Góðar fréttir. En hvers vegna?

Í fyrradag var ég að fljúga meðfram fuglabjörgum við Vík og í Vestmannaeyjum. Áberandi finnst mér hvað fuglalífið er daprara en það var áður. Vísindamenn hafa nefnt skort á sandsíli sem höfuðástæðu en ekki fundið út hvers vegna þetta gerðist.

Það eru góðar fréttir að sandsílið sé aftur að taka við sér, en eftir sem áður er ósvarað spurningunn, hvers vegna því hrakaði svona mikið.

Þetta leiðir hugann að því hve erfitt er að ráða í ýmis fyrirbrigði í náttúrunni, til dæmis varðandi fiskistofnana. Af hverju er ýsan að nálgast það að lenda á válista á sama tíma og þorskurinn blómstrar?

Tvær höfuðkenningar hafa tekist á í þessum fræðum, annars vegar sú kenning að hægt sé að fara langt í þá átt að geyma þorskinn í sjónum og byggja stofninn þannig upp og hins vegar svonefnd "heiðartjarnakenning" þess efnis að það verði að sækja í fiskistofnana og grisja þá nógu mikið til þess að meira æti verði fyrir hvern fisk.

Eftir margra áratuga deilur um þetta fram og til baka hallast ég að því að hvorug kenningin sé einhlít, lífríkið sé einfaldlega of flókið til þess.


mbl.is Talsvert af sandsíli í Faxaflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég ek í gegnum Vík á hverju ári. Í austurjaðri þorpsins hefur verið gríðarlegt kríuvarp en undanfarin ár hefur það ekki verið svipur hjá sjón. Mér fannst þó vera batamerki að sjá þegar ég ók þar framhjá fyrir stuttu síðan.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.7.2012 kl. 20:27

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ástandið hjá kríunni og lundanum hér í Vík er betra nú en mörg undanfarin ár.  Lundi og kría komu á eðlilegum tíma og  höfðu greinilega nóg síli.  Reyndar var strax í febrúar óvenju mikill fugl í æti hér fram af þorpinu.  Nú eru ungar að skríða úr eggjum og menn krossa puttana og vona það besta.

Þórir Kjartansson, 8.7.2012 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband