"Ónytjungar og ómagar á þjóðinni." - "Eitthvað annað, ha! Ha!"

Árum saman hefur verið fróðlegt að fylgjast með ýmsum ummælum bloggara og annarra þar sem þeir hafa birt sýn sína á íslenskt atvinnulíf.

Í tíu ár hefur verið vinsælt að nefna allt annað en stóriðju með háðstóni: "Eitthvað annað. Ha! Ha!."

Samt er það svo að um 1% af vinnuaflinu er í álverum en 99% "eitthvað annað".

Listamenn hafa verið sagðir "ómagar á þjóðinni" og "Lattelepjandi kaffihúsalýður í 101 Reykjavík."

"Það getur hver sem er farið út í bílskúr með gítarinn og lamið saman lag og texta. Við þurfum ekki ónytjunga og letingja til þess sem gera ekkert annað en að liggja upp á þjóðinni og auðvitað eiga þeir ekki skilið að frá krónu", voru ein ummælin í athugsasemd á bloggsíðu þegar rætt var um höfundarlaun tónlistarmanna og yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem hringdu inn á eina útvarpsrásina voru sama sinnis og bloggarinn. 

Samt er þáttur listamanna í þjóðarframleiðslunni orðinn meiri en til dæmis landbúnaðarins að ekki sé talað um gjaldeyrisöflun.

Fróðlegt er að lesa um umsvif við gerð einnar af mörgum erlendum kvikmyndum, sem teknar eru hér á landi á þessu ári. 

Er merkilegt hvað "ónytjungar" og þeir sem vinna við "eitthvað annað" berast mikið á.


mbl.is Aronofsky: Takk, Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkiskirkja sumra íslendingar er stærsti einstaki ómaginn. Að lágmarki 5000 milljónir fara í þann pytt árlega. Það er ekki nokkur von um að þeir peningar muni skila sér tilbaka.... en ef við hættum í henni þá fáum við 5000 milljónir sem við gætum sett í hin ýmsu mál sem nú sitja á hakanum, tannheilsu barna ofl ofl ofl

DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 14:52

2 identicon

Af tilefni þess, að þetta blogg er tengt við kvikmyndagerð, þá er gaman að taka það fram, að leigðir voru 115 bílar, jeppar, sendibílar og væntanlega hefðbundnir bílar.

Þá hefur þurft nokkrar flugvélar til að fljúga til og frá landinu, með tæki og tól, sem og mannskap.

148 manns fengu vinnu við verkefnið.

Nú er þarft að taka það fram, að fátt er jafn umhverfisspillandi og bifreiðar og flugvélar. Það eiga menn að vita.

Að sjálfsögðu væri það gaman ef einhver myndi draga saman eyðslu á auðlindum jarðar, mengun og ágang á landi, til að skapa þessi 148 störf, og þær tekjur sem þessar fáu vikur skiluðu okkur Íslendingum í tekjur.

Og berum það svo saman við störfin í álverinu.

Eitthvað segir mér, að málflutningi Ómars yrði ekki gerður mikill greiði með þeim samanburði.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 15:52

3 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Ómar þú hefur sjálfur marg oft dottið í sama pittinn og þeir sem eru að setja út á listamenn.Ég held að það séu fáir sem tala eins oft niður störf fólks eins og þú gerir við störf fólks sem vinnur í álverum.Gerir þú þér grein fyrir því að það eru nokkur þúsund sem hafa lifibrauð af því að vinna í og við álver ? hvort það er 1% eða 99% skiptir bara engu máli.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 21.8.2012 kl. 16:22

4 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Við skulum bara bera virðingu fyrir öllum störfum. Líka hjá listamönnum og álvers fólki.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 21.8.2012 kl. 16:25

5 identicon

Æji Ómar vinur minn, í guðanna bænum ekki fara í þann gír að skralla listina yfir mikilvægi landbúnaðar, sem er reyndar mikilvægasti bissness á jarðkringlunni.

En hér kemur ein góð, frá bóndanum með aukastörf.

Sumarið 2005 var ég mótorlaus á dráttarvélinni minni, þurfti að bíða eftir pening, og svo eftir flutning á Perkins vél sem ég flutti inn. Fór ég því í smá skrap.
Ég þótti nógsamlega samansettur til að að standast próf sem statisti í mynd Clints Eastwoows, sem tekin var við Hafnir á Reykjanesi.
Við aukamennirnir vorum um 600 í byrjun, og allt að 1.000 manns á settinu þegar mest var. Þegar 4 vikur voru liðnar og ég þurfti að hendast heim í heyannir, þá vorum við reyndar bara 50 aukamenn eftir.
Þannig að NOAH, er ekkert einsdæmi. Þeir eru reyndar búnir að vera að þvælast hér allt um kring, en maður hefur sáralítið séð af þeim. Og ekki er kvartað yfir frágangi.

Svo má nefna það að öll þeirra not bera skatta í bak og fyrir, peningurinn kemur að utan, og þeir éta landbúnaðarafurðir í bak og fyrir við góðan róm ;)

Og Hilmar..... 115 bílar, jeppar, sendibílar og væntanlega hefðbundnir bílar. En ekki nema 148 störf? Voru þau reiknuð í ársverk eða á meðan á verkinu stóð? Ef svo var þá var það léleg sætanýting.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 16:31

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greiðslur íslenska ríkisins vegna sauðfjárræktar á þessu ári, 2012, eru um 4,5 milljarðar króna og þar af eru beinar greiðslur til sauðfjárbænda um 2,3 milljarðar króna, samkvæmt fjárlögum.

Þar að auki er árlegur girðingakostnaður Vegagerðarinnar, Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar vegna sauðfjár um 400 milljónir króna.

Samtals er því kostnaður ríkisins vegna sauðfjárræktarinnar um fimm milljarðar króna á þessu ári.


Árið 2008 höfðu 1.955 sauðfjárbú rétt til fjárhagslegs stuðnings ríkisins og dæmigerður sauðfjárbóndi er með 300-600 kindur.

Kostnaður ríkisins vegna hvers sauðfjárbús er því að meðaltali um 2,5 milljónir króna á þessu ári.


Landbúnaður og þróun dreifbýlis


Fjárlög fyrir árið 2012, sjá bls. 66

Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 16:43

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bændasamtök Íslands fá um 416 milljónir króna úr ríkissjóði á þessu ári, 2012.

Fjárlög fyrir árið 2012, sjá bls. 67

Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 16:45

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2012, eru um 6,1 milljarðar króna og þar af eru beinar greiðslur til kúabænda um 5,2 milljarðar króna, samkvæmt fjárlögum.

Árið 2008 höfðu 738 mjólkurbú rétt til fjárhagslegs stuðnings ríkisins og dæmigerður kúabóndi er með 30-40 kýr.

Kostnaður ríkisins vegna hvers mjólkurbús er því að meðaltali um 8,3 milljónir króna á þessu ári
, miðað við að búunum hafi ekkert fækkað frá árinu 2008.

Landbúnaður og þróun dreifbýlis


Fjárlög fyrir árið 2012, sjá bls. 66

Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 16:48

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

MATVÆLAÖRYGGI BJARTS Í SUMARHÚSUM NÚ OG ÞÁ.

Meirihlutinn af
fatnaði og matvörum sem seldur er í verslunum hérlendis er erlendur.

Þar að auki eru erlend aðföng notuð í langflestar "íslenskar" vörur, þar á meðal matvörur.

Erlend aðföng í landbúnaði hérlendis
eru til að mynda dráttarvélar, alls kyns aðrar búvélar, varahlutir, tilbúinn áburður, heyrúlluplast, illgresis- og skordýraeitur, kjarnfóður og olía.

"Íslensk" fiskiskip eru langflest smíðuð í öðrum löndum Evrópska efnhagssvæðisins og þau nota að sjálfsögðu einnig olíu.

Og áður en vélvæðing hófst í landbúnaði hérlendis keyptu "Bjartur í Sumarhúsum" og hans kollegar INNFLUTTA ljái, lampaolíu, áfengi, kaffi, tóbak, sykur og hveiti.

Og hvaða hráefni er notað í "íslenskar" pönnukökur?!

Kexverksmiðjan Frón
notaði eitt þúsund tonn af hveiti og sykri í framleiðslu sína árið 2000 en formaður Framsóknarflokksins heldur náttúrlega að það hafi allt verið ræktað hérlendis og "Bjartur í Sumarhúsum" hafi slegið grasið með berum höndunum!

Leggist allir flutningar af hingað til Íslands leggst því allur 
"íslenskur" landbúnaður einnig af!

Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 17:01

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagræn áhrif menningar - Dr. Ágúst Einarsson:

"Framlag menningar til landsframleiðslu er 4% en landbúnaðar 1%."

Þorsteinn Briem, 21.8.2012 kl. 17:25

11 identicon

Ég sé að þú hefur slátrað enn einu blogginu hjá Ómari, Steini, með því að dæla ruslpósti á síðuna.

Ætli Ómar sé þér þakklátur?

Hilmar (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 19:32

12 identicon

Ruslið sem ég finn hér á síðunni er frá þessum Hilmari.

Vissulega ekki frá Steina Briem. Hann er með upplýsingar; facts. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 19:38

13 identicon

Já, það er alveg dæmalaust hversu mikið af "facts" Steini getur rutt frá sér Haukur.

Sérlega áhugavert að hann skuli draga fram þá staðreynd, að dráttarvélar noti innflutta orkugjafa, sérstaklega þegar umræðan er um álver og listamenn.

Ég geri þó ráð fyrir, að karlinn hafi sent spammið vegna niðurgreiðslna á landbúnaðarvörum.

Ætli karlauminginn fái ekki áfall, ef honum yrði sagt frá hrikalegum niðurgreiðslum í ESB, og rosalegri spillingu sem fylgir landbúnaðinum þar?

Gæti sem best ímyndað mér, að hann myndi snarhætta að borða spillta ESB vöru.

Og hvað ætli Steini segi um þá staðreynd, að sjávarútvegur í ESB, skuldabandalaginu í Evrópu, sem gjöreyðir öllum fiskimiðum, niðurgreiði fiskveiðar um helming, og þaðan af meira?

Ég get haldið áfram, en það er kannski óþarfi að hafa þessa síðu á of háu greindarstigi. Þar með hyrfir þú Haukur minn.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 19:46

14 identicon

En talandi um niðurgreiðslur, hver ætli sé skýringin á því, að blessaaðir kratarnir fara á límingunum yfir niðurgreiðslum í landbúnaðai, en finnst það mjög fínt þegar list er niðurgreidd?

Og af hverju finnst krötunum hrikalegt að við niðurgreiðum landbúnaðarvörur, og nota hvert tækifæri sme gefst til að lýsa þeirri skoðun sinni, en þegja svo þunnu hljóði um gígantískar niðurgreiðslur og spillingi í ESB, skuldabandalagi Evrópu?

Ég hef nokkurn veginn komist að þeirri niðurstöðu, að krötum finnist landbúnaðarniðurgreiðsla vera spilling, án þess að þeir hafi svo sem getað skýrt hvers vegna, en finnist útlenda spillingin í skuldabandalaginu krúttleg, og svo gasalega cosmopólitísk.

Það svífur sennilega rómantík yfir vötnum í huga kratans, þegar kerfiskallar í Brussel misafara með skattfé almennings, yfir glasi af góðu kampavíni.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 20:23

15 identicon

Ómar, þetta eru nú meiri tröllin sem tröllríða kommentakerfinu á blogginu þínu.

Ellert Grétarsson (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 20:24

16 identicon

Jamm, Ellert, og sum tröllin eru yfirlætiströll, sem fjalla ekkert um efnið, og saka aðra um tröllun.

Tröllun er slæm, en hún er hátíð á við yfirlæti.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 20:37

17 identicon

Undarlegur málflutningur þessa Steina!

Þetta sem hann kallar greiðslur íslenska ríkisins vegna sauðfjárræktar og mjólkurframleiðslur eru greiðslur til þess að falsa vísitölur. Þetta er gert til þess að lækka verð til neytenda.

Hann sleppir því jafnframt að tala um það að greiðslur íslenska ríkisins til þess að skapa eitt starf í álveri eru tæpar 150 milljónir! Með þeim peningum hefðum við getað búið til um 100 störf í ilrækt, fyrir eitt starf í álveri!

Svo þetta um mengun bíla og flugvéla, hversu mikil náttúruspjöll, óafturkræf, eru af t.d. Kárahnjúkavirkjun? og hversu mikil mengun er af þessum fyrirtækjum sem lúta engum lögum og reglum um mengunarvarnir að ég tali nú ekki um reglum um siðferði í samskiptum við aðra. Nægir í því sambandi að nefna framkomu eins mesta glæpafyrirtækis heims á sviði náttúruspjalla, sem rekur álbræðslu hér á landi.

Kjartan Jónsson (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 20:52

18 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tók eftir að í fréttinni sem þessi færsla, Ómar, er byggð á er er getið um Raufhólahella og þeir sagðir vera nálægt Vík,en þeir eru á leiðinni milli RVK.og Þorlákshanar. Kallst það ekki Þrengsli?

Helga Kristjánsdóttir, 21.8.2012 kl. 22:03

19 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þorlákshafnar,átti það að vera.

Helga Kristjánsdóttir, 21.8.2012 kl. 22:04

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er í pistli mínum að fjalla um það hvernig framlag listamanna hefur verið talað niður og talað um ónytjunga og ómaga á þjóðinni. Ég fæ ekki séð að ég sé eða hafi verið að "tala niður" íslenskan landbúnað og mér sýnist raunar að þáttagerð mín og fréttaflutningur í sjónvarpi í áratugi hafi fremur talað bændur og landbúnað upp en niður.

Ómar Ragnarsson, 21.8.2012 kl. 23:25

21 Smámynd: Jens Guð

  Hvað heitir hann aftur þingmaðurinn frá Snæfellsnesi sem greiddi sér (ólöglega) ríflegan arf út úr hallarekstri útgerðarfélags?  Ásbjörn eða eitthvað svoleiðis (í kjölfar þess að hafa selt vatnsréttindi til kanadísks glæðafyrirtækis).  Sem spurði á alþingi hvers vegna listamenn gætu ekki fengið sér vinnu eins og annað fólk.  

Jens Guð, 22.8.2012 kl. 00:27

22 Smámynd: Jens Guð

...glæpafyrirtækis...

Jens Guð, 22.8.2012 kl. 00:29

23 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Helga nefnir Raufarhólshelli, hann var við Þrengslaveg síðast þegar ég vissi en kannski er annar nálægt Vík? Gaman væri ef einhver staðfróður gæti upplýst okkur um það?

Ómar, ég hef komið nálægt álversmálum á margvíslegan máta, m.a. unnið í einu þeirra. Helsta röksemdarfærsla álversmanna hefur alltaf verið störfin sem álverunum fylgja. Það er auðvitað mjög skammsýnt því það er alveg ljóst að innan fárra áratuga munu flest störf hverfa úr áliðnaði.

Ástæðan er einföld: Aðal kostnaður álvers er orka, orkan ræður staðsetningunni. Starfsfólk er aðal vandamál álverksmiðju, orka og þéttbýli fara sjaldnast saman og starfsfólk á það til að vera með ósanngjarnar kröfur eða bara hreina ólund. Það var aðal vandi þess álvers sem ég vann við - verkstjórar eyddu talsverðum í því að leita að starfsfólki sem faldi sig á kaffistofum annarra deilda, fólk vann með hangandi hendi og entist ekki nema stuttan tíma. Enda er allt starfsumhverfið svo mannfjandlegt að minnir á fordyr helvítis.

Áliðnaðurinn er í mikilli þróun í átt til aukinnar sjálfvirkni, m.a. til að auka gæði, en fyrst og fremst til að losna við starfsólkið. Þau álver sem ég hef séð inn í hafa verið afskaplega gamaldags og án allrar sjálfvirkni.

Það eru víst frændur okkar Svíar sem leiða þróunina, fyrirtækið ABB er eitt það fremsta meðal hinna nýju framleiðenda fjölhæfra sjálfvirknikerfa. Árið 2008 var búnaður þeirra notaður í nýrri álbræðslu í Abu Dhabi, þeirri stærstu í heiminum (sjá: http://www.automation.com/content/abb-supplies-automation-for-aluminum-smelter-in-uae).

Framtíðin, og þá á ég við framtíð sem færist sífellt nær og mun gjörbylta starfsaðstæðum komandi kynslóða, felur í sér stórfellda sjálfvirknivæðingu fjölmargra starfa (Eiríkur Brynjólfsson hefur ásamt öðrum skrifað bók um málið, er með hana í pöntun, sjá http://www.amazon.com/Race-Against-Machine-Accelerating-Productivity/dp/0984725113/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1345615902&sr=8-1&keywords=race+against+the+machine). Störf framtíðar verða fyrst og fremst innan skapandi greina, listgreina, greina þar sem þeir hæfileikar mannsins sem tölvur eiga enn erfitt með að apa eftir fá að njóta sín.

Störf í stóriðnaði er skammsýnasta lausn sem íslenskum pólítíkusum hefur dottið í hug. Reynslan fyrir austan er heldur ekki góð: Álverið hirðir besta starfsólkið úr sjávariðnaðinum (sem var á leiðinni burtu hvort eð var), fólki heldur áfram að fækka, framtíðin hefur ekkert frekar upp á að bjóða annað en sífellt færri störf.

Brynjólfur Þorvarðsson, 22.8.2012 kl. 06:20

24 identicon

Ég á nágranna, sem byrjuðu í búskap upp úr 1980. Alveg harðduglegt fólk, og nú í dag eru þau bæði talsvert slitin eftir þrælavinnu. Svona er það bara.

Oft kom ég til þeirra á tímabili, og man eftir tilfelli hvar húsfreyja var eitthvað súr út í athugasemd sem kunningjakona hennar hafði gefið henni. Það var ca. á þessa leið:

"Nú, þið eruð með beljur. En eruð þið ekkert í vinnu? Akkvuru fáið þið ykkur ekki vinnu?"

Ég hugsa að þessi hjú hafi ekki farið af vaktinni meir en 10 daga s.l. 30 ár. Sem sagt öngvir 135 frídagar á ári m.v. meðal-launamann, sem gerir svona 4000 daga sem þau sannarlega ættu inni.

En akkvuru fengu þau sér ekki bara vinnu?

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 06:35

25 identicon

Brynjólfur.

Álver er fjarri því að vera skammsýni. Hætti það rekstri eftir 30-40 ár eigum við virkjunina skuldlausa til að framleiða rafmagn í 100-150 ár fyrir komandi kynslóðir. Geri aðrir betur.

Leitt hve umræðan er lituð af fordómum,  því ál er hið besta mál.

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 19:27

26 identicon

Hjá Ómari kemur fram mjög algengur misskilningur þeirra sem nefna einhverja prósentu af landsframleiðslu (eða "Þjóðarframleiðslu einsog Ómar segir) sem þessi eða hinn atvinnuvegurinn leggur til og vilja síðan meina að þetta sé einhver mælikvarði á "mikilvægi" atvinnuvegarins fyrir þjóðina osfrv.

Þetta er auðvitað bull.

Absurdum þetta aðeins. Ef allir Íslendingar ættu sleggju og stein og púluðu við það allan daginn að búa til möl til útflutnings þá væri framlag malarframleiðslunnar til landsframleiðslu 100%. Malarframleiðsla væri þá "undirstöðuatvinnuvegur", skilaði 100% af útflutningstekjum okkar og það væru löng blogg á moggablogginu sem rökstyddu það að það væri fáranlegt að hrófla við þessari gullgæs.

En við værum líka bláfátækir blábjánar. Ef við hættum malarframleiðslunni og færum að gera næstum því hvað sem er annað myndum við auka landsframleiðsluna, bæta kjör okkar og malarframleiðsla yrði fljótlega 0% af landsframleiðslu eða því sem næst.

Landbúnaður er næstum tvöfalt stærri hluti af landsframleiðslu á Íslandi en landbúnaður er hjá öðrum þjóðum. Þetta er ekki mælikvarði á mikilvægi eða hagkvæmni heldur akkúrat öfugt...vísbending um sóun...enda geta menn spurt sig...afhverju er tvöfalt dýrara fyrir Íslendinga en aðrar þjóðir að fæða sig?

Og mig grunar að það sama eigi við um listina. "Þáttur listamanna í þjóðarframleiðslu" er mælikvarði á hversu mikið við spanderum til lista...ekki á mikilvægi framlags lista. Stærstur hluti þessarar eyðslusemi eru margvísleg nauðungargjöld og millifærslur. Það bendir til þess að við gætum aukið hagsæld okkar með því að eyða peningunum okkar í eitthvað annað.

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 10:29

27 identicon

Já blessaður, komdu með þetta betur.
Hverjar eru "aðrar þjóðir"
Og hvar er sóunin?

Mig grunar að það þurfi enn að nefna að harðbýlt er á Íslandi, harðbýlla enn vegna margvíslegra stjórnvaldsaðgerða s.l. áratugi, bændur hafa flestir misst af sóuninni enda eru flestir snauðir, og meiri parturinn af sóuninni endar á mölinni, enda sama uppi á teningnum hvar 50% af þeim kalóríum sem landinn étur innfluttur, og sú álagning endar hvar?

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 13:55

28 identicon

Sæll Jón Logi...

Sjá t.d. hér. En nota bene...það verður að skoða þetta með þeim gleraugum að við með ca. 1,4% mv. 2007 flytjum inn ca. 50% af okkar hitaeiningum (en framleiðum það ekki sjálf) og eiginlega ekkert út (sem kveður eitthvað að) vs. þjóðir þar sem landbúnaður er alvöru atvinnugrein og flytja lítið sem ekkert inn af matvælum en mikið út, t.d. USA.

Annars svarar þú ágætlega sjálfur spurningunni. Sóunin felst í harðbýlu landi sem einfaldlega hentar illa til landbúnaðarvöruframleiðslu og kerfinu sem utan um landbúnaðinn hefur verið byggt.

Það dettur engum í hug að kenna bændum um sóunina...en þeir mættu gjarnan vera opnari fyrir breytingum. Þeir ríghalda í kerfi sem hefur beint kröftum þeirra í framleiðslu vara sem hafa svo lítið framleiðsluvirði og svo lítinn virðisauka að það þarf að bæta þeim það upp með sérstökum beingreiðslum sem heita það vegna þess að þær eru teknar beint upp úr vösum skattgreiðenda. Getur þetta gengið endalaust ?...

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 15:03

29 identicon

Þá veistu lítið um styrki í t.d. ESB. Kollegar mínir sem ég þekki þar (ojá, ég hef unnið þar í landbúnaði) hreinlega fölna af skelfingu þegar þeir fá grunntölur í settöppinu í búskap hér. Ég hef marsinnis fengið það álit að hér sé ekki hægt að búa. Land er of dýrt, uppskera of lítil, vextir of háir og þar fram eftir götunum.
Þar eru styrkir frekar ógagnsæir, en hér eru þeir frekar auðrekjanlegir. Tilgangurinn er sá sami, - að gera vöruna ódýrari til neytandans. Þetta hét "niðurgreiðslur til neytenda", en breyttist svo í "beingreiðslur til bænda"
Þetta virkaði þannig, að t.a.m. lítri af mjólk var lækkaður um helming til bóndans bara sisvona, en hinn helmingurinn sem á vantaði kom þá frá ríkinu. Vel meint, mjólkin fór á skid & ingenting inn á markað. En....þegar í stað hækkaði álagning, og niðurstaðan varð sama verð, nema hvað að allt í einu voru bændur brennimerktir sem sníkjudýr á aumingjans pöpulnum.
Meiri parturinn af beingreiðslum fer í mjólkurframleiðslu. Hún er hér í gæðastaðli á heimsklassa, - líterinn af sambærilegri mjólk t.a.m. kostar um 3 evrur í Þýskalandi. Mjólkurvörur eru reyndar ekki sérstaklega dýrar hérna, og meiriparturinn af öllu klabbinu ódýrari en t.a.m. í því ríki sem sambærilegast er með harðbýli, - Noreg.
Oftast skoða ég verðin í Þýskalandi, því þar á ég leið um, og skal glaður taka prískönnun í Bretlandi núna í September.
Það hafa reyndar verið gríðarlegar breytingar í framleiðslu allri, en ekki er víst að þær hafi allar verið til bóta. Landbúnaður er í dag harður bransi, og mun fáskipaðri stétt en fyrir bara 25 árum. Minnist ég nú orða Jónasar ritstjóra Kristjánssonar, - margtuggðra, - um það að bændur væru allt of margir og betra væri að hafa sem fæsta, þeir hefðu þá efni á því að lifa sómasamlega, og varan yrði billeg.
Eitthvað fór það öðruvísi.

En rétt finnst mér ádrepan um kerfið utan um framleiðsluna. Sá hluti er hinsvegar að mestu verk löggjafans. Og á meðan bændum hefur fækkað um helming eru "aðrir tengdir" í mikilli fjölgun.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 06:24

30 identicon

Smá "update"!

Berast manni nú þau tíðindi að mjólk í þeim klassa sem er hér kosti 367 kr/ltr í USA.  Skrítið, - kannski heldur harðbýlt hjá þeim?

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband