Einn af mörgum stöðum.

Fyrir fimmtán árum var Þríhnúkagígur nokkurn veginn óþekktur. Nú kominn í 13. sæti á virtum erlendu lista.

Margir afar sérstæðir staðir á Íslandi eru óþekktir að mestu og nánast engir koma þangað. Nokkur nöfn: Gjástykki, - Hveragil í Kverkfjöllum ,- Sönghofsdalur, - fossarnir Dynkur, Gljúfurleitafoss og Hvanngiljafoss í Þjórsá,  - Grímsvötn, - Norðurgil við Mýrdalsjökul, - Jökulgil við Torfajökul, - strandarhellarnir vestan við Þorlákshöfn, - Hraukarnir í Kringilsárrana, - Sauðárhraukar við Sauðárflugvöll, - Grágæsadalur, - Eldvörp, ... o. s. frv. o. s. frv...

Öllum er beint á "Gullna hringinn" og það í svo miklum mæli, að halda mætti að ekkert annað markvert sé að sjá á Íslandi. En því fer víðs fjarri. Undur náttúru Íslands eru enn að mestu óþekkt og þar af leiðandi hvergi nærri metin að verðleikum.


mbl.is Skylda að heimsækja Þríhnúkagíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Þegar maður gúgglar Þríhnúkagígur þá fær maður ekkert um ferðir þangað og maður hefur ekki séð auglýst neinar ferðir. Hvernig er hægt að heimsækja þetta eins og CNN leggur til ef menn eru handvaldir sérstaklega, í raun bara erlendir fréttamenn. Þetta virðist vera ekslúsív fyrir útvaldar elítur ekki íslenskan almenning.

Ari (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 20:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tillaga um aðgang að hinum gríðarstóra Þríhnúkagíg, sem er í Reykjanesfólkvangi í lögsögu Kópavogs, birtist í grein í Morgunblaðinu 4. janúar 2004. Þar er lagt til að aðgengi að gígnum verði um 200 metra löng göng inn á svalir í gígnum.

Svalirnar stæðu út í rýmið í miðjum gígnum á 64 metra dýpi og í 56 metra hæð frá gígbotninum. Útsýni niður í gígpottinn yrði æði mikilfenglegt og tvö 20 hæða hús myndu komast fyrir neðan svalanna.

Ef Þríhnúkagígur fengi sömu aðsókn og Bláa lónið, um hálfa milljón gesta á ári, en aðgangseyrir að gígnum yrði tvisvar sinnum lægri, tvö þúsund krónur, yrðu tekjur þar af aðgangseyri um einn milljarður króna á ári og kostnaðurinn við framkvæmdirnar greiddur upp á einu ári en hann er um 900 milljónir króna.

Aðgengi Þríhnúkagígs - Nóvember 2009, sjá bls. 48

Steini Briem, 21.5.2010 kl. 03:35

Þorsteinn Briem, 23.7.2012 kl. 20:35

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Turn Holmenkollen-skíðastökkpallsins, sem er 60 metra hár, kæmist tvisvar sinnum fyrir inni í Þríhnúkagíg, þar sem gíghvelfingin er 120 metrar á hæð og þvermálið á botninum er 50 metrar, sem er mesta breidd Hallgrímskirkju.

Turn Hallgrímskirkju, sem er í 101 Reykjavík, er um 75 metra hár og hún er fjölsóttasti ferðamannastaðurinn í Reykjavík.

Aðgengi Þríhnúkagígs - Nóvember 2009, sjá teikningu á bls. 10


Holmenkollen ski jump
"Today's tower extends 60 meters above ground, and 417 metres above sea level. The current record of 139.5 meters was achieved by Andreas Kofler of Austria on 14 March 2010."

Steini Briem, 21.5.2010 kl. 06:32

Þorsteinn Briem, 23.7.2012 kl. 20:39

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Er ekki hægt að virkja helvítið?

Villi Asgeirsson, 23.7.2012 kl. 20:41

5 identicon

Það er tvíbent sverð að koma upp túristagildru í Þríhnúkagíg. Gígurinn er á vatnsverndarsvæði Höfuðborgarbúa og groddalegustu hugmyndirnar um vegalagningu og umfangsmikil bílastæði í óspjölluðu hrauni eru klár andstaða við allt sem kalla má náttúruvernd og sjálfbæra ferðamennsku.

Jarðgöng og stálþilför fyrir milljarð ínní þessa nátúrusmíð er sjálfsægt vænlegt fyrir massatúrisma en er aðför að náttúru og upplifun þeirra sem vilja upplifa æfintýrið til fulls.

Einkahlutafélagið Þríhnúkar hefur fengið mikið fé frá opinberum aðilum í þetta brölt, án þess að opinber stefnumótun liggi að baki og verkefnið er skýrt dæmi um óheppilega samsuðu einkaaðila, pólitíkusa og bankstera úr hruninu.

Hvet menn til að hafa varann á sér gagnvart þessu brölti.

Hef það á tilfinningunni að þeir sem ætla að uppskera þarna, vilji ekki hætta miklu eigin fé í bröltið.

Það eru mörg brýnni og ódýrari verkefni á ferðamannastöðum sem bíða úrlausnar.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 21:26

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður Sunnanvindur,

Hvernig væri nú að þú skrifaðir undir þínu nafni hér?!

Þú ert með alls kyns fullyrðingar og ásakanir hér en ert sá aumingi og ræfill að þú getur ekki skrifað undir það með þínu eigin nafni!

Þorsteinn Briem, 23.7.2012 kl. 21:54

7 identicon

Æi Steini, er ekki óþarfi að vera svona grimmur?

Þú leggur nú oft svo gott til málanna hér á síðu Ómars að mér finnst þú, því miður, setja dálítið niður við svona orðbragð.

Fæ ekki betur séð en að innlegg Sigurðar eigi fullan rétt á sér, og full ástæða til að setja fram þær spurningar sem hann gerir.

Hvort ég er honum sammála, er svo annað mál.

Góðar stundir.

einsi (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 22:09

8 identicon

Það er náttúrulega bara þannig að gígurinn er ónýtur ef borað verður inn í hann. Þá má allt eins fylla hann af rusli.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 22:33

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurði Sunnanvindi finnst allt í lagi að vera með flugvöll í Vatnsmýrinni.

Ný bensínstöð ESSO við Hringbraut, skammt frá Tjörninni, var opnuð í ársbyrjun 2007 og þá kom fram að "vegna nálægðar við viðkvæm svæði lúti frágangur stöðvarinnar ströngustu umhverfisskilyrðum sem gerð hafi verið um slíkan rekstur á landinu til þessa."

Í Vatnsmýrinni er flugvöllur, þar sem flugvélaeldsneyti er geymt í tönkum og fjöldinn allur af flugvélum tekur eldsneyti. Og væntanlega er meiri mengunarhætta af flugvallarstarfsemi en íbúðabyggð.

Staðsetning eldsneytistanka á Reykjavíkurflugvelli, sjá bls. 91

Þorsteinn Briem, 23.7.2012 kl. 22:41

10 identicon

"Steini Briem" -er það nafn! :)

Ekki vera svon hvumpinn félagi, -ég vel nafnleysið þar sem ég vil að athyglin beinist að innihaldinu en ekki manninum.

Ég tel að allir þeir punktar sem ég setti fram þurfi að heyrast og ræðast og þú ættir frekar að fara í boltann en berjast við Sunnanvindinn.

Góðar stundir

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 00:12

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Um hraukana í Kringilsárrana sagði Hjörleifur Guttormsson eitthvað á þá leið að ekki væri mikið í þá að sækja. Afar illfært væri að þeim og samskonar upplifun mætti fá við Eyjabakkajökul. Þangað er reyndar illfært líka, en þó skárra en í Kringilsárrana.

Þessa skoðun hafði hann á 9. áratug síðustu aldar. Seinna snerist Hjörleifur í 180 gráður í málinu þegar það hentaði honum að vera á móti virkjunaframkvæmdum við Kárahnjúka. Þá urðu Kringilsárhraukarnir skyndilega einstæðir og ómetanlegir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.7.2012 kl. 01:03

12 identicon

Vissulega leiðir tækifærismennska suma stundum að vafasömum niðurstöðum en almennt skerpir hugsun bæði sjón og heyrn. Því gerist það að fólk sem hugsar skiptir stundum um skoðanir af eðlilegum ástæðum.

Hulda (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 09:12

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður Sunnanvindur,

Skoðanir eru ekki staðreyndir. Skoðanir eiga hins vegar að vera byggðar á staðreyndum.

Í opinberri umræðu eru skoðanir sem ekki byggjast á staðreyndum einskis virði.


Ómar Ragnarsson er hér ábyrgur fyrir skrifum manna sem ekki skrifa undir nafni.

Menn eiga hins vegar sjálfir að vera ábyrgir fyrir ásökunum, hvað þá ólöglegum svívirðingum í garð annarra manna, hvort sem það er hér á þessu bloggi eða annars staðar.

Ég þarf hér ekki að berjast við sunnanvindinn, enda er dulnefni þitt ekki sunnanvindurinn.

Allir Íslendingar með meðalgreind vita hver ég er, hafi þeir á annað borð áhuga á að vita það.

Steini Briem er að sjálfsögðu ekki dulnefni, þar sem ég var skírður Þorsteinn Briem í höfuðið á afabróður mínum, ráðherra og formanni Framsóknarflokksins. Og ég skammast mín að sjálfsögðu ekki fyrir það.

Faðir hans, langafi minn, var fyrsti formaður  Framsóknarflokksins.

Ég er með eina bloggsíðu undir nafninu Steini Briem, með mynd af mér, tekinni árið 2005, en engum færslum síðastliðin ár.

Svo og eina síðu á Facebook, þar sem birt er sama mynd og símanúmer mitt, sem er í símaskránni undir mínu nafni og heimilisfangi.

Og nafn mitt, kennitala og heimilisfang er í íslensku þjóðskránni.

Morgunblaðsmenn vita að sjálfsögðu hver ég er, enda var ég blaðamaður á Morgunblaðinu, eins og hér hefur komið fram, nokkrum sinnum.

Á Facebook, þar sem ég á fimm þúsund vini í öllum íslenskum stjórnmálaflokkum og nær öllum löndum heimsins, birti ég flestar færslur Ómars Ragnarssonar á þessu bloggi, þar á meðal þessa.

Þorsteinn Briem, 24.7.2012 kl. 10:21

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Formanni Bændaflokksins og ráðherra í ríkisstjórn Ásgeirs Ásgeirssonar, átti þetta nú að vera.

Faðir minn ólst upp hjá séra Þorsteini á Akranesi og þess vegna heiti ég í höfuðið á honum.

Séra Þorsteinn var ráðherra í Konungsríkinu Íslandi, en ekki danska ríkinu, enda varð Ísland fullvalda og sjálfstætt ríki 1. desember 1918.

Þorsteinn Briem, 24.7.2012 kl. 10:59

15 identicon

Ekki óraði mig fyrir því að þetta innslag yrði til að kalla fram umræðu um nafngiftir, framsóknarforfeður eða Reykjavíkurlugvöll.

Í raun skiptir nákvæmlega engu hvort ég sé "aumingi og ræfill" eða hvort sá er lét þau ummæli falla sé með framsóknarblóð í æðum.

Aðalatriði málsins er að fram fari opin og gagngrýnin umræða um framtíð Þríhnúkagígs.

Þar þurfa fleiri sjónarmið að koma fram en haldið er á lofti af Þríhnúkum ehf.

Ég veit ekki betur en Hellarannsóknarfélagið og náttúruverndarsamtök hafi sett stóran fyrirvara við þessi áform.

Steini, -þú lætur eins og ég hafi stigið á skottið á þér! -Hvað er það sem svíður?

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 12:00

16 identicon

Mér finnst nú skoðanir Sunnanvinds eiga sama rétt á að heyrast einsog neðanvindurinn frá Briem.

Þetta Þríhjúkagígsdæmi er eiginlega rannsóknarefni. Þarna virðist einkahlutafélagi hafa verið leift að kasta eign sinni á náttúruvætti í eigu almennings í Kópavogi. Þeir nota búnað sem var komið fyrir á kostnað National Geography við þáttagerð og þeir selja svo aðgang að náttúruvættinu á 35.000 kall og alveg ljóst að slík verðlagning er langt fyrir utan færi venjulegrar íslenskrar fjölskyldu í dagsferð um Reykjanesið. Áformin eru svo ennþá stórkallalegri...vegagerð, þjónustuhús, bílastæði, gangnagerð, pallasmíð og ég veit ekki hvað. Þetta heitir víst að vernda í þágu ferðamanna og þykir bara gott...allavega heyrist ekki múkk frá sjálfskipuðum talsmönnum náttúru Íslands.

Annað...ég sá að orðið "Sauðárflugvöllur" kom fyrir í textanum frá honum Ómari. Ég hélt að hann væri ekki til og googlaði aðeins a.l.a. Steini Briem.

Kemur í ljós að þessi skelfilegi utanvegaakstur á hálendi Íslands, þar sem búið er að eyðileggja alveg einstakan og stórmerkilegan eyðimel, hefur verið viðurkenndur sem flugvöllur af Isavia og fengið merkingu sem slíkur.

Vel gert Ómar...

Mynd má sjá hér: http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/image/1002431

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 12:53

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Allt frá árinu 2004 hefur félagið Þríhnúkar ehf., sem þeir Árni Stefánsson, Björn Ólafsson og Einar K. Stefánsson stofnuðu, unnið að því að gera Þríhnúkagíg aðgengilegan almenningi."

Þríhnúkagígur - Mat á umhverfisáhrifum


Frumathugun á aðgengi Þríhnúkagígs

Þorsteinn Briem, 24.7.2012 kl. 14:24

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Tillaga að matsáætlun var til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun og var leitað umsagna Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Orkuveitu Reykjavíkur, Fornleifaverndar ríkisins, Vegagerðarinnar, Ferðamálastofu, Kópavogsbæjar og Forsætisráðuneytisins.

Skipulagsstofnun féllst á tillögu að matsáætlun með athugasemdum en
sjá má ákvörðun Skipulagsstofnunar á vef hennar."

Þorsteinn Briem, 24.7.2012 kl. 14:34

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sunnan kom nú sauðavindur,
sarð þar Magnús tíu kindur,
haltur annar, hinn er blindur,
heimskan saman báða bindur.

Þorsteinn Briem, 24.7.2012 kl. 14:59

20 identicon

Hr.Briem!

Afhverju ert þú bara að agnúast í komment no;5 Það gera það margir fleiri sem skrifa fornafn á bloggi Ómars.

Er málið þér eitthvað skylt?

Bað Ómar Ragnarsson þig sérstaklega að vera einhver varðhundur eða siðapostuli fyrir sig? Þegar þú talar um dulnefni, hvað nákvæmlega ert þú þá að meina.(skilgreiningu sem allir skilja) Briem? Hvað er það?

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 15:10

21 identicon

Ég gleymdi að geta þess að ung var ég að árum þegar mér var kennt að ættardramb er mikill ljóður í fari fólks. Það jaðrar við ættardramb í þinni upptalningu. Hver vill endilega vita að afi þinn hafi stofnað Framsóknarflokkinn/Bændaflokkinn Séra Þorsteinn á Akranesi skírði mig líka. Ekki verð ég stærri persóna fyrir það.

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 15:23

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

24 þúsund kílómetrar af vegaslóðum liggja um hálendi Íslands en rúmlega 10 kílómetrar af flugbrautum eða 2400 sinnum minna.

Ég hef áður sýnt myndir af muninum á lendingarbrautum á hálendinu og vegarslóðum.

Best sést þetta við flugvöllinn í Veiðivötnum. Þar hefur vegarslóðinn sem liggur meðfram brautinni, étið sig hátt í hálfan metra ofan í jörðina eins og flestir vegarslóðar á því svæði, en eina leiðin til að sjá hvar flugbrautin er eru merkingarhattar og það að brautin er völtuð einu sinni á ári.

Ef afmá ætti ummerki um bílaumferðina annars vegar og flugumferðina hins vegar þyrfti stórfelldar jarðýtuframkvæmdir um allt Veiðivatna svæðið til þess að jafna landinu út. þar sem vegirnir liggja og viðkvæmur hálendisgróðurinn, sem slóðarnir hafa étið í sundur, myndu varla jafna sig á minna en heilli öld.  

Flugvöllurinn er hins vegar á gróðurlausum mel og það eina sem þyrfti að gera þar væri að kippa burt flugbrautarhöttunum og hætta að valta brautina , -  og sumarið eftir myndi enginn sjá hvar brautin var.

Sauðárflugvöllur, Herðubreiðarlindavöllur og aðrir örfáir vellir á hálendinu eru sama eðlis og Veiðivatnaflugvöllur.

Af hverju er hinn "einstaki og stórmerkilegi eyðimelur" merkilegur?

Allt fram til ársins 1938 bar hann ekkert nafn.

En hann er merkilegastur vegna þess að hann er fyrsti staðurinn á Íslandi sem fékk örnefnið "Flugvöllur".

Því nafni nefndi fólk á Efri-Jökuldal í framhaldi af því að Agnar Koefoed Hansen lenti þar flugvél í fyrstu flugferðum sem farnar voru hér á landi 1938 til þess sérstaklega að finna stæði fyrir landflugvelli.

Hann ritaði landeigandanum, Halldóri á Brú, bréf til fá samþykki hans til að gera þetta að lendingarstað.

"Utanvegaakstur" um þennan stað hafði raunar byrjað áður, því að um þennan eyðimel lá hin gamla Brúardalaleið og liggur enn. Eftir 1938 var talað um það, þegar greint var frá því hvar leiðin lægi yfir Sauðá, að hún "lægi um Flugvöll."

Vitna í fyrri bloggpistla mína um þennan stað.

Ómar Ragnarsson, 24.7.2012 kl. 15:35

23 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rannsóknir síðustu áranna fyrir Kárahnjúkavirkjun sýndu, að Hraukarnir í Kringilsárrana eru merkilegastir þeirra þriggja Hrauka sem eru við norðausturhorn Vatnajökuls.

Þeir eru langlengsta og fjölbreyttasta hólaröðin og við það taka þversnið af þeim kom í ljós að að innanverðu eru þeir eins og rúlluterta með hringlaga lögum, þar sem skiptust á gróðurlög og öskulög úr hinum ýmsu öskugosum sem segja mikla sögu.

Hjörleifur Guttormsson komst aldrei í það að rannsaka þessa einstæðu jarðmyndun á þennan hátt og sannreyna, að hún á sér engan líka í heiminum, ekki heldur á Svalbarða eins og haldið var fram lengi vel.

Ástæðan er sú að Brúarjökull er einstæður meðal skriðjökla heimsins að því leyti að enginn jökull hleypur eins hratt fram og fer eins hratt til baka og hann hefur gert með nokkurra áratuga millibili.

Enginn annar skriðjökull hefur því með hraða sínum mokað upp jarðvegi og ýtt á undan sér svona hratt og skilið hann eftir eins og margra kílómetra langa rúllutertu.

En að dómi Gunnars Th. Gunnarssonar skal að engu hafa nýjustu rannsóknir á Hraukunum og niðurstöður þeirra sem ekki lágu fyrir áður, heldur á að halda sig við hina gömlu þekkingu, líkt og gert væri ef menn héldu því fram að jörðin væri flöt, vegna þess að bestu vísindamenn fyrri alda töldu það.

Sauðárhraukarnir eru miklu styttri og ekki hefur verið tekið svona þversnið í þeim. en þeir eru afar líkir Hraukunum í Kringilsárrana í útliti og miklu líkari þeim en Hraukarnir við Eyjabakka.

Ég nefni hins vegar þá og Sauðárflugvöll vegna þess að auðveld 3ja kílómetra gönguleið er frá flugvellinum að þeim og um eins kílómetra ganga frá vegarslóðanum inn að Brúarjökli og þeir því afar aðgengilegir.

Ómar Ragnarsson, 24.7.2012 kl. 15:47

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jóhanna,

Steini Briem er mitt gælunafn en ekki dulnefni og enginn vandi fyrir hvern sem er að komast að því að ég heiti Þorsteinn Briem, eins og sjá má hér að ofan.

Þú ættir nú eins og allir aðrir að byrja á því að lesa það sem hér hefur verið skrifað áður en þú skrifar athugasemdir við það.

Mér kemur að sjálfsögðu við þegar á mig er ráðist hér persónulega eða þær staðreyndir sem ég hef sett hér fram.

Ómar Ragnarsson er fullkomlega fær um að verja sig sjálfur og ég get að sjálfsögðu varið hann hér, ef mér sýnist svo.

Briemsættin er ekki merkilegri en aðrar ættir og sama er mér þó þú værir heiðin.

Ég get skrifað hvað sem er um þig, því þú ert bara einhver Jóhanna. Þess vegna að þú sért morðingi.

Og það sama gildir að sjálfsögðu um aðra nafnleysingja og aumingja eins og þig, sem þora ekki að skrifa undir nafni.

Síðastliðinn sunnudag skrifaði ég eftirfarandi á þessu bloggi:

"Hvaða fólk er "merkisfólk"?

Ræstingafólk, smiðir og vörubílstjórar?

Fjöldamorðingjar eða fólk sem vann á planinu hjá síldarspekúlöntum?"

Þorsteinn Briem, 24.7.2012 kl. 16:19

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Á að selja inn í "rúllutertuna" við Kringilsárrana? ... eða hvernig á upplifun ferðamannsins að vera? Er e.t.v. bara nóg að segja honum að þessir hraukar séu merkilegir, ... að innan?

Er þetta merkileg upplifun að skoða fyrir hinn almenna ferðamann, eða er þetta sniðið að þörfum og smekk örfárra aðila, sem með frekju og yfirgangi vilja segja öðrum hvað beri að vernda og hvað ekki?

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.7.2012 kl. 16:34

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í ljósi ofangreindra aðstæðna og útreikninga virðist mengunarhætta af umsvifum við Þríhnúka afar lítil.

Frá yfirborði og niður að grunnvatnsborði eru 250-300 m.

Síðan eru 7 km að brunnsvæðunum í Vatnsendakrikum.

Síunarvegalengdir eru miklar, ferðatími grunnvatnsins skiptir árum (eða áratugum) og þynning er mikil í öflugum grunnvatnsstraumi.
"

Vatnafar við Þríhnúkagíg - Skýrsla Árna Hjartarsonar jarðfræðings, bls. 12

Þorsteinn Briem, 25.7.2012 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband