Fara á kjörstað og láta reka sig út !

Það eru grundvallarmannréttindi fólgin í því ákvæði laga að kosningar skuli vera leynilegar. Það eru líka grundvallarmannréttindi hvers manns að ráða því sjálfur hvern hann velur sem trúnaðarmann og hverjum hann segir frá gerðum sínum og hugsunum.

Þegar fólk stendur frammi fyrir rannsóknarlögreglumönnum eða dómurum eiga þeir rétt á að svara ekki spurningum, eiga svarið með sjálfum sér. og segja engum frá því eða þá þeim sem þeir kjósa sjálfir að segja frá því. 

Þess vegna er það aldeilis fráleitt að þetta sjónarmið sé ekki virt gagnvart fötluðum þegar þeir kjósa.

Ég styð ekki aðeins Freyju Haraldsdóttur ef hún kýs að sitja heima og fara ekki á kjörstað i mótmælaskyni, heldur styð ég hana jafnvel enn frekar, sem og aðra fatlaða, sem er í sömu aðstöðu og hún, ef þeir fara á kjörstað og láta á það reyna hvort það þeir fái að hafa aðstoðarmanneskju að eigin vali með sér inn í kjörklefann, - að öðrum kosti muni þeir hverfa frá og kjósa ekki.

Þá fyrst náðist árangur í réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum þegar látið var á takmarkanir á rétti þeirra reyna.

Það á líka við í tilfelli sem þessu.

 


mbl.is „Þá mun ég ekki kjósa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju skiptir þetta máli allt í einu.

Veit um fullt að fötluðu fólki sem er búið að kjósa samkvæmt lögunum í mörg ár.

Skil ekki vandamálið 3 dögum fyrir kosingar...því miður.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 19:05

2 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Góð hugmynd...

Mótmælum öll...!

Mætum ekki á kjörstað og kjósum EKKI...!!!

Sævar Óli Helgason, 28.6.2012 kl. 19:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér með þetta Ómar, þetta er að mínu mati brot á mannréttindum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2012 kl. 20:18

4 identicon

Ef hún vill ekki kjósa, þá getur hún sleppt því. Rétt eins og ófatlaðir eru ekki þvingaðir til að kjósa hér á landi (í sumum löndum er það samt skylda).  

Ef fatlaður fer að kjósa er honum séð fyrir aðstoðarmanni geti hann ekki kosið vegna fötlunar sinnar. Það er frekja og ólýðræðislegt að krefjast þess að fá að hafa mömmu sína eða kærasta eða blabalbla með sér í kjörklefanum. Ólýðræðislegt að því leytinu til að mæður/kærastar osfrv. geta beitt þá þrýstingi. Manneskja sem þekkir þann fatlaða ekkert eru ólíklegri til þess. 

AE (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 20:23

5 identicon

Það er planið Ómar, að mæta og láta reka mig út! Ég mun ekki sitja heima. Takk fyrir góðan pistil.

Freyja Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 21:23

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er líka vitað um fullt af blökkumönnum, sem fóru eftir aðskilnaðarlögunum áratugum saman og þorðu ekki öðru.

Einkennilegt er að sjá því haldið fram að hinum fatlaða sé ekki treystandi til að velja sér aðstoðarmann sjálfur og að það verði að forða honum frá því að aðstoðarmaðurinn, sem hann valdi sjálfur, beiti hann þrýstingi.

Rökin "ef hún vill ekki kjósa getur hún sleppt því" eru kunnugleg úr réttindabaráttu blökkumanna á sínum tíma. Þá var það orðað svona: "Ef hann sættir sig ekki við að vera útilokaður frá skólanum / veitingastaðnum / getur hann sleppt því að fara í skólann / inn á veitingastaðinn.

Dapurlegt að sjá hálfrar aldar gamlar röksemdir frá Suður-Afríku og suðurríkjum Bandaríkjanna ganga ljósum logum á Íslandi á 21. öld.

Ómar Ragnarsson, 28.6.2012 kl. 22:49

7 identicon

Takk fyrir mjög góðan og þarfan pistil Ómar.  Potturinn er víða brotinn. 

Í dag bað móðir mín, 95 ára og nánast blind orðin, mig um að keyra sig inn í Laugardalshöll, því hún taldi að það yrði sér auðveldara að kjósa þar, heldur en í Hagaskóla á kjördag.

Eftir að hafa þokast loks að 4 borðum í raðrunu þar sem beðið var skilríkja, var okkur vísað frá, vegna skorts á tilskildum skilríkjum móður minnar.  Ég hváði, en var þá bent á að við skyldum sæta færis á að fá úrskurð þeirrar embættisstýru sem æðst taldist þar og sat sú lengst til vinstri og næst glugga og næst inngöngudyr inn í kjörklefasalinn.  Sú mikla hofróða kvað upp þann úrskurð á staðnum, að visakort með mynd og nafni móður minnar og kort frá ferðaþjónustu blindra með nafni móður minnar og kennitölu væru ekki næg skilríki.  Móðir mín háöldruð og nær blind, sagði að þessi skilríki hefðu undanfarin ár dugað henni til kosningaréttar.   Það sagði hofróðan að sér kæmi ekki við og spurði hana hvort hún ætti ekki ökuskírteini eða vegabréf. 

Það var eins og hofróðan teldi að 95 ára og nær blind kona gerði ekki annað en að keyra sportbíl og þeysast landa í milli eins og hún væri opinber starfsmaður að þvælast sífellt til Brussel. 

Nei, því miður ökuskírteini og vegabréf móður minnar eru löngu útrunnin.  En það gaf einni hofróðu tilefni til að meina móður minni að kjósa og niðurlægja hana fyrir framan alla biðröðina.  Kannski innanríkisráðuneytið ætti að fjalla um þetta í nefnd, sem fjallar um skilríki hælisleitenda?         

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 00:50

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pétur Örn Björnsson,

Úrskurður kjörnefndar 11.6.2010 (Hægt að prenta út og framvísa á kjörstað.):


"Það er álit kjörnefndar að ekki séu lagaheimildir til að synja kjósanda um að kjósa af þeirri ástæðu einu að ekki sé kennitala á skilríki, ef annað er fullnægjandi að mati kjörstjóra.

Geri kjósandi grein fyrir sér með greiðslukorti með nafni viðkomandi og mynd, þá hindra lögin ekki þannig að kennivottorð teljist fullnægjandi.
"

"Úrskurðarorð: Kjörstjóra var ekki heimilt að synja kæranda um að kjósa við utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Kópavogi á þeim grundvelli einum að kennitölu vantaði í kennivottorð sem hann framvísaði."

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 01:45

9 identicon

Steini Briem

Takk kærlega fyrir upplýsingarnar. 

Nær væri þó að láta embættisstýruna á staðnum, í Höllinni fá þennan úrskurð, því hún sagði, þegar ég baðst vægðar fyrir móður mína, að hún gæti ekki gert neina undantekningu, því hún væri búin að vísa fullt af fólki frá, vþa. að það hefði ekki mynd, nafni og kennitölu á einu og sama skilríkinu.  Þetta sagði hún undarlega sjálfs-ánægð og fann mjög til valds síns.   

Sú opinbera embættisstýra á staðnum sem ég ræði um sat lengst til vinstri við borðin fjögur og næst inngöngudyr að kjörklefasalnum.  Ég veit ekkert hvað hún heitir, en það er ljóst af upplýsingum Steina Briem, að  hún er algjörlega vanhæf í starfi sínu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 02:03

10 identicon

Einu vil ég bæta við og það er að ég hafði vonast til að eitt stykki kerfishrun, haustið 2008, yrði amk. til einhvers góðs, að lokum.  Yrði til að efla samkennd, en ekki að hið opinbera yrði hálfu verra í hroka sínum gagnvart almennum og óbreyttum borgurum þessa lands, en það var fyrir hrun. 

Mikið óskaplega er langt í þetta margrómaða nýja Ísland. 

Lögbrot framin ítrekað af opinberu valdi.  Það er undarlegt stjórnvald.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 02:20

11 identicon

Að sönnu stendur það sem Steini Briem segir í plagginu sem hann vísar til.  En í því stendur fleira.

„Hins vegar er rétt að horfa til þess, að fyrrgreind ákvæði laga eru sett til þess að enginn geti villt á sér heimildir og kosið í annars stað.  Lögin hafa ekki tæmandi lýsingu á því hvað teljist fullnægjandi skilríki í þessu sanmbandi.  Mat á því er að nokkru leyti sett í hendur kjörstjóra.  Telji hann af einhverjum ástæðum að framvísað kennivottorð sé ekki fullnægjandi, þá hefur hann fullan rétt til að krefjast þess að öðrum skiríkjum verði framvísað eða kjósandi geri grein fyrir sér á annan fullnægjandi hátt.“

Ekki verður betur séð en umrædd embættisstýra hafi verið í fullum rétti þótt um sanngirnina megi deila.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 22:54

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Geri kjósandi grein fyrir sér með greiðslukorti með nafni viðkomandi og mynd, þá hindra lögin ekki þannig að kennivottorð teljist fullnægjandi."

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 23:35

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Myndin á debetkortinu mínu er stærri en á ökuskírteininu og á þeim báðum kemur kennitalan fram.

Ef kennitalan kemur hins vegar ekki fram á kreditkorti er það "álit kjörnefndar að ekki séu lagaheimildir til að synja kjósanda um að kjósa af þeirri ástæðu einni".

Þorsteinn Briem, 29.6.2012 kl. 23:50

14 identicon

„Telji hann af einhverjum ástæðum [og þær ástæður er honum í sjálfsvald sett að skilgreina]að framvísað kennivottorð sé ekki fullnægjandi, þá hefur hann fullan rétt til að krefjast þess að öðrum skilríkjum verði framvísað eða kjósandi geri grein fyrir sér á annan fullnægjandi hátt.“

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 11:07

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sú mikla hofróða kvað upp þann úrskurð á staðnum, að visakort með mynd og nafni móður minnar og kort frá ferðaþjónustu blindra með nafni móður minnar og kennitölu væru ekki næg skilríki."

"Ef kennitalan kemur ekki fram á kreditkorti er það "álit kjörnefndarekki séu lagaheimildir til að synja kjósanda um að kjósa af þeirri ástæðu einni".

Þorsteinn Briem, 30.6.2012 kl. 12:16

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessi úrskurður kjörnefndar kemur fram á kosning.is, sem er vefur innanríkisráðuneytisins um kosningar hér á Íslandi, og öllum kjörstjórum ber að sjálfsögðu að kynna sér þennan vef ítarlega.

Og hér gildir einu hvort um forsetakosningar, sveitarstjórnarkosningar, alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur er að ræða.

Þetta mál snýst um það að viðkomandi kjörstjóri "kvað upp þann úrskurð á staðnum" að visakort með nafni og mynd væri ekki fullnægjandi kennivottorð.

Það er hins vegar "álit kjörnefndarekki séu lagaheimildir til að synja kjósanda um að kjósa af þeirri ástæðu einni".

Og hér um úrskurð kjörnefndar að ræða.

Úrskurður kjörnefndar 11.6.2010 (pdf)


Þetta mál snýst ekki um einhverja aðra hluti, til að mynda að viðkomandi framvísi ekki eigin skilríkjum, og úrskurður kjörstjóra á kjörstað verður að sjálfsögðu að vera málefnalegur.

"101. gr. Sektum varðar, ef ekki liggur þyngri refsing við eftir öðrum ákvæðum þessara laga eða eftir öðrum lögum, ef sveitarstjórn, kjörstjórn, utankjörfundarkjörstjóri eða embættismaður haga fyrirskipaðri framkvæmd laga þessara vísvitandi á ólöglegan hátt eða vanrækja hana."

Lög um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998

Þorsteinn Briem, 30.6.2012 kl. 12:58

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lög um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998:

"55. gr. Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa kennivottorði eða nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar.

Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörskránni afhendir fulltrúi í kjörstjórn honum einn kjörseðil."

Lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000:


"63. gr. Kjósandi, sem greiða vill atkvæði utan kjörfundar, skal gera kjörstjóra grein fyrir sér, svo sem með því að framvísa kennivottorði eða nafnskírteini, eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjóra."

Lög um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945


Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Þorsteinn Briem, 30.6.2012 kl. 13:25

18 identicon

„Það er hins vegar "álit kjörnefndarekki séu lagaheimildir til að synja kjósanda um að kjósa af þeirri ástæðu einni".“  Hvers vegna vantar aftan á þessa tilvitnun í úrskurð kjörnefndar?  Hvers vegna eru hlutar úrskurðarins skildir eftir?

Ég er alls ekki að bera í bætifláka fyrir embættisstýruna.  Ég held að hún hafi gengið of langt.  Ég held að sé hægt að ganga úr skugga um hver sé á ferðinni eigi að heimila manni að kjósa.  Ég held þannig að fullkomlega eðlilegt hafi verið að einn frambjóðendanna hafi fengið að kjósa í morgun skilríkjalaus.  En;  „Lögin hafa ekki tæmandi lýsingu á því hvað teljist fullnægjandi skilríki í þessu sanmbandi. Mat á því er að nokkru leyti sett í hendur kjörstjóra.“  Og það mat gildir.  Hvort sem okkur líkar betur eða verr.  Og þau einu skilríki sem lögleg eru á voru landi, Íslandi eru:  Vegabréf, ökuskírteini og nafnskírteini.  Félagsskírteini í Félagi íslenskra grjónapunga, Hinu fjölbreytta jappavinafjelagi eða Hestamannafélaginu Grána eru það ekki, jafnvel þótt þar komi fram kennitala og jafnvel mynd.  Flugskírteinið mitt er ekki löglegt skilríki, jafnvel þótt það sé gefið út af Flugmálastjórn.  Skipstjóraskírteinið ekki heldur.  Það væri því alveg undir hælinn lagt hvort kjörstjórn tæki þau gild.  Er þó mynd af mér í þeim báðum.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 16:41

19 identicon

Góð spurning er: Af hverju gefa yfirvöld ekki út nein skilríki á íslandi fyrir fólk sem vill ekki borga morðfjár fyrir vegabréf? Eða ef út í það er farið að borga morðfjár fyrir ökuskírteini.

Sem sagt nafnskírteinu eða skilríki eins og er í öðrum siðmenntuðum löndum. 

p.s. Þegar ég var í grunnskóla fékk ég nafnskírteini. Þau hafa nú verið afnumin, því miður. 

Ólafur (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 19:40

20 identicon

Ég lenti í þessu hjá sýslumanni fyrir 10-15 árum. Frænka, komin yfir nírætt og funksjónellt blind og án ökuskírteinis eða passa en með sjúkrasamlagsskírteini, ætlaði að kjósa. Þetta hafði komið upp daginn áður og var leyst á sama hátt. Ég sýndi mína pappíra og vottaði í kjörbókina að frænka væri frænka og hún fékk að kjósa. Þegar ég svo ætlaði að aðstoða hana í kjörklefanum þá fékk ég það ekki en einhver starfsmaður kjörstjórnar sá um það. Ég sá ekki ástæðu til að rövla yfir því.

Jón (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 20:07

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorvaldur S.,

"Og þau einu skilríki sem lögleg eru á voru landi, Íslandi eru: Vegabréf, ökuskírteini og nafnskírteini."

RANGT.

Fleiri persónuskilríki, gefin út af opinberum aðilum, eru gild kennivottorð í kosningum hérlendis, til að mynda örorkuskírteini.

Flugmannsskírteini er hér einnig gilt kennivottorð í kosningum.

Það væri nú harla einkennilegt ef ökuskírteini þætti merkilegra kennivottorð í kosningum hér en flugmannsskírteini.

Lögin kveða einmitt ekki á um hvaða skilríki teljast gild kennivottorð í kosningum hér og kjörnefnd hefur kveðið upp þann úrskurð að greiðslukort með nafni og mynd en án kennitölu sé hér fullgilt kennivottorð í kosningum.

"Geri kjósandi grein fyrir sér með greiðslukorti með nafni viðkomandi og mynd, þá hindra lögin ekki þannig að kennivottorð teljist fullnægjandi."

"Úrskurðarorð: Kjörstjóra var ekki heimilt að synja kæranda um að kjósa við utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Kópavogi á þeim grundvelli einum að kennitölu vantaði í kennivottorð sem hann framvísaði."

Þessi úrskurður kjörnefndar þýðir hins vegar ekki að öll skilríki með nafni og mynd, til að mynda hestamannafélagsskirteini, séu gild kennivottorð á íslenskum kjörstöðum, enda hefur enginn haldið því fram.

Þorsteinn Briem, 1.7.2012 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband