15.8.2012 | 09:35
Hve margir mega detta út?
Hægt er að nefna fjölmörg dæmi um það að sönghópar, hljómsveitir eða aðrir slíkir lístamannahópar hafi getað haldið áfram að blómstra þótt einn í hópnum hafi dottið úr skaftinu.
Bítlarnir skiptu út trommara í upphafi, Stuðmenn héldu áfram án Valgeirs, Spaugstofan án Randvers og Sumargleðin getur komið fram þótt hún missti mikið við fráfall Bessa Bjarnasonar.
Ég hygg hins vegar að stór þáttur í því að Stuðmenn geta enn trekkt sé endurkoma Valgeirs, einmitt á þeim tíma sem þess þurfti mest með.
Í sumum tilfellum hefur endurnýjunin orðið ævintýralega mikil. Þannig var sönghópurinn Platters starfræktur áratugum saman þótt endurnýjunin yrði smám saman alger.
Í sumum tilfellum er hópurinn svo heppinn að fá inn nýjan félaga sem gefur þeim sem hætti ekkert eftir.
En þetta er ekki einhlítt. Þegar John Lennon féll frá jafngilti það dauða Bítlanna sem heildar, sem gæti haldið áfram sjálfstæðu lífi eða komið saman á ný.
Lennon var svo einstakur og svo mikils virði í sköpun og list Bitlanna að óhugsandi var að halda áfram án hans.
Fráfall Jóns frá Ljárskógum hafði sömu áhrif á MA-kvartettinn og vafalaust má nefna mörg fleiri dæmi.
Hvort hið sama gildir um Spice Girls skal ósagt látið. Getur einhver komiðí staðinn þegar fyrrum burðarás vantar?
Til í allt án snobbkryddsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er enginn ómissandi þó vissulega sé mismikil eftirsjá í mönnum.
Ég hefði haldið að Valgeir og Lennon væru meiri burðarásar í sínum böndum en þessi kriddpía. Mér er nær að halda að ég yrði ekki var við muninn, hvort hún væri með eða ekki, ef ég væri bara að hlusta en ekki með myndband.
Landfari, 15.8.2012 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.