5.7.2012 | 22:47
Lesa tillögurnar betur.
Í aðfinnslum Húmanistaflokksins við tillögur stjórnlagaráðs segir að í þeim sé búið að afnnema þann ótakmarkaða málskotsrétt, sem verið hefur í 26. grein núverandi stjórnarskrár.
Þetta er alrangt. Í tillögum stjórnlagaráðs er ótakmörkuðum málskotsrétti forseta haldið óbreyttum.
Hvernig væri að lesa tillögurnar betur og fara rétt með?
Ekki sátt við tillögur stjórnlagaráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hafi ég lært eitthvað af því að fylgjast með "umræðum" á netinu er það að það þykir í besta falli óþarfi að lesa það sem fjallað er um. Alltof margt fólk virðist bara lesa fyrirsagnir eða athugasemdir annarra áður en það gerir athugasemdir sjálft. Skrifin sem verið er að gagnrýna eru hreint aukaatriði, mestu skiptir oft hver það er sem fjallað er um eða hver skrifar.
Margar athugasemdir sem ég hef lesið um stjórnarskrárdrögin bera það með sér að viðkomandi hafi ekki lesið þau öll og stundum hef ég grun um að fólk hafi ekki einusinni lesið gildandi stjórnarskrá heldur.
Dagný (IP-tala skráð) 6.7.2012 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.