24.7.2012 | 14:26
Grátleg hugmynd.
Fyrir næstum tveimur áratugum var gróðurfari svo komið í Þórsmörk að risastór og vaxandi moldarflög þöktu heilu hlíðarnar þar.
Þegar fé var hleypt þarna inn snemmsumars hópaðist það í þessi flög fyrstu dagana til þess að gæða sér á mesta konfekti, sem sauðfé býðst, en það er nýgræðingur sem er að reyna að teygja sig upp úr moldinni. Með þessu var kyrfilega komið í veg fyrir að flögin græddust upp og í staðinn aukið á gróðureyðinguna.
Þá töldu þeir, sem beittu þetta svæði, að féð væri til "prýði og snyrtingar" eins og bloggari einn orðar það nú, sem telur vaxandi skóg ógna þessu svæði.
"Birkið ilmaði, allt var hljótt..." orti Sigurður Þórarinsson, en það var auðvitað bull, eða hvað?
Einn bændanna sem vildi halda beit áfram og andmælti áhrifum sauðfjárbeitarinnar sagðist áratug síðar á opnum fundi hafa verið svo reiður út í mig fyrir að sýna ástand svæðisins og fjalla um það í sjónvarpi að hann hefði alveg verið í því hugarástandi að skjóta mig á færi, ef hann væri þar á ferð með byssu og sæi mig þar.
Hann bætti síðan við: "Síðan eru liðin tíu ár og loksins í fyrra fór ég aftur þarna inn eftir og sagði við sjálfan mig, þegar ég sá hvernig flögin voru að gróa upp: Hvernig gat ég svona blindur?"
Ég hef ýmislegt haft að athuga við það stjórnleysi í skógrækt og umdeilanlegt val á stöðum og trjátegundum, sem dæmi er hægt að finna um hér á landi og er sem betur fer undantekning.
En í þessu máli og öðrum hliðstæðum má það grátlegt heita að menn skuli virkilega ætla að siga sauðfé á uppgræðsluna í Þórsmörk og koma í veg fyrir að svæðið fái sinn eðilega og upprunalega svip, sem það hafði með eðlilegri og náttúrulegri flóru birkis og annars gróðurs lands okkar áður en það var byggt og hrundið var af stað mestu gróður- og jarðvegseyðingu sem um getur á norðurhveli jarðar.
Á sínum tíma var kom hingað ungt fólk, erlendeir sjálfboðaliðar, til þess að vinna að uppgræðslus og landvarnarstarfi í Þórsmörk eftir að svæðið hafði verið friðað, og hafði þetta unga fólk áður verið að störfum á þeim svæðum Afríku þar sem gróðureyðing er alvarlegust.
Nú á að eyðilegggja þetta varnarstarf þessa hugsjónafólks og koma öllu aftur í sama far og var fyrir tuttugu árum, þjóðinni til skammar.
Það er grátleg hugmynd og raunar ótrúleg.
Á fyrri öldum var sauðfé beitt þarna af sárri neyð örfátækrar þjóðar sem barðist við hungur og drepsóttu.
Á okkar tímum allsnægta er ótrúlegt að svona atferli skuli vera svo mikið sem orðað.
Óttast að sauðfé muni valda miklum skaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stendur ekki einhverstaðar "Bóndi er bústólpi" eða hitt þá heldur. Þeir gera ekki mikið meira en að skilja eftir sig sviðna jörð hvar sem litið er, bæði fjármálalega/niðurgreiðslulega og landlega, þó eru einhverjir í skógrækt sem styrk frá ríkinu, og segjast að þeir eigi skóginn eftir ræktun, þeir ku víst leggja til "landið" undir þá. Guð blessi bændur þessa lands
Kristinn J (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 14:51
Sunnan kom nú sauðavindur,
sarð þar Magnús tíu kindur,
haltur annar, hinn er blindur,
heimskan saman báða bindur.
Þorsteinn Briem, 24.7.2012 kl. 15:01
Tja tja tja.....
Menn virðast alltaf setja saman samansemmerki milli þess að sviðin jörð sé eftir sauðfé, og sviðin jörð sé eftir bændur.
Það er reyndar andhverfa við búskap yfirleitt, hvar hjólið um það snýst að ná hámarksuppskeru.
Sjálfur studdi ég tillögu á fundi hjá sveitarstjóra Rangárþings eystra að leyfa uppgöngu fjár á Emstrur. Þar var talað um 100-200 kindur á þúsundir hektara sem ekkert er verið að græða upp hvort eð er, og möguleika á einhversskonar annarri uppgræðslu en engu. Þar hefur verið friðað í 20 ár, en engin framför í gróðurfari. Ekki veit ég hvað kom út úr því, enda fjárlaus maðurinn hvað ullarpöddur varðar.
Eitthvað virðist mr. Briem þó umhugað um afturparta á fénaði. Það er bara svona með okkur bændurna að við skiljum ekkert í svoleiðis, og hristum oft koll og segjum "city folks".....
Jón Logi (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 15:59
Jón Logi,
Magnús getur vel verið nafn á hrúti en allt takið þið nú til ykkar, sauðirnir.
Eins og hér hefur komið fram nokkrum sinnum bjó ég í áratug í Hlíð í Skíðadal, sem nú er í Dalvíkurbyggð.
Í Hlíð voru bæði kindur og kýr en bærinn er nú sumarbústaður.
Og ég hef búið í öllum kjördæmum landsins.
Þorsteinn Briem, 24.7.2012 kl. 16:36
Það er ekkert annað en sauðsháttur þegar sumir bændur halda því fram að enginn viti neitt um kindur, kýr og hesta í Reykjavík.
Rétt eins og þegar sumir útgerðarmenn halda því fram að enginn viti neitt um útgerð í stærsta útgerðarplássi landsins, Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 24.7.2012 kl. 17:24
Einsog einn sauðfjárbóndinn sagði "Við eigum þessar afréttir" það þarf því ekkert að setja í stjórnarskrána um að það sé í almenningseign né úthluta neinum kvóta í því sambandi
Grímur (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 17:32
Innbyggjarar geta verið skelfilega frekir.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 18:50
Ég tengdi nú bara blindan Magnús við Magnús hans Ladda. Með bróður sínum ef ég man rétt. þ.e.a.s. bróður "Magnúsar".
Ég tek nú ekki mikið inn á mig, en er "observatífur" á dónahátt, og upp-espingar. Það sem þú ert að setja hér fram MR. Briem er ekki einu sinni penn dónaskapur, heldur bara beinn. Vildi bara benda þér á það. Vanþroskaður síbyljandi.
Ó, - hef ekki komið að Hlíð í Skíðadal síðan sumarið 1988. Slatti af fé, en gróandinn var ágætur.
Jón Logi (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 10:58
Jón Logi,
Ég ætti ekki fimm þúsund vini á Facebook á öllum aldri í öllum íslenskum stjórnmalaflokkum, þar á meðal fjölmarga þingmenn, ráðherra og íslensku forsetafrúna, svo og fólk í nær öllum löndum heimsins, ef ég væri dóni.
Ég svara hins vegar kjánum, svo undan svíður, eins og dæmin sanna.
Og áður en ég byrjaði á Facebook átti ég hér á Moggablogginu, og á enn, gríðarlegan fjölda vina í öllum íslenskum stjórnmálaflokkum.
Enginn þeirra hefur eytt mínum athugasemdum.
Þú ert hins vegar mikill kjáni, elsku kallinn minn.
Þorsteinn Briem, 25.7.2012 kl. 11:44
Margur heldur mig sig Steini.
Það er ekkert mál að útvega sér félaga á fésinu, en það kemur ekki í veg fyrir það að textinn dæmir sig sjálfan.....sem kjánalegan.
Jón Logi (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 10:24
Jón Logi,
Þú gerir þig hér að sífellt meira fífli, elsku kallinn minn.
Þú heldur náttúrlega að allir sem eru vinir mínir hér á Moggablogginu og á Facebook hafi orðið það upp úr þurru.
Í langflestum tilfellum hafa þeir sóst eftir mínum vinskap en ekki öfugt.
Og ég hef það fyrir reglu að hafa enga ættingja mína sem vini mína á Facebook.
Ég sanka ekki að mér jábræðrum og aftaníossum, sem halda að þeir verði að vera sammála mér í einu og öllu,
Og ég eyði ekki athugasemdum.
Fólki almennt finnst einfaldlega áhugavert það sem ég hef til málanna að leggja og þær staðreyndir sem ég bendi á.
Langt síðan ég gat samþykkt fleiri vini á Facebook.
Ég gef mér hins vegar ekki að hitt og þetta sé staðreyndir og gapi svo út í það óendanlega um það sem er tóm steypa, eins og þú og aðrir vesalingar.
Og ég efast ekki um að þú getir sankað að þér öðrum fávitum og rugludöllum, sem er illa við staðreyndir, og reyna að gera lítið úr þeim sem benda á þær, eins og dæmin sanna.
Þorsteinn Briem, 26.7.2012 kl. 11:45
Það þarf alltént ekki fleiri vitnisburði þeirra mætismanna Jóns Loga og Steina Briem til að ljóst sé hvor þeirra er meiri dóni.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 20:42
Jamm, það er von að nafnleysinginn og vesalingurinn Þorvaldur S skæli hér úr sér augun eins og fleiri rugludallar og fáráðlingar af hans sauðahúsi.
Þorsteinn Briem, 26.7.2012 kl. 21:22
Þið eruð margflengdir hér báðir tveir fyrir alls kyns fáráðlingshátt og þvætting!
Dæmi um fullyrðingar nafnleysingjans Þorvaldar S á þessu bloggi 30. júní síðastliðinn:
"Þorvaldur S:
"Og þau einu skilríki sem lögleg eru á voru landi, Íslandi eru: Vegabréf, ökuskírteini og nafnskírteini."
RANGT.
Fleiri persónuskilríki, gefin út af opinberum aðilum, eru gild kennivottorð í kosningum hérlendis, til að mynda örorkuskírteini.
Flugmannsskírteini er hér einnig gilt kennivottorð í kosningum.
Það væri nú harla einkennilegt ef ökuskírteini þætti merkilegra kennivottorð í kosningum hér en flugmannsskírteini."
Þorsteinn Briem, 26.7.2012 kl. 21:46
Tja, eitt er víst Mr. Briem. Ég myndi aldrei bætast á margumræddann féslista þinn. Enda lítt spennandi að lesa komment eins og þú setur fram. Strax í #4 er maður kominn í sauðahóp, í #5 eru "sumir bændur" bendlaðir við sauðshátt, í #9 er ég orðinn að kjána, þótt elsku kall sé, geri mig að meira fífli í #11, ásamt því að vera bendlaður við aðra fávita og rugludalla, verð þar svo að vesalingi í ofanálag, svo kemur þarna Þorvaldur nokkur, sem ku vera nafnleysingi og vesalingur, svo ku maður vera flengdur í #14 fyrir fáráðlingshátt og þvætting.
Þetta er allt pent og kurteist, og textahöfundi til sóma fyrir röksemdir og háttsemi.
Bóndann í mér langar reyndar að grípa til miklu meira krassandi orðfæris, en honum er haldið ofan slíks.
Jón Logi (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 07:17
Og er hér ekki komin enn ein vísbendingin um mannasiðakunnáttuna?
Hvað varðar skilríkjaútgáfuna. Þau skilríki sem gefin eru út, eða afhent, af lögregluyfirvöldum eru þau sem fullkomlega ǘvéfengjanleg eru. Fyrir þessu hef ég orð fulltrúa fógeta í Reykjanesbæ, sem er að sönnu lögfróður maður. Nú, eins og t.d. Ómar Ragnarsson veit, gefur Flugmálastjórn út flugskírteinin og afhendir þau. Löggan kemur þar hvergi nærri. Af því leiðir beint að þau eru ekki jafngild t.d. ökuskírteini eða vegabréfi enda myndi lítið þýða að veifa slíku plaggi við landamæraeftirlit.
Annars er viðmælandinn löngu búinn að gera sig ómerkan með gífuryrðum og dónaskap sem er synd því oft kemur hann með spaklegar athugasemdir. En þær drukkna því miður í óhroðanum.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.