"Rússland Pútíns".

Sé rétt greint frá handtöku Garrys Kasparovs fyrir utan dómshúsið í Moskvu segir hún jafnvel meira en dómurinn yfir Pussy Riots og er punkturinn yfir i-ið.

Í raun er þjóðfélagsástandið í Rússlandi einfalt að því leyti að þar hefur einn maður, Pútín, þau völd sem hann sjálfur ræður hve mikil eru. Hann gætir þess á tvo vegu að þau séu í hámarki,

Annars vegar með því að ganga ekki svo langt, að hætta sé á byltingu gegn honum. Hins vegar að tryggja samt að völd hans haldist sem mest og nógu mikil til að ekki sé hætta á að hann missi tökin.

Ef á þarf að halda er gripið til ráða, sem erfitt er að henda reiður á, svo sem kosningasvindls.

Hann er slunginn og reynir eftir getu að sveipa einræði sitt blæju lýðræðislegra laga og réttar en í hvert skipti sem völdum hans er raunverulega ógnað, gengur hann eins langt og hann þarf til að bæla alla mótspyrnu niður og senda þeim skýr skilaboð, sem gætu orðið óþægir.

Þegar stjórnarskráin bannaði honum lengri setu í einum rykk sem forseti, sneri hann bara á lögin með því að setja taglhnýting sinn sem forseta en stjórnaði eftir sem áður því sem hann vildi sem forsætisráðherra þangað til hann gat aftur hrifsað til sín forsetaembættið.

Rétt er að hafa í huga að á tímum kommúniskra einvalda í Sovétríkjunum voru forseti landsins eða ráðherrar ekki með þau völd sem víðast tíðkastí lýðveldum, heldur var það embættið "aðalritari kommúnistaflokksins" sem færði Stalín og hans nótum þau völd sem þeir höfðu.

Bókin "Rússland Pútíns" ætti að vera skyldulesning allra þeirra sem vilja auka skilning sinn á ástandiinu í Rússlandi, ekki aðeins bókin sjálf, heldur óhjákvæmileg örlög Önnu Politkovskaja sem var einfaldlega myrt án þess að morðið yrði nokkurn tíma upplýst.


mbl.is Kasparov handtekinn í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki Steingrímur J. Sigfússon "Pútín" Íslands?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.8.2012 kl. 17:40

2 identicon

Komið þið sæl; Ómar - Anna Sigríður, sem aðrir gestir þínir, Ómar !

Jag ykkar; gagnvart Rússneskum stjórnarháttum - byggt; á íslenzkum forsendum ykkar sjálfra, er fremur hjákátlegt, í ljósi þeirrar staðreyndar, að Rússar þekkja ekki þá stjórnarhætti, sem tíðkast hafa, í þorra Vestrænna ríkja, gott fólk.

Vojvodarnir (Hersarnir; af Moskvu - Novgorod og víðar); - og síðan Keisarar seinni alda, höfðu töglin og hagldirnar, í sínum höndum, og burtséð frá Kommúnista tímabilinu 1922 - 1991, hafa Rússar ekki þekkt annað, en sterka menn á tróni sínum, misvitra; vitaskuld.

Anna Sigríður !

Meiri reisn; er nú yfir Pútín, þar eystra - fremur en Þistilfjarðar Skoffíninu, hér heimafyrir; þér, að segja, fornvinkona góð.

Þingeyska sendingin; leggur sig fram um, að drabba allt hér niður - Pútín; er í fremstu röð uppbyggingarinnar eystra, og er margfaldur að burðum, verandi í brjóstvörninni, gagnvart Vestrænum Heimsvaldasinnum, aukin heldur, Anna mín.

Svo; ég leggi nú nokkuð, til þessarrar umræðu, gott fólk.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 18:14

3 identicon

Kirkjan legst fyrir valdinu og lætur nota sig gegn rétti hins smáa. Rúsland Pútíns? Trúlega! Ísland Davíðs?  Hvernig var þetta nú hér um árið þegar Kárahnjúkamótmælendurnir fengu ekki að tjalda á kirkjujörðinni!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 18:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

There once was a Pussyland,
where pussies played in a band,
but they failed,
and were jailed,
and Putin found it very grand.

Þorsteinn Briem, 17.8.2012 kl. 20:39

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og hvað ef Jón Jónsson hefði verið handtekinn af lögreglu fyrir utan dómshúsið?

Hefði það þá ekki skipt máli vegna þess að hann kann ekki mannganginn?

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2012 kl. 21:45

6 identicon

Pútín er hreinn mafíósi.. sem í samvinnu við rússnesku kirkjuna stefnir á mafíu-klerkaveldi.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 11:02

7 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Guðmundur !

Góður punktur; - sem þarfur, til ígrundunar. Reyndar; hefir Azerinn Kasparov (upp runninn í Azerbaidsjan, misminni mig ekki), verið sjálfum sér Rússum - Azerum og öðrum, til sífelldra leiðinda, beztur; við skákborðið, skilst mér.

DoctorE !

Hrapaðu ekki; of fljótt, að ályktunum, fornvinur góður. Ætli stæði ekki í þér; sem mér, og mörgum annarra, að halda utan um víðfeðmi Rússlands, fornvinur góður ?

Tala nú ekki um; væri Alaska enn, þar með talið - Alexander II. Keisari seldi Bandaríkjamönnum það auðlindaríka land, árið 1867, eins og við munum, Doctor minn.

Pútin er; í fylkingarbrjósti þeirra, sem stemma vilja stigu, við vaxandi yfirgangi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, hafir þú ekki, eftir tekið, fornvinur kæri.

Ekki síðri kveðjur; - hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 13:12

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vegna stjórnarhátta í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi gætu þessi ríki ekki fengið aðild að Evrópusambandinu núna og ekki er úlit fyrir að þeir breytist á næstunni.

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.

During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."

Ukraine–European Union relations


Króatía fær aðild að Evrópusambandinu 1. júlí á næsta ári
og Serbía sótti um aðild að sambandinu 22. desember 2009.

Accession of Croatia to the European Union


Accession of Serbia to the European Union

Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 16:06

9 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Ætíð; þá hefja skal vitræna umræðu, á einhverjum vefja netheima, skal erki Evrópu einsýnis pjakkurinn Steini Briem hefja raust sína, með sínar gáfulegu útskýringar - sem og þrálátu kópíueringar og pastanir.

Lestu betur; Rússlandssögu Steini minn, áður en þú hefir að troða marvaðann, ágæti drengur.

Manstu kannski ekki; 13. aldar sögu Rússa, þegar þeir þurftu að halda í skefjum, leiðinlegaustu þjóð Evrópu í vestri - Þjóðverjum; svo og frændum mínum  Mongólum í austri, undir öruggri Herstjórn Alexanders Nevský, Hersis af Novgor od ?

Eftir Napóleons innrásina, í byrjun 19. aldar - svo og Hitlers, á þeirri 20. vita Rússar betur en svo, að ekki borgar sig að tengjast Vestur- Evrópsku yfirgans ríkjunum, um of - og gera vart, héðan af.

Þjóðverjar þurfa; líkt og vinir mínir Ísraelsmenn, að verða rassskelltir ærlega, áður en þeim tekst að koma öllu á hvolf, á veraldarvísu, Steini minn.

Og mundu; Brussel - Berlínar öxullinn, eru ekki upphaf - né endir alls, svo sem.

Sízt lakari kveðjur; öðrum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 17:52

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óskar Helgi Helgason,

Ég hef sjálfur búið í Rússlandi og veit fullvel hvernig ástandið þar er og hefur verið undanfarna áratugi.

Rússland er lögregluríki.


Þingkosningar í Evrópusambandsríkjunum eru lýðræðislegar kosningar.

Þingmeirihlutinn styðst því við meirihluta kjósenda.

Þú og þínir líkar stundið hins vegar lýðskrum.

Hagur okkar Íslendinga batnaði mikið með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og hvaða íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp þeirri aðild?!

Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.

Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 20:54

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.

Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg LÍFSGÆÐI í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru MUN MEIRI en í Austur-Evrópu.

Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg LÍFSGÆÐI og íbúar Vestur-Evrópu.

Og að sjálfsögðu einnig LÝÐRÆÐI, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í sveitarstjórnar- og þingkosningum.

Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því ENGAN VEGINN fyrst og fremst um trúarbrögð.

Og Austur-Evrópuríkin vildu SJÁLF fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að AUKA SÍN LÍFSGÆÐI.

Finnland og Svíþjóð
eru EKKI í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og þau ríki fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera BÆÐI í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland, sem eins og Finnland á landamæri að Rússlandi.

En Eistland fékk ekki aðild að Evrópusambandinu OG NATO fyrr en árið 2004.

Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 20:56

12 identicon

Komið þið sæl; enn á ný !

Steini Briem !

Þú mættir alveg; spara þér gífuryrðin, um meint lýðskrum - mér; til handa.

ESB samsteypan; er margsönnuð að sök, að vera hluti morðingja samsteypu Pentagon og NATÓ blokkarinnar, en ef einhverjum sérstökum ástæðum, flaggið þið velunnarar hennar því ekkert sérstaklega, Steini minn.

''Hetjuskapur'' þessarra vina þinna, felst helzt í því, að drepa konur og börn, með ómönnuðum loftförum, austur í Afghanistan og Pakistan, þessi misserin.

Hygg; að þú ættir að rifa ögn seglin, áður en þú derrar þig frekar, Steini Briem !

Fjarri því; lakari kveðjur - en hinar fyrri - Steini Briem, og óforbetranlegur munnsöfnuður hans, hefir engin áhrif, þar á gott fólk, fremur venju /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 01:02

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óskar Helgi Helgason,

Þú hefur greinilega ekki glóru um hvað þú ert að röfla hér!

Ég hef sjálfur búið í Eistlandi og Rússlandi og er í daglegu sambandi við fólk sem býr í þessum löndum.

Eistland tók upp evru Í FYRRA og hefur ENGAN áhuga á að hætta að nota hana sem gjaldmiðil sinn eða segja upp aðild að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 01:45

14 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Steini Briem !

Þó svo; hártoganir þínar - sem útúrsnúningar, geti gengið til eilífðarnóns, á síðu ykkar Andrésar Péturssonar (Evrópusamtakanna), er ekki þar með sagt, að það gangi, hjá öðrum, endalaust.

Í athugasemd minni; nr. 12, í röð þessarri, kom ég inn á aðild ESB, að morð verksmiðjum Pentagon og NATÓ - nefndi ekkert sérstaklega, Eistland og Rússland, né Evru skriflið á nokkra lund þar, ágæti drengur.

Reyndu ekki; að misbjóða gestrisni Ómars síðuhafa - né öðrum þátttakendum, þessarrar umræðu, með skætingi og útúrsnúningum, til þess að breiða yfir þau myrkraverk, sem Evrópskir vinir þínir, eru hlutaðeigendur að, austur í Mið- Asíu, sem víðar, Steini minn.

Viðurkenndu bara; mannlegan breyskleika þinn, sem annað hvort kristallazt í heimsku, eða lélegu greindarfari - eða hreinni fávizku, ágæti drengur !

Ertu ekki stoltur af; að vera opinberlega, einn dyggasti fylgjandi Fjórða ríkis, Merkel kerlingarinnar, og félaga hennar hér á landi, Steini Briem ?

Þér er vorkunn ein; að þessum sóðalega félagsskap, ágæti drengur.

Reyndu; að losna úr viðjunum - og horfa til ALLRAR HEIMSBYGGÐARINNAR, ekki bara liðlega 8% hennar, viljir þú, mín ráð hafa, Steini minn ! 

Alls ekki; lakari kveðjur - en aðrar áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 02:25

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óskar Helgi Helgason,

Þú ert greinilega kexruglaður!

Pútín mun örugglega koma til þín í blautum draumi í nótt!

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 03:08

16 identicon

Komið þið sæl; sem áður - og aftur !

Steini Briem !

Þitt andsvar; hið nýjasta, er fullkomin sönnun rökheldni, þinnar.

Þú ert einfaldlega ekki; maður til, að gangast við siðferðilegu óeðli, þínu.

Látum svo aðra dæma um; hver ruglaður er, í þessarri umræðu, yfirhöfuð.

Með; hinum sömu kveðjum, sem áður, að sjálfsögðu - kveðjum vorkunnsemi, til Steina Briem, aftur á móti /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 03:22

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óskar Helgi Helgason,

Farðu nú að gamna þér með öllum þínum fasistabullum!

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 03:38

18 identicon

Pútín kallinn leikur hart á skákborði Rússlands. Flestir munu vera því sammála.

En, er það nauðsynlegt? Og hver er tilgangurinn?

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 07:59

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Pútín er ekki verri en stjórnendur annarra stórvelda, heldur þvert á móti skárri, ef eitthvað er. En það eru áróðursöfl, sem vilja stjórna skoðunum fólks í heiminum, og fórna til þess saklausu fólki.

Það eru til nægar upplýsingar og sannanir um hvernig leikritið um turnana tvo í Bandaríkjunum átti að koma sök á saklausa. Fólk getur kynnt sér það, ef það hefur áhuga á jöfnu réttlæti fyrir alla. 

Það er verið að koma sök á saklausa út um allan heim, og pólitísk áróðursöfl eru látin sjá um að velja úr, einhverjar einangraðar tuggur, til að tyggja í almenning. Heilaþvottur virðist vera takmark sumra, frekar en opin og réttlát rökræða.

Það er undarlegt að sumir virðast forðast að rökræða það sem ekki hentar pólitískri einstefnu öfganna. Sannleikanum er hiklaust snúið á hvolf, og svo er umræðan flúin ef þarf að rökstyðja öfugsnúninginn. Þetta er frekar afhjúpandi fyrir áróðurs-meistarana einhæfu.

Réttlæti með landamærum? Er það til í raunveruleikanum? Ekki að mínu mati.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.8.2012 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband