17.2.2007 | 00:56
SIGGI, BERÐU HÖFUÐIÐ HÁTT!
Ég sperrti eyrun þegar ég heyrði óvenju kraftmikla rödd hljóma í X-factor í kvöld. Ég er ekki að segja að hann væri eins og Tom Jones en það hringdu bjöllur í hausnum á mér. Mér fannst óskiljanlegt að þessi öflugi söngvari væri sendur heim.
Hann var sakaður um að syngja svipuð lög og hann hefði gert áður, - skorta fjölbreytni í lagavali. Come on, án þess að ég beri þá saman, þá held ég að ef Tom Jones hefði sungið fjögur lög í keppninni hefði líka mátt senda hann heim fyrir einhæft lagaval.
Siggi, þú eignaðist áreiðanlega fleiri aðdáendur en mig í kvöld. Berðu höfuðið hátt! Gerðu plötu með góðra manna hjálp og ég skal kaupa hana. Láttu ekki hrekja þig frá því að syngja lög sem henta þér og þinni óvenjulega kraftmiklu rödd. En meðal annarra orða: Hvar hefurðu verið í öll þessi ár?
Af hverju heyrði ég í þér fyrsta sinn í kvöld? Láttu það ekki verða í síðasta sinn!
Athugasemdir
Eg er líka voða sár að Siggi var sendur heim skil þetta ekki .'Omar þú hefur ekki sótt samkomur hjá Hjálpræðishernum þar er Siggi búin að syngja lengi.Hann er kafteinn hjá hernum á Akureyri ásamt konu sinn sem syngur alveg listavel líka .
Rannveig Höskuldsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 01:52
Kæri Ómar. Ég er hreint eins og það hafi verið ekið harkalega aftan á mig í gær, en það var nefnilega tilfellið, það var ekið aftan á bílinn minn í gær en hugar ástand mitt var betra eftir ákeyrsluna í gærdag en eftir sjokkið sem ég fékk þegar Siggi var sendur heim. Ég tek heilshugar undir orð Einars Bárðar þegar hann tjáði sig um almenna hæfni Ellýar til að dæma um góðan söng. Siggi var klárlega með eitt af þremur bestu framlögum þessa kvölds og nú er fyrst við þjóðina að sakast að koma honum í botn tvo. Nú hefur x-factor þann kost að ef svona atkvæða slys koma fyrir þá er á faglegan hátt hægt að afstýra slysinu en Ellý hafði ekki, kvorki kjark né vit til að greina þar á milli. GÍS flokkurinn sem er að mínu mati alveg ágætis flokkur, en come on, þær klikkuðu á textanum í gær og raddir þeirra eru svo ólíkar og ósamstæðar, væru sennilega betri í sitthvorulagi að mínu mati. Það sérst kanski vel að ég er sár og reiður við Ellý og reyndar hef ég allan tíman haft miklar efasemdir um hennar þáttöku í þáttunum, fynst hún reyndar "hundleiðinleg" og fyrir mér hefur hún eiðilagt mína ánægju að horfa á þáttinn. Þótt mönnum hafi ekki alltaf fundist Bubbi góður eða skemmtilegur í IDOL þáttunum þá var hann alltaf faglegur þegar á reyndi og samkvæmur sjálfum sér en Ellý hefur ekki snefil af þeirri visku og að lokum, SVEIATTAN Ellý................ og reyndar þjóðin líka.
Þröstur Óskar Kolbeins (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 11:02
Þröstur skrifaði orðrétt það sem ég hefði viljað koma á framfæri...
svo ég læt "sammála síðasta ræðumanni!!!"...duga.
Ingólfur Magnússon (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 12:40
Ég tek fyllilega undir þetta Ómar og hef tjáð mig um þetta á blogginu mínu í dag. Vonandi sjáum við Sigga sterkan á sviðinu áður en langt um líður.
Svanur Sigurbjörnsson, 17.2.2007 kl. 15:50
Sammála. Mér finnst líka leiðinlegt að keppin snúist um "mína" og "þína" keppendur. Alveg er mér hjartanlega sama hver er í hverju "liði".
Þóra Guðmundsdóttir, 17.2.2007 kl. 17:46
Já alveg fáránlegt að Siggi skuli hafa verið sendur heim. Ég persónulega skil ekki hvers vegna Ellý hafi verið fengin í að vera dómari/þjálfari í X-factor. Palli og Einar miklir fagmenn hvað tónlist varðar og eins og Einar sagði sjálfur þá efast ég stórkostlega um hæfni Ellýar til að þekkja góða söngrödd.
Birna (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 15:11
Skv. samningi sem allir þátttakendur verða að undirrita, áskilur stöð 2 sér
rétt til að breyta úrslitum sima/sms kosningu almennings...þeir taka milljonir
á viku í tekjur af þessum kosningum en ráða algerlega úrslitum hverju sinni.
Táttakendur eru bundnir þagnareiði og mega ekki tala um efni samnings
opinberlega...en sem kunningi þáttakenda get ég tjáð mig því þetta er bara
bölvað svindl.
Erlendis hafa fjölmiðlar flett af þessu svindli....og nú er komið að
Íslandi...og varla fer stöð2 að neita þessu þar sem tugur samninga þess efnis
er hjá fjölskyldum þeirra sem taka þátt í þessum þáttum.
og þegar maður pælir í því, þá er þetta afskaplega lógískt þar sem miklir
viðskiptalegir hagsmunir liggja í því hver vinnur hverju sinni sbr.plötusala
o.fl...og þeir láta t.d. ekki eitthvern vinna sem kannski ákveðinn landshluti
smalar í kosningu ef þeir telja hann ekki söluvænlegan...
bottom line: Almenningur borgar bara gjöldin í kosningunum...stöð2 ræður öllu
öðru ásamt sínum markaðsmönnum/hljómplötuútgefanda osvfrv...
Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.