16.8.2012 | 21:50
Tvöföld málvilla, enda rökvilla. Mótsögnin Presley.
Elivis aðdáendur skilja hver annan. Þannig hefði fyrirsögnin átt að vera.
(Innskot: Síðan ég bloggaði þetta er sem betur fer búið að breyta fyrirsögninni, sem ég var að hnýta í, úr : Elvis-aðdáendur sklja hvorn annan - í - Elvis aðdáendur skilja hverjir aðra, - og er það vel)
Ef notað er "hvor annann" átti Presley ekki nema tvo aðdáendur. Síðan bætist málvillan hvorn annan við. Magnað er að sjá svona fyrirsögn.
Nóg um það. Stóra, stóra mótsögnin í örlögum Presleys var sú að hann dó vegna fíkniefnaneyslu en gat engan veginn skilið að hann væri fíkniefnaneytandi, af því það var læknadóp, sem hann notaði.
Þegar Nixon bauð honum í Hvíta húsið lýsti Presley yfir því að hann vildi leggja sitt af mörkum til að vinna gegn þeirri vímuefnaneyslu sem hippamenningin hafði innleitt. Hann skildi vel ógnina, sem fólst í því hvernig fíkniefnin flæddu um göturnar og þjóðfélagið og vildi skera upp herör gegn dópsölunum og glæpunum sem fylgdi þessu ástandi.
En hann gat ekki séð neitt athugavert við læknadópið af því að það voru menntaðir læknar sem ávísuðu á það á fullkomlega löglegan hátt.
Elvis var í fantaformi á líkama og sál 1968 þegar endurkoman stóð sem hæst og það fór ekki að halla undan fæti fyrr en um fjórum árum seinna.
En á undra skömmum tíma keyrði hann líkama sinn í þrot á aðeins örfáum árum.
Það er hinn mikli harmleikur kóngsins sem hefur aldrei eignast sinn líka.
Elvis-aðdáendur skilja hverjir aðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.