1.8.2012 | 18:52
Höfðu ríkisstjórnirnar fyrir Hrun ekkert ráðrúm?
"Engin ríkisstjórn hefur fengið annað eins ráðrúm til að skera opinbera kerfið upp" segir Óli Björn Kárason.
Jæja, er það svo? Á örfáum árum fyrir Hrun tvöfölduðu ríkisstjórnir þess tíma þetta sama opinbera kerfi. Einna lengst gengu þeir í því að belgja út utanríkisráðuneytið sem oddvitar ríkisstjórna þessa tíma stjórnuðu til skiptis.
En Óli Björn virðist álíta að þessar ríkisstjórnir hafi ekki "fengið ráðrúm" til að skera kerfið upp.
"Afleiðingarnar leita orsakanna meðal tækifæranna" minnir mig að Jónas Svafár hafi ort á sínum tíma.
Ummæli Óla Björns fela í sér einn þátt þeirrar afneitunar, sem nú ríkir hjá svo mörgum varðandi aðdraganda Hrunsins.
Vitanlega er rétt að veita núverandi valdhöfum öflugt aðhald vegna þess sem þeir aðhafast og gagnrýna það sem umdeilanlegt er. Þeir eru við völd nú og voru til þess kosnir til að taka á vandanum.
Og skiljanlegt er að mörgum finnist til lítils fyrst nú að rýna í það sem valdhafarnir fyrir Hrun gerðu, því að þeir eru ekki við völd og geta því engu breytt úr þessu nema þeir komist aftur til valda.
En þá er líka eðlilegt að litið sé til afleiðinganna af því sem þeirra stjórnir aðhöfðust á sínum tíma og við erum enn að súpa seyðið af.
Að afneita því þjónar því aðeins að gefa þeim frítt spil til að byrja á sama dansinum aftur.
Óli Björn Kárason: Á kostnað komandi kynslóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn - TRAUST efnahagsstjórn, stærsta velferðarmálið!
Framsóknarflokkurinn - ÁRANGUR ÁFRAM, ekkert stopp!
Þorsteinn Briem, 1.8.2012 kl. 19:19
Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":
"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."
"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many.
Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.
I formulated it with a little help from Hollywood movies:
"You ain't seen nothing yet!""
Þorsteinn Briem, 1.8.2012 kl. 19:33
Eftir Davíðshrunið 2008 jókst atvinnleysi mikið. Vaxtagreiðslur og aðrar skuldabyrðir jukust gífurlega vegna verðfalls krónunnar, gjaldeyrislána, verðtryggingar etc. Eins og allir vita.
Átti þá ríkisstjórn Jóhönnu að skera stórlega niður rekstur ríkisins, senda fólk sem sagt á atvinnuleysisbætur? Nei, slíkt er gert í góðæri.
Bullið í sjallabjálfunum er með ólíkindum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 19:36
Margt eru þetta ágætis menn, Haukur, og alveg prýðilega greindir. En þegar kemur að pólitík er eins og þeim sé ekki sjálfrátt. Þá rofnar veruleika - og vitsmunatengingin og útkoman verður tómt bull. Við sjáum þetta aftur og aftur.
Eiður (IP-tala skráð) 1.8.2012 kl. 22:46
Sumir halda að þeir komist á þing, með því að skrifa langhunda ítrekað í Morgunblaðið.Það á eftir að koma í ljós.Það er skoðun undirritaðs að fleira þurfi til.
Sigurgeir Jónsson, 2.8.2012 kl. 01:56
Á að vera að meira þurfi til.
Sigurgeir Jónsson, 2.8.2012 kl. 02:02
Já, Ómar. Öflugt aðhald er í höndum almennings í lýðræðisríki. Sérstaklega á Íslandi, vegna ólöglegrar einokunar pólitískra ríkisfjölmiðla á markaðinum.
Ef einhver stjórnmálamaður/kona ætlar að vinna af heilindum, þá er sá hinn sami gerður að engu hjá þessari mannréttindabrota-fjölmiðlaeigenda-klíku. Þeirri klíku munar ekkert um að fremja mannorðs-morð fyrir valdaklíkuna. Allt er gert fyrir peninga og völd.
það eru of margir einstaklingar sem eru: tryggir pennar flokkseigenda, og of fáir einstaklingar, sem eru: óháðir og raunverulega tryggir sínum hugsjónum/réttlætiskennd.
Ekki er nokkur leið að hæla sitjandi ríkisstjórn, sem skattpínir gamalt og sjúkt fólk, sem ekki hefur helming af lágmarksframfærslu til umráða í hverjum mánuði. Það er þessarar ríkisstjórnar svartasti smánarblettur, að ráðast á þá sem minnst mega sín í samfélaginu, á meðan hún hleður undir þá sem síst skyldi. Þetta er víst kallað: vinstri eitthvað.
Það er ekki stórmannlegt að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, sama hver gerir slíkt.
Umboðsmaður skuldara er vist í vinnu hjá sitjandi ríkisstjórn að sögn þeirra sem þar gefa svör. Þar á bæ eru lágmarks-framfærsluviðmiðin í fullu gildi, og engin miskunn í innheimtu þessarar stofnunar, fyrir ólöglegu ræningjabanka. Fólkið sem vinnur hjá umboðs-brandara-batteríinu er líklega á sæmilegum launum við sín ríkisstjórnarstýrðu og ólöglegu innheimtu-myrkraverk.
En þeir sem þjarmað er að, af þessari skrímsla-innheimtudeild bankanna, eru ekki svo lánsamir að hafa lágmarks-framfærsluviðmiðin í gildi fyrir sig. Þannig er það réttlætt að hirða mismuninn af þeim sem eru verst settir/sviknir.
Tryggingarstofnun bætir svo gráu ofan á svart, með sínar "feilreiknuðu" eftirá-aftöku-innheimtur og ruglstjórnun.
Bráðum koma svo fréttir af því hvað þessari ríkisstjórn hefur tekist vel að útrýma ellilífeyrisþegum og öryrkjum. Allt sett í fallegan búning af einokunar-ríkisfjölmiðlunum, til sýndarmennsku út á við.
Til hvers voru sett lágmarks-framfærsluviðmið?
Var það til að umboðsmaður "skuldara", eða réttara sagt umboðsmaður fjármálakerfa/banka gæti gengið enn harðar að einstaklingunum sem verst eru settir? Og til þess eins að knésetja þá, og stinga mismuninum í banka-vasa þeirra sem stjórnuðu áður?
Ríkisstjórn sem ruglar svona mikið er verri en engin ríkisstjórn, og grefur undan hornsteinum samfélagsins á enn brenglaðri hátt en fyrri ríkisstjórn.
En það er okkur öllum hollt að muna sérstaklega vel eftir því fram að næstu kosningum, að það var græðgi og siðblinda síðustu ríkisstjórna sem komu þessari ríkisstjórn að völdum. Og stjórnarandstaðan vill ekki koma með vantrauststillögu, vegna þess að vinnubrögð þessarar stjórnar eru að tryggja þeim enn meiri ránsfeng.
Það þarf að skipa óháða utanþingstjórn, skipaða vönduðu og hæfu fólki. En vegna þess að þetta er ekki sagt í ríkisfjölmiðlunum pólitísku, þá þorir enginn að gera neitt í því.
Verði okkur öllum að góðu, ef spillta flokkseigenda-toppa-klíkan fær að stjórna áfram. Það er enginn munur á hægri og vinstri. Það eru einungis marklaus hugtök, sem eru notuð til að blekkja almenning fyrir alþingiskosningar. Flokka/stjórnmálamanna-auglýsingarnar eru byrjaðar í pólitísku fjölmiðlunum, og allt vandlega skipulagt á bak við tjöldin.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.8.2012 kl. 08:30
Það eru afskaplega viðkvæmar aðgerðir að skera niður í embættismannakerfinu sem er óþarflega fyrirferðarmikið og kostnaðarsamt. Auðveldasta aðferðin er auðvitað að sleppa því að ráða í störf sem losna. Algengast er að skipta um nafn á stofnun sem þarf að fækka hjá.
Árni Gunnarsson, 2.8.2012 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.