23.7.2012 | 19:43
Bara byrjunin.
Alla tíð hefur skort sárlega á þekkingu okkar Íslendinga sem og annarra þjóða á náttúru Íslands. Nú virðist ætla að rofa til í þessu efni þótt gríðarlega mikið sé óunnið.
Gestagatan við Laka, Þríhnúkagígur og fleiri staðir, sem nú verður boðið upp á að kynnast og skoða á skaplegan hátt eru löngu tímabærar aðgerðir og aðeins dropi í hafið varðandi það að upplýsa um mestu verðmætin, sem Ísland býr yfir.
Þörf er á miklu meira af þessu, því að nauðsynlegt er að koma í veg fyrir að allir hrúgist á sömu staðina og valdi spjöllum. Reynslan í erlendum þjóðgörðum sýnir að það er vel hægt að koma í veg fyrir spjöll ef unnið er ötullega að þvi að koma á þjónustu, eftirliti og upplýsingum sem haldi í við fjölgun ferðamannanna.
Sem dæmi um vanmat okkar á þessum verðmætum og möguleikunum, sem þau skapa, má nefna að ferðaþjónustan fær aðeins 0,5% úr þeim sjóði sem ætlaður er til þróunar og rannsókna fyrir atvinnuegina.
Gestagata lögð við Laka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég var einmitt að hugsa þetta sama þegar ég var í þjórsárdalunum í dag. fór að gjánni og að háafossi sem eru frábærir staðir en aðgengið er ekki beinlínis til fyrirmyndar.
Valþór (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.