28.7.2012 | 17:27
Allt er til í Ameríku.
Stærsti kostur Bandaríkjanna er dýnamikin sem felst í þessum stóra grautarpotti ólíkustu kynþátta og trúarbragða sem innflytjendur frá öllum heimshornum hafa fært inn í landið.
Glæpamyndir úr stórborgarlífinu gefa alranga mynd af þessu þjóðfélagi þar sem víðast hvar er mun betri siðmenning og mannasiðir en tíðkast hjá okkur.
En þessi mikli suðupottur hefur líka sína galla og einn af þeim eru hin ótrúlegu völd og tök á stórum hópi Bandaríkjamanna sem trúarhópar og lífsskoðunarhópar á ystu mörkum öfga hafa náð og hafa oft átt furðu auðvelt með að afla sér mikls fjár.
Já, "allt er nú til í Ameríku" var einhvern tíma sagt og þessi fyrirbrigði eru eitt af dæmunum um það.
Þær voru heppnar að sleppa út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta hefur lítið með “dynamic”, táp eða kraft að gera, fremur “ignorance”, fáfræði, vanþekkingu.
Svipaðir bull hópar eru einnig til hér á skerinu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.