7.9.2012 | 05:49
"Heldur þann versta en þann næstbesta"?
Samkvæmt rannsóknum, þar sem öryggi í umferð er miðað við alvarleg slys eða dauðaslys, er öruggasti ferðamátinn að ferðast í rútu eða strætisvagni og vera bundinn í bílbelti.
Næstbest er að ferðast standandi í rútu eða strætó.
Númer þrjú er að vera í einkabíl.
Númer fjögur líkast til að vera á vélhjóli.
Ef við sleppum vélhjólinu er um þrjá kosti að velja.
Forstjóri strætó líkir viðhorfi þeirra, sem vilja frekar ferðalag í einkabíl heldur en að standa í strætó, við hugsun Snæfríðar Íslandssólar sem sagði um val sitt á eiginmanni: "Heldur þann versta en þann næstbesta."
En það má líka segja annað:
Ef völ er á hinu besta, af hverju að bjóða upp á það næstbesta?
Öruggari en í einkabíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lokaorðin í fréttinni eru : "Yrði farþegum Strætó bannað að standa og í staðinn bent á að fara í einkabíl væri í raun verið að knýja þá til að taka meiri áhættu."
Sem sagt, krafa um að rútur bjóða einungis upp á það besta mundi skerða aðgengi að hínu næstbesta (standandi í rútu), sem hafði þá áhrif að færa fólki frá nestbestu kostinn og í aḱveðnu marki frá hínu besta ( sitjandi með belti í rútu) yfir á númer þrjú (í einkabíl).
Hé eru rökin : að bjóða upp á að vera standandi ( sem yrði sennilega ekki mikið nýtt yfir lengri vegalengdir ) eykur sveigjanleika rútusamgangna og þarmeð hve fyrirsjáanlegt sé að maður komist með rútuna í hvert skipti. Þannig eykst samkeppnishæfni rútuferðar gagnvart bílum.
Með því að setja rútferðum skorðum er aftur á móti verið að bæta samkpnishæfni óöruggari kostsins, einkabilsins.
Að auka samkeppnishfni einkabíla á kostnað almenningssamgangna hefur líka slæm áhrif á umferðaröryggi annarrar umferðar, og slæm áhrif á umhverfi.
Ég get líka fært rök fyrir því að áhrifin af því að draga úr samkepnishæfni almenningssamgangna væri að vissu leyti neikvæð á skilvirkni samgangna, á landnotkun, á félagstengslum, valfrelsi, og hversu aðlaðandi Ísland sé sem ferðamannaland.
Þá mætti bæta við að mjög jákvætt væri í tengsl við umferðaröryggi að geta farið heim úr partí í rútu frekar en bakfullur á bíl. ( Mögulega eru rútuferðir enn of strjálar til að það sé oft raunhæft, reyndar, en þetta er samt annar kostur almenningssamgangna og valfrelsi þegar kemur að umferðaröryggi )
Morten Lange, 7.9.2012 kl. 10:12
Það má vel vera að rannsókn sýni þessar niðurstöður. En það er varla hægt að bera saman strætó í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins eða á 90 km hraða á hinu mjög svo vanþróaða þjóðvegakerfi landsins. Það á ekki að gefa neinn afslátt af öryggi. Ef rútum er skylt að hafa bílbelti fyrir hvern farþega á það sama að gilda um strætó sem ekur sömu leið á sömu forsendum.
Guðmundur (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 10:25
Sæll Omar! Eg hefdi ekki viljad vera standandi i rutunni ( stræto) sem for fram ur mer i Øxnadalnum i fyrradag. Eg keyrdi å 95km. hrada og hun drog mig uppi og for framur mer og hvarf. Tad er lågmarks kurteisi hjå tessum økutorum ad fara eftir løgum. Erekki håmarkshradi å svona økutækjum 80km. ?? Kv.fra Norge Einar
einar olafsson (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 16:33
Það er alveg með ólíkindum að geta talað fyrir því að það sé í lagi að farþegar standi í strætisvögnum á 90 km. hraða á þjóðvegum landsins. Ef vagninn þarf að nauðhemla og 120 kg. standandi farþegi fellur á sitjandi farþega og slasar hann, hver ber þá ábyrgð? Ef þetta er svona í góðu lagi af hverju er þá verið að setja kröfu um öryggisbelti í hópferðabílum?Áður en sveitafélöginn tóku við þessum rekstri voru sérleyfishafar með reksturinn og þeir voru skyldugir að koma með annan eða stærri bíl ef ekki voru sæti fyrir farþega.Af hverju er u gerðar aðrar kröfur núna þegar þetta er á ábyrgð sveitafélaganna og ríkið er að setja helmingi hærri upphæð í að niðurgreiða almenningssamgöngur á landsbyggðinni, þá má gefa afslátt af örygginu?
Þórir (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 16:49
Það er náttúrulega tvennt ólíkt þetta með standandi farþega hvort um er að ræða ferð á götum Höfuðborgarsvæðis eða milli landshluta. T.d. er víða á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar tuga metra brattar brekkur- niður að fara ef bíll fer út af- og ekki vil ég hugsa þá hugsun til enda hvað verður um standandi farþega í rútu, fari hún útaf t.d. ofarlega í Bólstaðarhlíðarbrekkunni!
Arnór (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 19:15
Það væri gaman að fá að sjá þessar rannsóknir, hver framkvæmdi þær, hvar og undir hvaða formerkjum.
Að halda því fram að standandi farþegi í rútu sé öruggari en farþegi með bílbelti í einkabíl, eru stór orð. Sérstaklega þegar verið er að ræða umferð út á þröngum og vanþróuðum þjóðvegum Íslands, þar sem færð er misjöfn og vindsveipir oft miklir.
Þeir sem slíkar fullyrðingar setja fram, verða að benda á þær rannsóknir sem um ræðir, orðum sínum til staðfestingar. Þá er hægt að skoða hvort hægt sé að heimfæra þær á Ísland.
Meðan það er ekki gert, er ekki hægt að líta orð forstjóra Strætó bs. öðrum augum en innihaldslausrar fullyrðingar, setta fram til að vinna því máli framgang að Strætó bs. fái undanþágur frá lögum, svo verk þeirra stangist ekki á við lögin.
Nú þegar eru vagnar á vegum fyrirtækisins farnir að aka um þjóðvegi landsins með standandi farþega, jafnvel þó fyrirtækið viti að það er með því að brjóta lög.
Gunnar Heiðarsson, 7.9.2012 kl. 19:59
Það sem ég er að segja, er að líta mætti á þann kost að hafa rúturnar stærri eða fleiri, þannig að allir geti setið. Væri fróðlegt að sjá útreikning með áhættumati á því til langs tíma, hvort aukakostnaður við slíkt myndi ekki verða minni en kostnaður vegna stórslysa.
Því að ef eitthvað hendir rútu á yfir 90 kílómetra hraða á þjóðvegi og margir farþegar standa, þarf ekki að spyrja að leikslokum.
Ómar Ragnarsson, 8.9.2012 kl. 01:22
Hér eru öll dauðaslys árið 2010 í ESB flokkuð eftir tegundum farartækja.
Farþegar og ökumenn í einkabílum: 14367
Farþegar og ökumenn í landbúðarvélum: 148
Farþegar og ökumenn í rútum og rútum/strætóum: 118
http://ec.europa.eu/transport/road_safety/pdf/statistics/2010_transport_mode.pdf
Pawel Bartoszek (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 09:13
Grein Pawels um þetta efni þegar þessui umræða var uppi síðast er góð : http://www.straeto.is/um-fyrirtaekid/frettir/nr/1198
Auðvitað vilja allir að sem allir geta fengið að sitja í rútunum, og það er og verður líklegast reyndin. Ef ekki má auðvtað aka stærri rútum eða fjölga ferðum.
Hér er tilvitnun í skýrslu sem þið getið fundið við netleit :
"Rail and air travel are the safest modes per distance travelled, followed by bus. The
passengers of trains, bus/coach and planes within the EU have the lowest fatality risk
per passenger kilometre. For the average passenger trip in the EU, bus travel has a 10
times lower fatality risk than car travel and air travel within the EU has for the average
flight distance about the same fatality risk per passenger kilometre as train travel and
both are half as risky as travel by coach. The risks associated with ferry travel fluctuate,
but the expected fatality risk is 4 to 8 times that of train travel."
Mér sýnist hér sé aðallega verið að fjalla um umferð á þjóðvegum, en ekki innan þéttbýlis.
Morten Lange, 12.9.2012 kl. 16:58
Og munum að þegar við skðum heildina þá er samanburðurinn eiginlega á milli rútu ( þar sem laaaang flestir sitja i sætum ) og einkabílum. Þetta með að standa er nánast á að lita sem jaðartilfelli. En auðvitað væri gott að vita hversu miklu meiri áhættan sé þegar fólk stendur í rútum á 90 km hraða, heldur en sitja.
Ég geri reyndar ráð fyrir að reynslutölurnar sem sýna að um 10 sinnum öruggari sé að vera farþegi í rútu heldur en að vera í einkabíll, miðast við að bara hluti séu í beltum. Betra fyrir umferðaröryggi væri klárlega að hvetja ti notkunar á beltum í rútum frekar en að neita fólki að koma með ef að vanti sæti. Tja, svo má vera að sniðug leið gæti fundist til að bæta enn frekar öryggi farþega sem eru ekki í sæti.
Morten Lange, 12.9.2012 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.