22.7.2012 | 10:12
Útihátíðir á Íslandi eru tvísýnt og hæpið fjárhættuspil.
Ég hef áður vitnað í þau spekiorð Jónasar heitins stýrimanns að það sé mögnuð bjartsýni sem Íslendingar sýni með því að halda útihátíðir. Þeir haldi greinilega að það rigni aldrei nema á 17. júní.
Líkindatölurnar eru skýrar fyrir Suðurland. Þar eru líkurnar 65 á móti 35 að það rigni, - aðeins 35% líkur á því að það verði þurrt.
Góða veðrið, sem hefur verið nær hverja helgi í sumar, var of gott til þess að það gæti haldið þannig áfram hverja helgina á fætur annarri.
Þeir sem héldu útisamkomur eða hátíðir þessarar helgar töpuðu því í þessu spili í þetta sinn, hvað sem verður næstu sumur.
Líkurnar á því að það verði þurrt eru hærri Norðanlands, en þar sýnir reynslan á síðustu öld, að ef áhættuspilið tapast, getur veðrið orðið miklu kaldara en sunnan fjalla.
Síðustu sumur hafa slík kuldaköst hins vegar orðið mun færri en áður var.
Hátíðahaldarar á sunnanverðu landinu stunda afar tvísynt fjárhættuspil ef þeir taka ekki töluna 35 á móti 65 með í reikninginn þegar þeir veðja á það verði þurrt.
Hvasst á Bryggjuhátíð og fámenni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Geta Íslendingar almennt ekki skemmt sér í rigningu?!
Una allra þjóða kvikindi sér ekki á Hróarskelduhátíðinni við fagran söng og hljóðfæraslátt í mígandi rigningu ár eftir ár?
Meira að segja Mörlandinn með sprellann beinstífan út í loftið eins og litla danska fánastöng.
Kemur ekki Breiðholtsskríllinn einu sinni á ári í miðbæ Reykjavíkur til að skemmta sér í mígandi rigningu?
Á 17. júní til að míga utan í Jón Sigurðsson á Austurvelli.
En sumir Sunnlendingar geta ekki skemmt sér í rigningu, enda þótt þeir reki tunguna ofan í kok á kúm í kossaflensi.
Þorsteinn Briem, 22.7.2012 kl. 11:22
Þetta hlutfall stemmir ekki í dag, þetta sumar er búið að vera með eindæmum þurrt, eða er það ekki?
Það er aldrei bara rigning hérna Steini, það fylgir alltaf vindur/rok sem er ekki hægt að skemmta sér í.
Teitur Haraldsson, 22.7.2012 kl. 12:50
Aldrei rok og rigning á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Þorsteinn Briem, 22.7.2012 kl. 13:10
"Stórhöfði er syðsti punktur Heimaeyjar, sem er stærsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum.
Á Stórhöfða hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1921, sem er fræg fyrir að hafa mælt einn mesta vindhraða sem mælst hefur á norðurhveli jarðar."
Þorsteinn Briem, 22.7.2012 kl. 13:16
"Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er útihátíð sem haldin er árlega í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum um Verslunarmannahelgina.
Hátíðin heitir eftir þjóðhátíðinni á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar 2. ágúst 1874 þegar slíkar þjóðhátíðir voru haldnar víða um land.
Frá 1901 hefur hátíðin verið haldin árlega í ágústmánuði."
Þorsteinn Briem, 22.7.2012 kl. 13:24
Ekki átta ég mig á þessum kýrlegu tilvitnunum hans Steina, ég held svei mér þá að einhvern tíma hafi klaufir troðin honum um tær, - nú eða kýrtunga hafi raspað þunna húð.
En hvað um það, best að setja veðurminnið í gír.
1955 var eitthvað mesta rigningarsumarið hér sunnan, og fer um margann eldri bóndan hrollur er á það er minnst, enda voru þá heyskaparaðferðir tiltölulega frumstæðar.
Það pusaði reyndar aðeins á kýrnar í morgun, og litlu mátti muna að þær træðu tungunni á óþægilega staði af einskærri gleði yfir því að fá að þorna inni á bás. - en þær hafa tæplega vaskast síðustu mánuði, svo mikill hefur þurrkurinn verið.
1983 og 1984 voru þó verri sumur, - á 92 sumardögum voru 75 með úrkomu. Í báðum tilfellum.
1985 voru svo þurrkar með endemum, og það hefur verið viðloðandi síðan. Síðasta alvöru rigningarsumarið hvar ég bý myndi hafa verið 1994.
Lengstu þurrkaskeið sem ég hef upplifað eru 6 vikur um það bil, það fyrsta sem ég mældi var 1995.
Ég myndi ganga svo langt að segja að líkindatölur Ómars séu ekki réttar, í dag líklega á hvolfi ef eitthvað er.
Jón Logi (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 13:38
"Nokkrum sinnum hefur það komið fyrir að miklir vindar hafa gert nokkurn usla á tjöldum [á þjóðhátíð í Eyjum] og rigningar kælt og bleytt margar þúsundir manna, sem láta það þó yfirleitt lítið á sig fá."
"Meðalhiti á Stórhöfða yfir daga þjóðhátíðar á árunum 1974 til 1991 var 9.9°C"
"Meðalhiti í Herjólfsdal getur hæglega verið 3°C hærri en á Stórhöfða.
"Meðalvindur var mestur árið 1976, um 25,4 hnútar (um 13 m/s) - þá var Þjóðhátíð haldin á Breiðabakka."
Þorsteinn Briem, 22.7.2012 kl. 13:44
Í huga Loga hrærigrautur,
heimskur er og æði blautur,
í rassi hans er stífur stautur,
stóð á önd sem Pétur Gautur.
Þorsteinn Briem, 22.7.2012 kl. 13:54
Meðalhiti á Íslandi eftir mánuðum 1961-1990 - Kort
Meðalúrkoma á Íslandi eftir mánuðum 1971-2000 - Kort
Þorsteinn Briem, 22.7.2012 kl. 16:13
22.7.2012 (í dag):
"Óskað var eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag.
Sækja þurfti tólf ára gamlan dreng til Vestmannaeyja en hann þurfti að komast á sjúkrahús í Reykjavík.
Ófært var fyrir sjúkraflug til Vestmannaeyja vegna veðurs og slæms skyggnis."
Þyrla sótti 12 ára dreng til Vestmannaeyja
Þorsteinn Briem, 22.7.2012 kl. 19:03
Ég get svo svarið það Steini, þú settir Wiki link á ágústmánuð
Takk fyrir fróðlegan texta báðir tveir :)
Teitur Haraldsson, 22.7.2012 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.