3.8.2012 | 11:57
Sagan af fararstjóranum fjöruga.
Risalæri, eins og þau sem fjallað er um í tengdri frétt á mbl.is, hafa orðið umtalsefni víðar en á Ólympíuleikunum í London.
Sú var tíð að dugmikill íslenskur fararstjóri þótti fjölþreifinn við erlendar konur í ferðamannahópum og ekki vandfýsinn.
Eitt sinn var komið að honum með gríðarstórri erlendri konu í lautu einni og spratt af mikil hneykslan og var hann atyrtur mjög fyrir athæfið, sem þótti ekki hæfa manni í hans stétt.
Hann lét sér fátt um finnast og espuðust gagnrýnendur þá mjög og sögðu við hann: "Kanntu ekki að skammast þín? Hefurðu enga sómatilfinningu og eru engin takmörk fyrir því hverjar þú leggur lag þitt við?"
"Æi, greyið, hún var mér þakklát enda fátt um fína drætti fyrir hana eins og gefur að skilja", svaraði fararstjórinn.
"Já, en hún er sennilega 300 pund og alveg ofboðslega feit. Sérðu lærin á henni, þau ein hefðu átt að nægja til að stoppa þig?"
"Lærin?", svaraði fararstjórinn. "Þau eru ekkert mál, maður leggur þau nú bara til hliðar."
Risalærin vekja heimsathygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alltaf fjör hjá Uppáferðum,
í öllum dömum jarlinn herðum,
kvenna aldrei kjörin skerðum,
í kvöld á Þingvöllum við verðum.
Þorsteinn Briem, 3.8.2012 kl. 12:29
Hann hlýtyr að vera af Charolais kyni.
Sjá:
http://www.google.is/imgres?imgurl=http://i778.photobucket.com/albums/yy70/cesa92/Forum/cowpic3.jpg&imgrefurl=http://www.carolinahondas.com/off-topic-stuff/90498-gigantic-belgian-monster-cows.html&h=375&w=500&sz=21&tbnid=onEPitomULAmbM:&tbnh=118&tbnw=157&zoom=1&usg=__xrS0L2HPwDKHx2w2WTzUNaAB5jE=&docid=IayxMUeMcEimWM&sa=X&ei=_cobULKAIOjU0QWr-YDIDQ&ved=0CFsQ9QEwAw&dur=1654
(Vona að virki)
Jón Logi (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.