Forneskjulegt og úrelt fyrirkomulag.

Bretar geta sjálfum sér um kennt ef þeir eru óánægðir með Harry prins. Þeir ríghalda í forneskjulegt og úrelt erfðafyrirkomulag varðandi þjóðhöfðingja landsins sem leiða það auðvitað af sér að alger tilviljun ræður því hvort snillingur eða vitleysingur situr í eða næst við hásæti þjóðhöfðingja landsins, hvort hæfur eða óhæfur geti komist til æðstu metorða.

Svipað er að segja um Svía og konung þeirra. Ef þar væri lýðveldi væri búið að setja hann af, ef hann hefði þá nokkurn tíma verið kosinn.

Skrýtið er að sjá leifar af þessari forneskju og úreltum fyrirbrigðum í tengslum við embætti forseta Íslands svo sem varðandi handhafa forsetavalds og eiga sér rætur í löngu aflögðu einveldi konungs og erfðareglur um það.


mbl.is Fer saman að vera partíljón og prins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Vegas sáum Harry hrókinn,
halda um pínulítinn lókinn,
amerískar kónginn kysstu,
af krúnudjásni ekki misstu.

Þorsteinn Briem, 25.8.2012 kl. 22:20

2 identicon

Þessi er andsk góð. En hafa ekki prinsar og kóngar oftast verið partíljón?

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 05:48

3 Smámynd: Snorri Hansson

"Bretar geta sjálfum sér um kennt ef þeir eru óánægðir með Harry prins!!"

Wov mér létti. Ég hélt að ef til vill væri þetta þúsundum af íslenkum bavíönum að kenna og að erlenda pressan færi að skrifa um okkur.

Snorri Hansson, 27.8.2012 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband