"Sundrungartáknin" eru mörg.

Margt af því sem okkur telst til að séu sameiningartákn á okkar dögum var umdeilt á sínum tíma. 

Bandaríska stjórnarskráin var samþykkt með minnsta mögulega mun eftir miklar deilur um hana. Samt varð hún að sameiningartákni Bandaríkjamanna.

Ekki þarf að fjölyrða um það hve mikla sundrungu franska byltingin skapaði meðal frönsku þjóðarinnar. Samt er þjóðhátíðardagur Frakka helgaður því að múgur réðist á Bastillufangelsið í París, muldi það mélinu smærra og jafnað við jörðu.

Hliðstæður má finna víða um lönd, bæði um fyrirbæri og menn sem ollu miklu umróti.

Víða, bæði hér á landi og erlendis, standa styttur af mönnum, sem voru vafalaust "sundrungartákn" í hörðum deilum, sem þeir tóku þátt í á sínum tíma.

Á góðum stað við Tjörnina í Reykjavík stendur stytta af Ólafi Thors og stytta af Hermanni Jónassyni er í nágrenni Hólmavíkur. Oft gustaði hressilega um þessa menn í hörðum deilum á þeirra tíð.

Við Hringbraut stendur stytta af Héðni Valdimarssyni, sem áreiðanlega var ekkert annað en "sundrungartákn" í Gúttóslagnum, þegar sagt er að hann hafi brotið stóla og rétt mótmælendum stólfætur til að berja lögreglumenn, þegar þeir vildu brjótast inn á bæjarstjórnarfund í Gúttó til að hleypa upp bæjarstjórnarfundi.

Meira að segja Jón forseti Sigurðsson stóð í hörðum deilum vegna fjárkláðans sem skipaði mönnum í tvær fylkingar, niðurskurðarmenn og lækningamenn, og var Jón sakaður um þýlyndi gagnvart dönsku valdi.

Áberandi var fjarvera Jóns frá þjóðhátíðinni fyrstu 1874 á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar en þessu eru menn búnir að gleyma.  

Ég tel enga ástæðu til að amast við þeim styttum og fleiri, sem minna á heit deilumál sem eru hluti af þjóðarsögu, hvaða álit sem menn kunna að hafa á þeim.  


mbl.is Sundrungartákn ekki við hæfi í Kvosinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til Hólmavíkur Hermann sendur,
nú horfir Thors á Tjarnarendur,
við Hringbrautina Héðinn stendur,
á höfðum þeirra dritsins rendur.

Þorsteinn Briem, 17.8.2012 kl. 12:58

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Franska byltingin var raunveruleg bylting en hvað breyttist við búsáhaldabyltinguna?

 Það eina sem gerðist var að stjórnmálamanna af vinstri kantinum, sem þjóðin hafði ekki haft áhuga á að styðja til valda, komust skyndilega í ríkisstjórn vegna tímabundins upplausnarástands.

Nú hefur rykið sest og þeir hrökklast frá að nýju. Við tekur enn eitt tímabil þeirra í áralangri stjórnarandstöðu þar sem hnefum verður steytt í ræðupúltum í heilagri vandlætingu yfir óréttlæti heimsins.

Hræsni og ekkert annað og þetta grjót er ljótt og á heima í uppfyllingu þar sem það getur orðið að gagni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.8.2012 kl. 13:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði níu þingmönnum í síðustu alþingiskosningum.

Og Framsóknarflokkurinn hefur nú einungis níu þingmenn.

Einn þeirra er Ásmundur Einar Daðason, sem bauð sig fram í kosningunum fyrir Vinstri græna en ekki Framsóknarflokkinn.

Ásmundur Einar væri hins vegar ekki þingmaður nú ef landið hefði þá verið eitt kjördæmi en hann datt inn sem níundi þingmaður Norðvesturkjördæmis.

Og Ásmundur Einar telur sig nú greinilega eiga heima í stjórnmálaflokki sem er fylgjandi aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO).

Kosningar til Alþingis 25.4.2009

Þorsteinn Briem, 17.8.2012 kl. 13:23

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hægri flokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, misstu samtals 13 þingmenn í síðustu alþingiskosningum, 21% allra þingmanna á Alþingi.

Alþingiskosningar 2009


Og fylgi Sjálfstæðisflokksins nú verður að skoða meðal annars í ljósi þess að Frjálslyndi flokkurinn er nær dauða en lífi og Hægri grænir hafa sáralítið fylgi.

Þorsteinn Briem, 17.8.2012 kl. 13:27

5 identicon

Ásmundur Einar datt inná þing
Í kollinum dús er við Plató
ESB samt er nú ingen ting
Þótt lagsi sé sáttur við NATO

MBK til Ásmundar stéttarbróður míns

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 14:16

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.6.2011:

"Nýjasti meðlimur Framsóknar [Ásmundur Einar Daðason] ... er á móti aðild að Atlantshafsbandalaginu ..."

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 15:15

7 identicon

Æi. Það er heimsendir, ekki satt.

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband