Eins og Hitler, Himmler, Göring, Quisling og félagar.

Heinrich Himmler, Hermann Göring, Adolf Eichmann, Vidkun Quisling og aðrir stríðsglæpamenn voru taldir sakhæfir og dæmdir samkvæmt því eftir Seinni heimsstyrjöldina.

Höfuðpaurinn, Adolf Hitler, hefði líka verið úrskurðaður sakhæfur, ef hann hefði verið á lífi og náðst í stríðslok, fyrir að fyrirskipa algera útrýming 10,5 milljóna Gyðinga og fyrir að takast að drepa 6 milljónir þeirra.

Þessi stórfellda útrýmingarherferð var skipulögð og framkvæmd af yfirgengilegri nákvæmni og yfirvegun og mennirnir, sem stóðu að henni, því álitnir sakhæfir.

Hitt er síðan annað mál hvort menn séu dæmdir sekir eða ekki fyrir fjöldamorð, til dæmis loftárásir þar sem það eru að mestu óbreyttir borgarar, sem eru drepnir.

Norðmenn dæmdu Vidkun Quislning til dauða á sínum tíma og þar með sakhæfan og því er rökrétt að Anders Behring Breivik sé líka úrskurðaður sakhæfur.


mbl.is Mun taka 5-6 tíma að lesa dóminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband