Svartur hvítabjörn?

Oft er sú líking notuð um það, þegar staðreyndum og málum er snúið á haus, að þar sé verið að gera svart hvítt og hvítt svart.

Ef hvítabjörn væri ekki, eins og nafnið bendir til, hvítur, myndi ég kaupa það að dökkur blettur á sjónum væri hvítabjörn. En þá væri það varla hvítabjörn, heldur annað dýr, svartabjörn, líklega til kominn á svipaðan hátt og hvítur hrafn. 


mbl.is Hvítabjörn á sundi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er selur

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.7.2012 kl. 12:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Algerlega sammála þér af fenginni áratuga myndatökureynslu af selum við strendur landsins og af því að skoða tugi, jafnvel hundruð mynda af þeim.  

Ómar Ragnarsson, 6.7.2012 kl. 15:41

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig hefði verið að fá einhvern, sem er vanur að skoða myndir af selum á sundi, til að skoða myndina áður en allt var sett á annan endann?

Ómar Ragnarsson, 6.7.2012 kl. 15:43

4 identicon

En allt sem er hvítt hefur þó sínar skuggahliðar. Og ítalski ferðamaðurinn tók fram í hádegisfréttunum að hann þekkti vel muninn á sel og hvítabirni. Því skyldi fólk draga þau orð hans í efa? Er þetta fólk bara einhverjir vitleysingar? Skoðið svo stækkuðu myndina vel. Ég sé ekki betur en að glitti í gulhvítan hjúp í kringum svartan nebbann á bangsa sem að öllum líkindum snýr framhliðinni að myndavélinni, þannig að ekki sést greinilega í bakið á honum sem er þá aftan við hausinn. Annars er þessi mynd mjög óskýr þannig að það er mjög erfitt að segja til um það. En gæti allt eins verið hvítabjörn að mínu mati.

Illfygli (IP-tala skráð) 6.7.2012 kl. 17:03

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og ég velti því fyrir mér hvers vegna fólk á selaslóðum telur sig sjá ísbjörn. Fólkið er búið að skoða seli á sundi og kemur svo auga á ferlíki sem brýtur upp selsmyndina.

Úr þessu verður kannski aldrei skorið en eitthvað fær mig til að trúa því að sannfæring þessa fólks sé sterk og síðan má taka inn í myndina vitnisburð stúlkunnar á Hvammstanga. Hún þorir ekki að segja frá því að hún telji sig hafa séð ísbjörn á sundi og verður himinlifandi þegar hún fær það sem henni finnst vera staðfesting.

Árni Gunnarsson, 6.7.2012 kl. 18:28

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svo sagði sá ítalski að þegar þau hjón hafi fært sig nær til að skoða betur og taka betri myndir oþh. - þá hafi björninn horfið! Ofan í sjóinn þá líklega. Hann hefur bara stungið sér og kafað svo og svo lengi náttúrulega.

Síðan sagði einhver heimamaður - að björninn hefði sjalfsagt synt aftur til Grænlands! Já. Einmitt.

Hljómar næstum því eins og eitthvert PR stönt. Í og með allavega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.7.2012 kl. 18:52

7 identicon

Er hann ekki bara svona sólbrúnn...eða...?

Hvítur Ítali (IP-tala skráð) 6.7.2012 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband