8.7.2012 | 11:45
Áhættan sem ákveðið hefur verið að taka.
Hvenær verður gerð fréttaskýring um ódæði af völdum ölóðs fólks undir fyrirsögninni: "Hver er næstur?" Líklega aldrei.
Sjá má ýmis viðbrögð á blogginu við þeim upplýsingum geðlæknis, að fíklar, sem sprauta rítalíni í æð geti orðið svo vitfirrtir af völdum þess, að þeir telji sig vera að deyja eða geti drepið fólk og framið ódæði, sem annars væri fjarri því að fremja.
Sjá má harða dóma um það ógæfufólk sem sprautar sig og það sett í sérflokk vitfirringa.
Enn og aftur sést á slíkum ummælum, að menn hyllast til að undanskilja það fíkniefni, sem langmestri ógæfu og vandræðum veldur, en það er áfengið, ekki endilega vegna þess að það sé hættulegast fyrir hvern einstakling, heldur vegna þess að neysla þess er lang almennust og þar að auki lögleg.
Um það vitna allar kannanir og tölur.
Sumir bloggarar eða ritarar athugasemda ganga jafnvel svo langt að telja áfengið ekki í hópi fíkniefna. En það er algerlega fráleit ályktun og gengur gegn öllum tölum og vitneskju um það tjón sem áfengisneysla veldur.
Sýnir hins vegar tilhneigingu okkar til að fegra hlut okkar, þegar við sjálf eigum í hlut.
Hvernig stendur á þessu?
Það hlýtur að vera vegna þess að áfengið nýtur þeirrar sérstöðu að hafa verið tekið út úr og sett á sérstakan stall á grundvelli árþúsunda neyslu og svonefndrar áfenginsmenningar og því litið á þetta fíkniefni sem undantekningu.
Rökin eru þau að samkvæmt tölfræðinni kunna um 87% neytenda áfengis sér hóf alla tíð og 13 prósentin, sem missa stjórn á neyslunni, eru undantekning.
"Látum því vinir, vínið andann hressa..." orti listaskáldið góða sem sjálft varð áfengisfíkninni að bráð.
Þegar þetta meirihlutaviðhorf er látið ráða varðandi áfengið er horft fram hjá því að samsvarandi tala varðandi það hve margir missi stjórn á neyslu kannabisefna er lægri og að jafnvel kókaín er með lítið hærri áhættutölu en áfengið.
Einnig er litið fram hjá því að ef farið væri ofan í saumana á því hve há þessi tala er varðandi rítalín og fleiri slík læknislyf, sem geta verið ávanabindandi, kæmi líklegast út lægri tala en varðandi áfengissýki.
Mjög einfeldningslegt er að taka efsta stig neyslu á fíkniefnum, svo sem það að sprauta sig, út úr og segja að það sé annars eðlis en efsta stig áfengisfíknar, bara vegna þess að menn sprauta því ekki í sig.
Ótal morð, limlestingar, ódæði og slys af völdum ölóðra manna segja þá sögu, að þegar áfengisneyslan er komin í hæstu hæðir verður útkoman ákaflega svipuð og við notkun annarra fíkniefnia og að það er sameiginlegt fíkniefnunum, að það getur verið persónubundið á hvaða stig brjálunar hver fíkill kemst.
En við hvert ódæði er ekki spurt: "Hver er næstur?" eins og þegar fjallað er um önnur fíkniefni.
Þegar litið er yfir sviðið í heild blasir við sú mynd, að meirihlutinn hefur tekið þá ákvörðun að vegna þess að færri missa stjórn á neyslu fíkniefna en þeir, sem neyta í hófi, sé það í lagi að taka þá áhættu að nota þessi efni undir ákveðnu skipulagi.
Skipulagið felst í grófum dráttum í því að neysla og dreifing eins fíkniefnisins, áfengis, er í meginatriðum löglegt athæfi en önnur fíkniefni hafa verið sett á bannlista.
Síðan eru til lyf sem geta orðið ávanabiindandi, og þau er leyft að nota að læknisráði eftir ákveðnum reglum, þótt vitað sé að hjá einstökum einstaklingum geti notkun þeirra farið úr böndum og á efsta stigi valdið morðæði fíkilsins.
Hver er næstur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aaaaargh...!
Ég er svo innilega sammála... Í Hótel- og veitingaskóla Íslands, þessum gamla sem var á Hótel Esju, var mér kennt að allir séu í raun og veru fíklar... Annars myndi mannskeppnan ekki lifa því að bara það eitt að borða, hvað þá að borða vel, er fíkn... Sem dæmi um þetta var skyndibiti nefndur sem gott dæmi... Jú, málið er að það er eitt sameiginlegt með öllum skyndibita... Það er glútein í öllum þeim vinsælustu...
Glútein er í öllu brauðmeti og það vinsælasta í skyndibitann er glúteinbætt hveiti... Þegar við meltum glúteinið myndar það gastegundir sem eiga að virka á meltingafæri okkar svipað einsog þau hafi fengið ópíum... Þessi víma fer ekki uppí höfuð og veldur ekki auðsjáanlegri veruleikabrenglun en engu að síður getur neysla skyndibita orðið að mjög erfiðri fíkn/fíkilsástandi...
Og hvað á að gera vegna þess...? Banna allt hveiti sem hefur glútein...? Yeah, right...!
Sævar Óli Helgason, 8.7.2012 kl. 12:22
Gervisykur og aukaefni í matvælum eru hættulegri en öll þessi svokölluðu eiturlyf, lögleg og ólögleg. Glúten er svo sannarlega gerjunarefni, sem ætti að banna. Það skapar gerjun og bruggun í meltingunni, en mafíustjórnsýslunni er sama um það. Mafíustýrð stjórnsýslan er ekki upptekin af staðreyndum, heldur sjúklegri græðgi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.7.2012 kl. 13:13
Mæl þú manna heilastur Ómar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2012 kl. 13:48
“Gluten free” matur, brauð og kornmatur er orðinn “life style” US. Fólk trúir því að þetta sé diet fæði, geri menn granna og flotta, en svo er ekki. Allir þola Gluten (proteins) vel, nema þeir sem hafa sjúkdóminn Celiac ( Zölliekie). Annað er ímyndun, segja næringarfræðingar. Einnig eru þeir ófáir sem ímynda sér að þeir þoli ekki mjókursykur (Lactose), en í flestum tilfellum er það rangt, einmitt ímyndun. Til eru sjúkdómar sem valda óþoli gegn venjulegum mat, en það á ekki að ráða ferðinni hjá þeim sem eru heilbrigðir. Borðaðu það sem þér finnst gott, súkkulaði, rjóma etc, en “move your ass” og þinn BMI verður í lagi.
Ekki nýtt að Ómar Ragnarsson vilji banna áfengi, bjór, létt vín “und alles”, en það er della, sem ekki þarf að ræða. 99% jarðarbúa kunna að hafa áfengi um hönd, en við verðum að hlúa að þessu eina prósenti eins vel og við getum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 14:51
Nú hef ég prófað ýmislegt á mínum yngri árum og held ég geti fullyrt það að áfengi sé margfalt hættulegra en t.d. kannabis, amfetamín eða kókaín...
Maður heldur eigin viti svo framarlega sem ekki sé langvarandi og svo til daglega neyslu að ræða. En fólk verður hömlulaust, kærulaust, árásargjarnt og allavega slæmir hlutir... flest öll ofbeldisverk þar sem fólk hefur verið undir áhrifum vímuefna má einnig segja að fólk hafi verið bæði undir áhrifum fíkniefna og áfengis.
Skipulagðari líkamsárásir og innbrot tengd fíkniefnum eiga sér svo stað þar sem ómenningin og undirheimarnir fá að þrífast þar sem þetta er ólöglegt. Lögleiðing myndi færa neyslu upp á yfirborðið og gera það erfiðara fyrir ungmenni að nálgast fíkniefni... ofbeldisglæpir ss. handrukkanir og skotárásir í baráttu um yfirráð í undirheimunum myndu heyra sögunni til.
Ég tel einnig næsta víst að neysla myndi ekki aukast og dauðsföll vegna eitraðra íblöndunarefna myndi einnig heyra sögunni til.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 15:25
Fjölmargir slasast og láta lífið í umferðarslysum.
Bönnum alla umferð vélknúinna ökutækja.
Engu máli skiptir þótt fjölmargir hafi lifibrauð sitt eða gaman af notkun þeirra.
Hunsum vilja meirihlutans í þessum efnum.
Þorsteinn Briem, 8.7.2012 kl. 16:09
Það er óskhyggja, Haukur að 1% hlutfallið eigi við hér á landi. Hér á landi eru það 13%.
Ég mæli hvergi með áfengisbanni í pistli mínum, af því reynslan frá fyrri hluta 20. aldar sýnir að að það er óframkvæmanlegt.
Ég andmæli hins vegar því þegar menn reyna að halda því fram að áfengi sé ekki fíkniefni og veifa jafnvel tölunni 1% í þeim efnum.
Ég vil að menn horfi fram í staðreyndirnar sem ég greini frá í pistli mínum.
Ómar Ragnarsson, 8.7.2012 kl. 23:26
Glútein er nú bara kompónent sem er í mörgum korntegundum, bara al-mest í hveiti. Það er í byggi, höfrum og rúgi, en ekki í hrísgrjónum og maís.
Glúteinríkara mjöl hefar sig mun betur en snauðara.
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.