér detta í hug að væri mögulegt við hans aðstæður.

Hann lét sig ekki muna um að koma enn meira á óvart með því að syngja með mér Sveitaball á skemmtun innan hópsins af svo ótrúlegri innlifun og fullkomnun að engu var líkt.

Kunni textann og fór með hann óaðfinnanlega af fullum krafti.

Ég veit ekki til þess að neinn annar Íslendingur gæti leikið þetta afrek Erlings eftir.

Að minnsta kosti hef ég aldrei fyrr orðið vitni að slíku.


mbl.is Þingmenn styðja Freyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Við erum öll ágæt, á okkar eigin hátt. Að við, þetta annars ágæta fólk, hvort sem við getum skrifað, sungið eða glaðst án hjálpar, eigum það á hættu að glata atkvæðisrétti okkar í kosningum, vegna sóvétískra vinnubragða þeirra, sem eru í vinnu hjá OKKUR er ekkert annað en lýsandi vitni um aumingjaskap kjósenda og ALGERAN og FULLKOMLEGAN döðluþurrk stjórnvalda. ENN meiri aulahátt þeirra sem við kusum. Atkvæði skipta máli og það eru lágmarksmannréttindi þeirra sem ekki geta kosið eins og við hin, að með þeim í kjörklefa séu ekki fulltrúar Þistilfjarðarkúvendinga, Bjarni Bena., Össurara Skarphéðinssona eða annars skaðræðislið, sem hagræðir sínum sannleik eins og best þykir henta hvurju sinni.

Hver tryggir rétt þess fólks sem ALDREI sér eigin kjörseðil?

Halldór Egill Guðnason, 28.6.2012 kl. 03:53

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég skil alls ekki þessar kvartanir. Að fá að velja sér aðstoðarmann. Hvað getur það þýtt?

Það er alkunna að sumt aldrað og fatlað fólk býr við ofríki og jafnvel ofbeldi af hendi sinna nánustu. Það fyrirkomulag sem nú tíðkast er einmitt haft til að gefa hinum fatlaða svigrúm og frelsi. Frelsi til að ganga til kosninga án þess að þeirra nánustu geti haft áhrif.

Þóra Guðmundsdóttir, 30.6.2012 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband