15.8.2012 | 09:57
Erum ekki lengur eyland.
Það er eftirsjá eftir gamla Íslandi þar sem erlendur veruleiki glæpagengja var langt í burtu og útlendingar undruðust friðsældina hér.
Menn slógust að vísu á réttarböllum og á fylleríi um helgar en það voru yfirleitt pústrar og átök frekar en að menn gerðu í því að lemstra hver annan sem mest.
Lgigubílstjórar voru óhultir og aldrei hafði verið framið bankarán eða rán í verslun.
Nú er þetta allt breytt. Vopnaðir síbrotamenn, oft hluti af skipulögðu og vopnuðu glæpafélagi, eru ein mesta ógnunin við lýðræðissamfélög nútímans, jafnvel meiri en hryðuverkamenn.
Ógn óttans er nefnilega mesti óvinur þess þjóðfélags sem nú á undir högg að sækja.
Þetta er komið til Íslands og veruleikinn er breyttur. Þannig er það bara og spurningin er einungis hvernig skást sé að bregðast við því.
Réðust á leigubílstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitt er víst. Það að loka landinu og hætta í samstarfi við nágrannaþjóðir okkar mun ekki bæta ástandið. Barátta við fjölþjóða glæpagengi gegnur best með fjölþjóðlegu samstarfi þjóða og lögregluembætta.
Sigurður M Grétarsson, 15.8.2012 kl. 12:29
Menn hafa ráðist á leigubílstjóra í áratugi...
Glæpagengi í dag nærast einna helst á banni á vímuefnum, þá einna helst kannabis.. ef þeir hefðu ekki þennan tekjustofn þá myndu margir þeirra lognast útaf, sjálfdauðir.
Eiturlyfjastríðið skilar engu, nema harðari glæpaklíkum.. við vitum þetta öll.. en margir vilja halda áfram að berja hausnum við steininn.. á meðan svo er verður engin framför.. glæpaklíkur vaxa eins og krabbamein um allar jarðir.
Fyrsta skrefið er að breyta hugsunarhætti með eiturlyf/vímuefni.... það má búast við því að 1-2 kynslóðir stjórnmanna þurfi að deyja úr elli áður en framfaraskref er tekið
DoctorE (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 12:38
"Frá árinu 1957 hafa Norðurlandabúar getað ferðast á milli Norðurlandanna án vegabréfs.
Vinnumarkaður Norðurlandanna hefur verið sameiginlegur frá árinu 1954 og nú ferðast um 40 þúsund manns á viku milli landanna vegna vinnu.
Og álíka margir flytjast búferlum á milli Norðurlandanna á hverju ári."
Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður frá árinu 1954
Þorsteinn Briem, 15.8.2012 kl. 15:01
Anders Behring Breivik er norskur ríkisborgari sem framdi fjöldamorð í Noregi.
Þorsteinn Briem, 15.8.2012 kl. 15:05
"Þann 18. janúar 1968 var Gunnar S. Tryggvason leigubílstjóri myrtur í bíl sínum á Laugalæk í Laugarnesi.
Rannsóknin sem fylgdi í kjölfarið varð strax mjög umfangsmikil án þess að nokkur haldbær spor fyndust eftir ódæðismanninn.
Fljótlega kom þó í ljós að Gunnar hafði verið myrtur með afar sjaldgæfri byssu.
Rúmu ári eftir að rannsókn málsins hófst fannst morðbyssan fyrir algjöra tilviljun. Í framhaldi af þeim fundi var maður handtekinn og grunaður um morðið."
Þorsteinn Briem, 15.8.2012 kl. 15:10
"Heldur tekur nú að saxast á limina hans Björns míns."
"Samkvæmt einni af þjóðsögum Jóns Árnasonar eru þetta orð Steinunnar, konu Axlar-Björns þegar hann hafði verið beinbrotinn á öllum útlimum á Laugabrekkuþingi á Snæfellsnesi árið 1596 fyrir að hafa drepið átján menn."
Þorsteinn Briem, 15.8.2012 kl. 15:27
"Bergþóra Skarphéðinsdóttir (10. öld - 1011) var kona Njáls Þorgeirssonar á Bergþórshvoli í Landeyjum.
Njála segir um hana: "Hún var ... kvenskörungur mikill og drengur góður og nokkuð skaphörð."
Svo miklir vinir sem þeir voru, Njáll og Gunnar á Hlíðarenda, þá ríkti fullkomin óvinátta á milli þeirra Bergþóru og Hallgerðar, konu Gunnars.
Um nokkurra ára skeið létu þær drepa þræla og húskarla hvor fyrir annarri og gerðist það jafnan snemma sumars er menn þeirra voru á Alþingi en þá áttu þær frítt spil heima fyrir."
(Drengur góður - vænn, vandaður maður eða kona. Sjá Íslenska orðabók Menningarsjóðs.)
Bergþóra Skarphéðinsdóttir
Þorsteinn Briem, 15.8.2012 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.