Sungið og spilað fyrir nýja stjórnarskrá.

Menningarnótt markar að þessu sinni skil í ferli nýrrar stjórnarskrár að því leyti að í fjórar klukkustundir samfleytt, milli klukkan 16:00 og 20:00, verða útitónleikar á leikvelli við Haðarstíg, þar sem landsfrægir tónlistarmenn kynna nýja stjórnarskrá á vegum SANS, Samtaka áhugafólks um nýja stjórnarskrá.

Meðal tónlistar, sem þar verður flutt, eru ný tónverk í tilefni af einstökum atriðum stjórnarskrárinnar og getur fólk tekið undir í viðlögum ef svo ber undir.

Haðarstígur liggur frá norðri til suðurs milli Freyjugötu og Nönnugötu vestan við Njarðargötu, búist við bongóblíðunni sem verið hefur í mestallt sumar og því allar forsendur til að fólk geti átt ánægjulegar og fjörlegar stundir á þessum tónleikum.


mbl.is Menningarnótt í 17. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru feitir miðaldra hvítir karlmenn (FEMKA) velkomnir?

Það er ekkert minnst á þá í þesum stjónraskrárdrögum

Grímur (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 14:36

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú, ég hélt að aðalfjörið væri í Kringlunni og uppi í Breiðholti, eins og vanalega.

Þorsteinn Briem, 18.8.2012 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband