Löngu tímabær framkvæmd.

Ekki veit ég hvort það hefur verið reiknað út, hve mikið fjárhagslegt tap hefur hlotist af því að hafa þann flöskuháls á hringveginum sem Ölfusárbrú hefur verið um árabil.

Þar er ekki aðeins um það að ræða að leiðin sé um kílómetra lengri en ella, heldur ekki síður sú töf,  eyðsla á tíma og aksturskostanaður, sem hefur falist í því að fara oft á tíðum niður á löturhæga ferð meðan silast er yfir hina mjóu brú, í gegnum hringtorg og síðan í þéttri umferð í gegnum bæinn. 

Nú gest færi á að nýta rýmra svæði þar sem nýi vegurinn og brúin koma til þess að hægt sé að hafa áfram þjónustu við vegfarendur án þess það þurfi að bitna eins á umferðarhraða og þrengslin á gömlu leiðinni hafa gert. 

Þetta leiðir hugann að lang hagkvæmustu bætingunni á hringveginum, sem myndi verða við það að stytta hann um 14 kílómetra við Blönduós. 

Þar, eins og á Selfossi, er hægt að reisa ný þjónustumannvirki fyrir vegfarendur innan bæjarfélagsins. 

Hvað ferðatíma snertir myndi  þessi framkvæmd fyrir norðan, margfalt ódýrari og hagkvæmari en Vaðlaheiðargöng, stytta aksturstímann mun meira en göngin geta gert.

Meginástæðan er sú að hámarkshraði í göngunum verður 70 km/klst eða 20 km/klst hægari en á veginum, en við Blönduós yrði hraðinn 90 km/klst alla leiðina, en núna fer hann niður í 50km/klst í gegnum þéttbýlið á Blönduósi. 

Það að auki er meiri umferð við Blönduós og það skilar meiri arði. 

En það er víst borin von að þessi hagkvæmasta vegaframkvæmd, sem möguleg er á landinu, verði að veruleika. 

 


mbl.is Brúarframkvæmdir hefjast eftir tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Helmingi ódýrari en Vaðlaheiðargöng, bifreiðarnar eru tífalt fleiri, það mætti því rukka 100 krónur fyrir ferðina.

Hörður Einarsson, 31.7.2012 kl. 21:33

2 identicon

Þetta er hreint bull. Skv. vefsíðu Vegagerðarinnar hafa í dag farið 1358 bílar um veginn hjá Blönduósi en 2300 um Víkurskarð!

Grétar G. Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 21:45

3 identicon

Ekki má gleyma að taka með í reikningin að margir verslunarrekendur á Selfossi líta svo á að minni umferð um Austurveg, sem er hluti af þjóðvegi 1, auki tækifæri þeirra á að ná fleiri viðskiptavinum, en eins og umferðin er í dag leggur enginn vegfarandi í að beygja út af hinni "þéttu umferð" um bæinn nema í ítrustu neyð. Enda orðið alþekkt að "vanir" sumarbústaðareigendur á suðurlandi stoppa núorðið í Hveragerði til að gera helgarinnkaup, sem áður fóru fram á Selfossi. Ég hef því enga trú á öðru en að Selfyssingar og nærsveitarmenn taki nýrri brú fagnandi.

Halldór Valur Pálsson (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 03:21

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrirgefðu, Grétar, en tölurnar voru ekki svona þegar ég skoðaði þær fyrr í sumar, og raunar getur verið vafasamt fyrir bæði mig og þig að álykta út frá stikkprufu frá einum deg.

Það breytir því ekki að fyrst Vaðlaheiðargöng eru talin borga sig myndi breyting á veginum um land Blönduósbæjar borga sig margfalt á við það. Það er ekki "hreint bull," það er pottþétt mál.

Ómar Ragnarsson, 1.8.2012 kl. 13:20

5 identicon

Sæll Ómar. Ég var ekki að gera athugasemdir við þinn pistil. heldur fyrstu athugasemdina.Þar var því haldið fram að tíu sinnum fleiri bílar fari um Blönduós en yfir Víkurskarð. Ég veit ekki hver ársumferðin er, en ég er viss um að þessi athugasemd var hreint bull. Mín tilfinning er sú að ársumferðin um Víkurskarð sé meiri en um Langadal, eins og var 2004.

Áætluð dagsumferð var rúmlega 1000 bílar um Víkurskarð en 900 um Langadal 2004
http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/umferd_thjod_2004_skyrsla/$file/Umfer%C3%B0%202004%20-%20Sk%C3%BDrsla.pdf

Grétar G. Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 20:58

6 identicon

Örugglega er hægt að skera út um þetta með því að fá árstölu frá vegagerðinni.

Svo er ein brúun vonandi í pípunum, - í Rangárþingi. Það er frá Odda á Rangárvöllum yfir Þverá og yfir á vegakerfi Landeyja. Stytting margra bæja t.d. til Hellu, og þar með til Reykjavíkur yrði ca 12 km, og framkvæmdin er hlægilega lítil, - vegur upp á 1.7 km (möl) og brúarfleki upp á ca 50 m.
Aðal-atriðið er þó að þarna skapast flóttaleið v. flóðahættu.
Þetta er þó því miður búið að vera á spjallstiginu í einhver 12 ár.

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.8.2012 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband