Hver hefði trúað þessu?

Hver hefði trúað því fyrir aðeins rúmum áratug að makríll ætti eftir að verða næst verðmætasti nytjafiskur á Íslandsmiðum?

Hver hefði trúað því að þetta myndi gerast vegna hlýnunar í sjónum sem aftur stafaði af mannavöldum?

Þáverandi forsætisráðherra mælti gegn slíkum hugmyndum í nýjársávarpi og er jafnvel enn við sama heygarðshornið eða að minnsta kosti allmargir af helstu fylgismönnum hans.

Hver hefði trúað því að makrílsprengingin myndi gera lífsskilyrði sandsílsins svo miklu verri að því fylgdi stórfelld hningnum lífs sjófugla við landið?

Og annað, öllu skondnara og óskylt: Hver hefði trúað því að finnast myndu spor sem ætlað væri að væru eftir bjarndýr, sem hefði greinilega, ef marka mætti spor og ummerki í fjöru á Vatnsnesi, komið róandi á kajak frá Grænlandi og dregið kajakinn þar upp í fjöruna?

Og að sett yrði heilmikið fé í það að láta rándýra þyrlu landhelgisgæslunnar leita að hinu meinta bjarndýri sem hefði viljað kenna Íslendingum að nota kajaka?


mbl.is Makríll kominn norður fyrir land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fastur kostnaður flugsviðs [Landhelgisgæslunnar] er u.þ.b. 80-85% af árlegum rekstrarkostnaði sviðsins og er að mestu óháður því hversu margar flugstundir loftfaranna eru.

Þetta þýðir m.a. að fækkun eða fjölgun flugtímanna fer ekki að hafa áhrif fyrr en hún er orðin veruleg."

Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2003 - Sjá bls. 9-10

Þorsteinn Briem, 19.7.2012 kl. 11:25

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Hver hefði trúað því að þetta myndi gerast vegna hlýnunar í sjónum sem aftur stafaði af mannavöldum?"

Eru til gögn sem sýna að hlýnun á sjónum við Ísland sé að mannavöldum???

Aukning á makríl á að hluta til rætur að rekja til hlýnunar sem talin er af náttúrulegum ástæðum, önnur ástæða fyrir aukinni komu makrlílls er minni rauðáta í Noregshafi sem aftur getur verið afleiðing sterkari Síldar, makríl og kolmunna stofna á því hafsvæði.

"Norskir fræðingar sjá merki um ofbeit á átu í Norðurhafi, það sé einfaldlega ekki nóg fóður fyrir þessa stóru síldar-, makríl- og kolmunnastofna. Þetta getur verið ein ástæða þess að makríllinn sækir á Íslandsmið, það er að verða lítið að éta heima fyrir, - vegna of lítillar veiði." http://fiski.com/

"Talið er að  Sub-polar hringrásinni hafi veikst og að meira af heitum sjó frá Subtropical hringrásini berist norður eftir og þar á meðal til Íslands  og sé helsta ástæðan fyrir hlýnun á sjó norður fyrir Norðurlandi síðustu 15 árin.
Aukning á seltu bendir til að sú hlýnun sem hefur átt sér stað sé að mestu vegna náttúrulegra aðstæðna í sjónum en ekki af völdum lofthita."

Steingrímur Jónsson, málstofa, norður Íslands Irmingerstraumurinn, HA 2012 http://www.unak.is/forsida/news/malstofa_audlindadeildar_10_6

Það er ekki ólíklegt að við séum að fara inni tímabil, svipað og 1926 til 1960, þar sem mun heitari sjór verði ráðandi við Ísland með tilheyrandi breytingum á hegðun lífríkisins. Með því að semja af sér í makrílmálinu er líklegt að Ísland fórni meiri hagsmunum fyrir minni og að það geti haft verulega áhrif á afkomu komandi kynslóða ef hækkun á hitastigi hafi neikvæð áhrif á nytjastofna sem fyrir eru t.d loðnu.

Eggert Sigurbergsson, 19.7.2012 kl. 12:57

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aukin makrílgengd vestar og N-Vestar er aðallega vegna þess hve írar, skotar og nojarar voru búnir að byggja stofninn vel upp með ábyrgum veiðum. Svo kemur LÍÚ og rústaleggur eins og vanalega. Alveg eins og gert var með norsku vorgotssíldina um árið. (það er heldur ekkert langt síðan að makrílstofninn var ofveiddur en þá höfðu menn sér til afsökunnar, hugsanlega, að í þá daga áttuðu menn sigekki eins vel á hvað ofveiði þýddi eða að yfirleitt væri hægt að ofveiða fisk.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.7.2012 kl. 15:04

4 identicon

Getur þú Ómar Bjarki Kristjánsson fært einhver rök fyrir þessu?  Getur þú vitnað í eitthvað máli þínu til stuðnings líkt og Eggert Sigurbergsson og Steini Briem hér að ofan, eða er þetta bara persónuleg skoðun þín sem líklega byggist á pólitík líkt og margt annað sem frá þér kemur.

Gunnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 15:11

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eggert Sigurbergsson,

Það verður nú ekki samið til eilífðarnóns um veiðar úr makrílstofninum, frekar en öðrum flökkustofnum.

"Deilistofnar eru flökkustofnar, stofnar sem ekki eru staðbundnir, heldur flakka á milli lögsagna og þar með veiðisvæða, eins og til dæmis úthafskarfi, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld."

Norðmenn væru nú tæpast tilbúnir að gera samning til eilífðarnóns um að við Íslendingar fengjum að veiða töluvert úr makrílstofninum en eftir örfá ár gengi hann ekkert inn í íslensku lögsöguna.

Þorsteinn Briem, 19.7.2012 kl. 15:57

6 Smámynd: Jón Kristjánsson

Dæmigerður áróður Skotans Robert Fumes; "makríll verður 25 ára og getur orðið 66 cm langur". Hann er að gefa í skyn að hann sé veiddur of ungur og þurfi langan tíma til að vaxa. Það þurfi að veiða með varúð.
Hafa menn ekki tekið eftir því að makríllinn sem veiðist er allur svipað stór.
Í þessarri úttekt kemur fram að hann verður yfirleitt ekki stærri en 40 cm, mestur hluti aflans er innan við 8 ára og hámarksaldur er gefinn 17 ár. Hann er ekki nema 3 ár að verða 34 cm en hættir þá að mestu að vaxa, 7 ára fiskur er ekki nema 37 cm. Þar sem hann er svifæta, eins og síld, verður hann venjulega ekki stærri, því fóðrið er svo smágert að það skapast fljótlega jafnvægi milli orkunnar sem að gefur og orkunnar sem þarf til að ná í það. Þess vegna þolir hann mjög mikla veiði, ekki þarf að óttast um hrygningarstofninn, hver hrygna er með 250,000 hrogn, tíu sinnum meira en loðnan.

Ég efa það mjög að makríllinn sé sekur í sandsílamálinu. Fugladauði vegna fæðuskorts byrjaði áður (2002) en makríllin kom (2005). Smáu sandsílin eru mest niðri í sandinum, en makríllinn í yfirborðinu. I maga hans finnst aðallega svif, hann er ekki fiskæta í eiginlegum skilningi frekar en síldin. Mesti óvinur er ýsan, hún sogar sílin upp úr sandinum. Við erum búnir að vera með risastóran ýsustofn, sem er kominn að falli og, - sandsílið er að koma aftur 

Svo ættu menn að hætta uppbyggingar- og ofveiðibullinu. Þetta á sér allt "náttúrulegar orsakir" eins og hraðminnkun ýsustofnsins

Jón Kristjánsson, 19.7.2012 kl. 16:39

7 identicon

1942-3 viddist Makríll í hringnót í Ísafjarðardjúpi það var talsvert magn og Sild fyrir norðurlandi var mikið Makril blönduð ,heimildiri grein eftir Árna friðriksson

Ólafur kristján Skúlason (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 16:43

8 identicon

Hmmmm....: "Hver hefði trúað því að þetta myndi gerast vegna hlýnunar í sjónum sem aftur stafaði af mannavöldum?"

Svar: Auðtrúa kjánar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 17:15

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hiti hafstrauma frá Jan Mayen svæðinu hér suðureftir sveiflast. Undanfarin 10 ár hefur straumurinn verið hlýr. Tímaspursmál hvenær hann kólnar aftur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.7.2012 kl. 17:37

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Gunnar Rúnarsson, það er eg mæli það er mestanpart bara makrílfræði 101. það er ekkert nýtt að einhver makríll ganga hingað sem sögur sanna. það sem er hugsanlega nýtt er, að hann gangi hingað í svo miklum mæli. Hugsanlega er það nýtt. það er barasta útaf því að stofninn er svo vel uppbyggður hjá þeim skotum, írum og nojurum. Á löngum tíma. það er líka bara lógískt. þá fer hann að ganga lengra í einhverjum mæli. Sennilega skemma skilyrði í hafinu ekki fyrir. En meginkjarni ástæðunnar er vel uppbyggður og smiðaður stofn hjá nefndum þjóðum - og það er ekki síst sameiginlegri dfiskveiðistefnu EU að þakka (CFP) eftir að þeir írar og skotar urðu aðilar þar að.

Ok. Hvað vitum við? Jú, makríll fór að ganga hérna inn fyrir 2-4 árum í umtalsverðum mæli. LÍÚ byrjar þá rányrkjuveiðar með alóábyrgum hætti. Alóábyrgum. Fræðingar telja að með sama áframhaldi taki um 2 ár í viðbót fyrir LÍÚ að skaða stofninn verulega og til lengri tíma.

Spurningin er kannski núna: Er LÍÚ þegar búið að valda stórskaða á stofninum? það er ýmislegt sem bendir til þess. það sem af er árinu hefur verið mun minni makríll í íslenskum sjó en 2-3 ár á undan. Jú jú, það hefur verið einhver feluleikur í gangi - en eg hef flett ofan af því og nú keppist LÍÚ við koma með einhverjar kjánasögur um makríl hingað og þangað. ,,Makríll fyrir norðann" o.s.frv. - það voru einhverji 3 makrílar í höfninni á Hólmavík! Haha. 3 makrílar. þetta er barasta alveg irrelevant. málið er að hingað til hefur ekkert verið að veiðast eins mikið. Halló. Helmingi minni veiði í júní en í fyrra. þetta er statístík. Hard data. Helmingi minni veiði í júní. Ergo: Makríllinn hegðar sér öðruísi eða göngur hans eru ekkert eins og árin á undan. LÍÚ þegar búið að rústa?

Miklu betra að fylgjast með fréttum í færeyjum af þessu. þar er ekki LÍÚ með tangarhald á fjölmiðlum eins og hér. þar er þegar búið að gefa út kort af makrílrannssókn núna á dögunum. Sést alveg að miklu mun minni makríll og nánast enginn er fyrir vestan færeyjar - og á þá að vera makríll hér?? Auðvitað ekki! Fólk á ekki að láta LÍÚ spila svona með sig.

http://www.hav.fo/PDF/VIKA_30_FRAG_CIG.pdf

Hvað gerir svo Hafró greyið? þeir auglýsa eftir makrílnum! þeir urðu nú að athlægi á dögunum þegar þeir settu auglýsingu í öll blöð þar sem almenningur var meðinn um að láta vita ef hann sæi makrílinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.7.2012 kl. 20:33

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. Furthermore er ekkert til sem heitir ,,norsk-íslenski síldarstofninn". það er bara til Norski vorgotssildarstofninn. Og Ísland rústaði honum sem frægt varð að endemum. Og enn í dag hefur sá stofn ekki borið sitt barr. Íslendingar rústuðu Norsku vorgotssíldinni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.7.2012 kl. 20:37

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér eru brot úr frétt sem ég skrifaði í Morgunblaðið 4. júlí 1990:

"Norsk-íslenska síldin hrygnir við Noreg í febrúar til apríl. Síldin hefur leitað út á hafið milli Noregs og Íslands í fæðuleit og til Íslands var hún oftast komin í júní eða byrjun júlí."

"Á sjöunda áratugnum voru veidd allt að 650 þúsund tonn af síld hér við land á ári.

Árið 1972 voru hinsvegar einungis veidd 300 tonn af síld á Íslandsmiðum en tvö síðastliðin ár hafa verið veidd hér 90-100 þúsund tonn úr íslenska sumargotsstofninum á ári."

Norsk-íslenski síldarstofninn: Síld komin vestar en gerst hefur frá hruni

Þorsteinn Briem, 19.7.2012 kl. 23:36

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þakka fyrir áhugaverðar athugasemdir hér að ofan. Það var kannski með ráðum gert hjá mér að setja spurningarmerki við það sem ég varpaði upp, svo sem kenningar um tengsl hita sjávar og lofthita, en vitað er að hiti sjávar hefur meiri áhrif á lofthitann heldur en lofthitinn á hita sjávar.

Þá má benda á kenninguna um hættuna á því að of ört flæði saltlauss bræðsluvatns bráðnandi jökla muni trufla hringekju sjávarstrauma um úthöfin og hugsanlega valda því að Golfstraumurinn veiklist svo mikið að kuldaskeið skelli á við Norður-Atlantshaf.

Ómar Ragnarsson, 20.7.2012 kl. 03:23

14 identicon

Svo að maður byrji á makrílnum, þá er það bara svo, að hann er hér við strendur, á beit.

Þó að hann sé svifæta, þá er hann ljómandi snöggur ránfiskur, og sundmagalaus er hann pjakkurinn, þannig að hann þarf að djöflast áfram eins og hákarl, - annars sekkur hann. Sem sagt, mjög orkufrekur.

Það þýðir víst lítið að segja honum að fara aftur heim til McNorthsea þannig að eina vitið í stöðunni er að veiða hann hér við strendur og mögulega bjarga lundastofninum í leiðinni, því að makríll ku éta sandsíli.

Svo að loftslagsbreytingum.

Það eru kannski 25-30 ár síðan að Páll Bergþórsson benti á það, að hlýnun í lofthjúpnum gæti breytt venjulegum vindstefnum. Niðurstaða hér væri t.a.m. mun meiri vestanstæðari, og þá möguleg hreyfing á rekís hingað, - lesist sem kólnun.

Svo varðandi lofthjúp og hans orku vs. hafshita, - þá er það svo, að massi lofthjúpsins er bara upp á nokkra metra af vatni. ca 10 ef mér reiknast rétt.  Þetta er massi lofthjúpsins alla leið uppeftir, þannig að það fer ekki milli mála hvar varmaorkan er í raun geynd.

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 06:47

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensk fiskiskip veiða einnig úr flökkustofnum í erlendri lögsögu, samkvæmt samningum við önnur ríki, og við Íslendingar munum að sjálfsögðu semja við önnur ríki um veiðar úr makrílstofninum, enda ber okkur skylda til þess samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna - United Nations Convention on the Law of the Sea

Þorsteinn Briem, 20.7.2012 kl. 11:27

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Veiðar íslenskra skipa á norsk-íslensku síldinni námu 160.000 tonnum árið 2006. Aflamarkið fyrir 2007 er nálægt 186.000 tonnum.

Margar þjóðir veiða úr stofninum í samræmi við samning milli Noregs, Rússlands, Færeyja, Evrópusambandsins og Íslands.


Mest er veitt á alþjóðlegu hafsvæði en einnig innan færeysku lögsögunnar og í efnahagslögsögunni umhverfis Jan Mayen."

"Lexía fyrir framtíðina.

Hrun síldarstofnanna upp úr miðjum 7. áratugnum hafði mjög slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf en skýr merki ofveiði og óhagstæð umhverfisskilyrði réðu mestu um að svo fór sem fór.

Á hinn bóginn hafa markvissar aðgerðir við uppbyggingu stofnsins orðið að fyrirmynd fiskveiðistjórnar í seinni tíð."

Ábyrgð í málefnum sjávarútvegs - Sjávarútvegsráðuneytið

Þorsteinn Briem, 20.7.2012 kl. 12:08

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Uppfært í júlí 2007, þegar Einar K. Guðfinnsson var sjávarútvegsráðherra:

Ábyrgð í málefnum sjávarútvegs - Sjávarútvegsráðuneytið

Þorsteinn Briem, 20.7.2012 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband