Lognið bjargar miklu.

Það mátti sjá á ferð um Suðurland í gær að víða voru kveiktir varðeldar í gærkvöldi og voru sumir þeirra mjög stórir.

Nú eru gróður og jarðvegur óvenju þurr eftir langvarandi þurrkatíð, jafnvel þótt komið hafi skúrir á stangli.

Það mátt sjá á sumum stöðunum í gærkvöldi, að ef vind hefði byrjað að hreyfa að ráði hefði getað farið illa.

En sama blíðviðrið og skapað hefur hættuna á kjarreldi sá til þess að það bærðist varla hár á höfði og þess vegna var ekki að sjá að neinir eldar hefðu breiðst út.

 


mbl.is Eldar loguðu í Tunguskógi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband