Firrtur viðmælandi í útvarpinu.

Ekki er vitað til þess að svona mikill snjór hafi fallið á landinu í byrjun september. Á bloggsíðu Sigurðar Þórs Guðjónssonar eru þessu gerð góð skil, en 20, 30 og 50 sentimetra jafnfallinn snjór er víða eins og sjá má á tölum frá athugunarstöðum  og það er álíka og sést hefur í Reykjavík aðeins í örfá skipti um hávetur á síðustu hundrað árum, 50 sm snjódýpt aðeins tvisvar.

Snjóalögin eru miklu meiri núna nyrðra en þau urðu hér mest í Reykjavík í fyrravetur þegar allir fjölmiðlarnir voru fullir dögum og vikum saman af fréttum um vandræði borgarbúa og fólk talaði varla um annað.

Samt vor fullt rafmagn og hiti allan tímann og mannvirki óskemmd, engin tré stráféllu eins og sums staðar fyrir norðan nú, og hvorki menn né dýr fórust í þessu tíðarfari sem þótti svona fréttnæmt í Reykjavík þótt það væri um hávetur.

Þegar síðar mun verra veður dynur yfir Norðlendinga með miklu meiri snjóþyngslum að sumarlagi gerist það að hringt er inn í útvarpsþátt og talað í fyrirlitningartóni og niðrandi um óhemjuskap Norðlendinga sem geri veður út af smámunum.

Viðmælandinn hefur væntanlega horft út um gluggann hjá sér hér syðra á meðan á símtalinu stóð og virt fyrir sér græn og laufmikil trén bærast fyrir haustvindi og Esjuna nær alauða í átta stiga hita á sama tíma sem frost var á mörgum athugunarstöðum fyrir norðan.

En firring af þessu tagi er ekki óalgeng hjá mörgum sem virðast ekki sjá út fyrir borgarmörkin.  


mbl.is Skera klakann af fénu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fimmtíu sentímetra en ekki fimmtíu metra jafnfallinn snjór, sem betur fer.

Torfbæir og fjárhús voru reist á hólum og þar sem langt var á milli hólanna í mörgum tilvikum urðu margir þar úti á vetrin og dúkkuðu ekki upp fyrr en að vori þegar hlánaði.

Rafmagnsleysi var algengt í Skíðadal á vetrin og hús hurfu oft undir snjó en þegar ég kom þangað fyrst var þar ekkert rafmagn, einungis olíulampar og eldað á gasi.

Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 19:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það sást af samheningin og notkun sentimetra í framhaldinu að hér var um innsláttarvilu að ræða.

Ómar Ragnarsson, 12.9.2012 kl. 20:22

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fjölmiðlar eiga einhverja sök á þessu og þetta á einnig við þegar veðrið er gott. Þegar sólin skín og hitastigð nálgast 20 gráður á höfuðborgarsvæðinu, þá eru allir fjölmiðlar stútfullir af umfjöllun um það en lítið minnst á slík veður á landsbyggðinni.

Jafnvel veðurfréttamenn á ljósvakamiðlunum eru skelfilega höfuðborgarmiðaðir. Þeir tala oft eins og hvergi sé veður nema í Reykjavík.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.9.2012 kl. 20:27

4 identicon

"Ekki er vitað til þess að svona mikill snjór hafi fallið á landinu í byrjun september", ritar Ómar í ofurham. Sami Ómar trúir einlæglega á boðskap kolefniskirkjunnar um meinta "hnatthlýnun".

Er þá að kólna núna á Íslandi Ómar minn? 

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 21:06

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, Hilmar, þetta eru merki um vaxandi öfgar í veðurfarinu eins og ýmsir vísindamenn spáðu fyrir um. "Boðskapur kolefniskirkjunnar" er ekki trúarbrögð né heldur "meint hnatthlýnun" eins og afneitunarmenn orða það.

Hlýnun loftslagsins á jörðinni og stórfelld minnkun hafíssins eru staðreyndir, ekki trúarbrögð.

Ómar Ragnarsson, 12.9.2012 kl. 23:22

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hefur lítil sem engin hlýnun verið á hnettinum okkar síðan um aldamót. Öfgar í veðurfari eru ekkert meiri en hafa áður verið. Fréttamiðlarar eru hins vegar mun víðar og fólki og mannvirkjum fjölgar. Samt hefur tjón vegna veðurs farið hlutfallslega fækkandi í heiminum síðustu áratugi, en þegar það verður þá eru beinar útsendingar frá herlegheitunum. Hamfarafréttir selja vel.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.9.2012 kl. 23:45

7 identicon

Mikil er trú þín Ómar minn. Staðreyndin er engu að síður sú að við fengum óvenju harðan vetur og kalt vor - og nú kafsnjóar á Norðurlandi í byrjun september!

Virtir veðurfræðingar, eins og Trausti Jónsson, blogga um það að samsvörun megi helst finna í hríðarveðri 26. og 27. ágúst 1971, en í kjölfarið fylgdi landfastur hafís vestur, norður og austur um land fram undir 1980.

Það er sama hvað klerkar kolefniskirkjunnar óskapast með hitamælana sína, þeir geta ekki fundið meira en meinta 0,7°C hækkun á meðalhitastigi jarðar síðustu 100 árin - 0,7°C hækkun Ómar! Finndu henni stað í baðvatninu þínu.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 00:11

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Veturinn var ekki kaldur þótt hann væri það sem þú kallar "harður". Meðalhitatölurnar síðasta vetur tala sínu máli um það. Hitinn var oftast rétt ofan við frostmark þegar mestu hríðarnar voru á útmánuðum.

Vorið var ekki harðari en það að hálendið var að mestu autt um vorið og flugvöllurinn minn á Brúaröræfum opnaðist fyrr en nokkru sinni áður.

Sumarmánuðirnir júní-ágúst voru meðal þeirra hlýjustu í sögunni. Eða var það bara ímyndun fólks að það hefði verið einstakt góðviðrissumar með meira en þrjár vikur þar sem hitinn fór alla daga einhvers staðar á landinu yfir 20 stig?

Hvernig útskýrið þið síminnkandi hafís í Íshafinu og bráðnun jöklanna?  Eru fyrirætlanir um auknar siglingar um Íshafið bara byggðar á bulli?

Ómar Ragnarsson, 13.9.2012 kl. 00:48

9 identicon

Hitastig í heiminum fer hækkandi, það er staðreynd ekki mýta. Þessi þróun veldur t.a.m. að heimskautaísinn bráðnar hraðar sem svo orsakar meðal annars að hafstraumar breyta sér og "rugla" veðurkerfin sem við erum vön. Þess vegna þýðir "hækkandi hitastig í heiminum" ekkert endilega Majorka veður á Íslandi heldur óvanalegt, meira öfgakennt veður.

Gunnar Th hitastigið í heiminum hefur rokið upp frá síðustu aldamótum. Þú og Hilmar ættuð að lesa greininga sem ég tengi á hér að neðan.

http://www.planetseed.com/node/15221

Birgir R (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 06:20

10 identicon

Það þarf bara pínulítinn hitamun til að rigning verði að snjó. Það þarf rúman hita til að geyma mikið vatn í lofti. Bara eðlisfræði. Lesist á þann veg, að fannfergi þarg alls ekki að vísa á kólnun.

Í Þingeyjasýslu er ársúrkoma frekar lítil, og svona "bomba" í magni til í September er einsdæmi.

Öfgar í veðurfari segir Ómar, og það mun rétt vera. Þegar hitamet á hnattvísu falla með sólvirknina lága, þá er eitthvað skrítið í gangi.

Og Hilmar, - þessi vetur var andsk. ekkert sérstaklega kaldur, og jarðklaki ekki mikill, vorið sæmilegt, og sumarið all hlýtt, spretta góð. Þetta reyndi ég a.m.k. á eigin skinni.
Öfgar í veðrum síðustu ár reyndi ég líka, - mesta frost hjá mér (Rangárvallasýsla) var 2004, - - 24 gráður, - mesti hiti 2008, 30.5, árið á undan 29.5, allt í 2ja metra hæð í forsælu, og 2 mælar.
Muni ég rétt féll heimshitametið 2008. Og "bara" 0.7 gráður er hellingur á einni öld. En  hver man ekki dæmisöguna um froskinn í vatnspottinum......

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 07:17

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Birgir, þarna er grafið til aldamóta 2000. Síðan þá hefur verið hlýtt en hlýnunin hefur nánast stoppað, a.m.k. hægt verulega á sér, þrátt fyrir aukningu co2

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.9.2012 kl. 07:53

12 identicon

Gunnar Th lýttu á trendið. Í kringum 1990 var líka stöðnun í hitaaukningu en svo hélt hitinn áfram að aukast, það gæti líka og er ábyggilega það sem er gerast ef það er eins og þú segir að hlýnunin hefur nánast stöðvast.

Global hiti hefur ekki verið hærri en nú í yfir 2000 ár og í raun þarf að fara 125.000 ár aftur í tímann til að finna hlýrra loftslag á heimsvísu (ekki bara á einum mælistöð, landi eða landshluta) og er nú.

Það þarf að líta á þetta með langtíma sýn, ekki bara að síðasti vetur var kaldur, hvar er global warming nú?

Birgir R (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 08:16

13 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er ýmislegt sem hefur áhrif á hitastig jarðar og vitað er að CO2 er þar ansi áhrifaríkt. Þættir eins og El Nino, eldvirkni og sólvirkni hafa áhrif. Þegar búið er að draga þá þætti frá þá fæst svona mynd:

 http://i619.photobucket.com/albums/tt275/Bob_Wall/GlobaltempswithoutENSOsolarandvolcanicinputs.jpg?t=1325369278

Þá er eftir stærsti þátturinn í hitabreytingum jarðarinnar - CO2.

Lesa má um helstu áhrifaþætti hnattrænnar hlýnunnar hér: Áhrifaþættir hinnar hnattrænu hlýnunar

Höskuldur Búi Jónsson, 13.9.2012 kl. 11:06

14 identicon

Best að svara Ómari fyrst:

Þú spyrð: "Eru fyrirætlanir um auknar siglingar um Íshafið bara byggðar á bulli?"

Svar: (Í fyllstu hreinskilni) Já.

Birgir R sækir í smiðju Höska og Svatla - allt í góðu með það. Sami Excelsirkusinn og loftkastalalíkönin.

Jón Logi er (eðlilega) sérfræðingur í vatni. Snjór er í eðli sínu kaldari en fljótandi vatn félagi.

Og þá stígur einn af sjálfskipuðum merkisberum kolefniskirkjunnar á Íslandi, sjálfur umhverfisriddarinn Höski, fram með enn eina "Adjusted data" skreytinguna sína.

Eins og venjulega eru þetta fjarska falleg gögn hjá Höska - en hvað er líffræðingurinn að leika sér með? Meinta 0,4°C hitabreytingu jarðar á síðustu 30 árum!

Venjulegir alvöru vísindamenn flokka meinta 0,4°C hitabreytingu á 30 árum undir "suð" (noise) - random flökt í mælitækjum, en ekki Höski. Mælitækin hans hafa nefnilega nákvæmni upp á 0,000000000000000000000000000001°C(!)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 14:25

15 identicon

Snjór er eðlilega kaldari en vatn, en munurinn er ekki nema gráða.....
Til að fá mjög mikinn snjó þarf hins vegar góða geymslu fyrir loftraka, - því heitara, því meira. Svo þarf bara að hitta á kuldaskil og PRESTO!
Háloftin hafa verið með eindæmum heit í sumar. Ómar man þetta kannski betur en ég, en voru ekki 9 gráður að morgunlagi í 5.500 feta hæð yfir Eyjafjallatindi einhvern tímann í sumar? Minnir það....

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 11:33

16 identicon

30 ár ná ekki einu sinni suði á mælistiku jarðarinnar þar sem 10.000 ár líða á milli ísalda, jafnvel lítilla! Burt Rutan hefur aðeins kynnt sér málið, hægt að gera margt vitlausara en lesa hans punkta.

Karl J. (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband