Gleðilegasta gangan stóðst prófið.

Gleðigangan í dag var sjöunda gangan þar sem mér hefur gefist tækifæri til þess að vera í návígi við allan áhorfendaskarann sem raðað hefur sér meðfram göngunni.

Því gat ég fengið góðan samanburð við fyrri göngur.

Hann leiðir til þeirrar niðurstöðu að miðað við fyrstu gönguna í áratug sem rignir hressilega á, hafi þetta í raun verið gleðilegasta gleðigangan til þess, af því að hún stóð það próf sem slagviðrið lagði fyrir hana.

Gleðin, sem skein út úr andlitum þúsundanna, sem gerðu þessa göngu svo góða, var einhver sú einlægasta og bjartasta sem sést hefur.

Samstarfið við Jósep Ólafsson, sem gnæfði upp úr ÁSTarbílnum að þessu sinni var einkar ánægjulegt.

ÁSTarbíllinn hefur þann kost að hægt er að opna jafn lítinn hluta af þakinu og þörf er á til þess að maður geti staðið þar upp úr en samt fari ekki nema lágmarks bleyta inn í bílinn.

Ef jafn vel og myndarlega verður staðið að Gleðigöngum næstu ára og nú er ástæða til bjartsýni um þær úr því að þessi stóðst þetta próf svona vel. Til hamingju!


mbl.is Gleðin við völd í grenjandi rigningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband