Enn meiri möguleikar.

Vaxandi þyrluflug er enn eitt dæmið um þá búbót, sem gosið í Eyjafjallajökli færði okkur. Gosið á Fimmvörðuhálsi hentaði sérlega vel til að skoða það úr lofti og þegar fjölmiðlafólk streymdi til landsins meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð, uxu verkefnin enn frekar.

Á þessum örfáu mánuðum urðu greinileg kaflaskil varðandi möguleika til þyrluflugs á Íslandi og möguleikarnir er enn meiri en menn grunar, því að ennþá eru vanmetnir möguleikarnir til að skoða mun fleiri staði og gefa tækifæri til fleiri útfærslna á flugi.


mbl.is Norðurflug svarar vaxandi eftirspurn eftir þyrluþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú, eru svona miklir möguleikar fólgnir í allri "fjallagrasatínslunni"?!

Þorsteinn Briem, 15.7.2012 kl. 14:34

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni hækkað um EINUNGIS 0,89% og LÆKKAÐ gagnvart Bandaríkjadollar um 4,91%, þrátt fyrir að mun fleiri erlendir ferðamenn komi nú hingað til Íslands en áður.

Og hér á Íslandi eru GJALDEYRISHÖFT.

Þorsteinn Briem, 15.7.2012 kl. 15:42

3 identicon

Ég er með svona "aukavinnu" við innflutning. Finn ekkert fyrir gjaldeyrishöftum, - no trouble at all.

Svo verður að átta sig á að gengi evrunnar "rýrnar" líkt og önnur gengi. Furða hvað krónan heldur miðað við vaxtastefnuna.

Annars er þetta nú útúrdúr, og ekki má "Sjanghæja" þessum þræði hans Ómars. Það er mikil þyrlutraffík, og mikil jeppatraffík enn þann dag, svo og eitthvað útsýnisflug á jökulinn bara út af 2010. Erlendir ferðamenn spyrja endalaust út í "eldfjallið sem stoppaði öll flugin". Útkoman af þessu gosi er að virka sem innspýting í túrisma.

Og ekki eru gosin búin. Hér við Hvolsvöll lá brennisteinsfýlan yfir öllu nú í morgun svona milli 9 & 10 af og til, þar til vindáttarbreyting bar hana burt. Vindstefnan var á þeim tíma ca. NNA, sem þýðir héðan frá séð aðeins austar en Hekla. En skjálftavirkni var þarna engin.

Maður spyr sig hvaðan þetta kom. Þekki ekki nóg þyngdar-eðlisfræði brennisteins-gastegunda, og það væri gaman að fá innlegg á það.

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband