Það hlaut að vera eitthvað...

Dómar flestra um það ráðslag Karls Bretaprins að sækjast eftir samneyti við Camillu þegar það komst í hámæli, voru yfirleitt eins yfirborðskenndir og yfirleitt er þegar fólk fellir dóma um sambönd og einkalíf einstaklinga.

Diana var glæsileg og féll vel við hugmyndir fólks um hina íðilfögru prinsessu og síðar drottningu.

Karl var því dæmdur hart fyrir það smekkleysi og durtshátt sem hann var talinn sýna með því að bindast böndum við Camillu, sem þótti hallærislega ófríð og leiðinleg í samanburði við "prinsessu fólksins".

Nú, seint og um síðir, virðist vera koma í ljós að það hlaut að vera eitthvað sem Karl fann í fari og persónu Camillu sem var heilsteypt og gott.

Sagan af Karli og Díönu og svipaðar aðstæður hjá fjölda fólks, sem ekki hefur getað búið saman til langframa, heldur orðið að skilja, minnir mig á orð föður míns heitins, þegar honum blöskraði oft tilætlunarsemi i garð para sem ætlast var til að héldu saman.

Hann sagði, réttilega: "Það er ekki hægt að berja fólk til ásta."  


mbl.is Camilla nær nýjum hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband