Þjóðarlösturinn þrífst enn vel.

Þá er enn að hefjast þessi tími ársins þegar staðir, þar sem haldnar eru svonefndar hátíðir líta út eins og ruslahaugar eftir herlegheitin.

Í fyrra fauk yfirgengilegt ruslið á hátíðarsvæðinu á Gaddstaðaflötum allt norður fyrir þjóðveginn og svipað virðist þetta þurfa að vera þótt ekki séu einu sinni haldnar afmarkaðar útihátíðir á viðkomandi stöðum, - aðeins nægja að þarna séu eitthvað fleiri en venjulega.  

Þjóðarlösturinn þrífst enn vel.

Þetta mjög til vansa tel

að sóða´út allt hér eins og svín

og ekki kunna að skammast sín.


mbl.is Gengu illa um á Flúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sóðalegt er Suðurland,
Selfoss á margt viðbjóðsband,
Ómar sá þar Guðna gand,
en geysimikið rusl í bland.

Þorsteinn Briem, 3.7.2012 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband