Höfuðborg = miðstöð samgangna.

Samgöngur eru aðaluppspretta borga og krossgötur draga að sér verslun, þjónustu og byggð. Reykjavík, Borgarnes, Blönduós, Sauðárkrókur, Akureyri, Egilsstaðir, Hvolsvöllur, Hella, Selfoss, - allt eru þetta þéttbýli sem krossgötur hafa myndað.

Höfuðborgin hefur auknum skyldum að gegna í þessu efni. Hún þarf að vera miðstöð allra þriggja þátta samgangna í landinu, á landi, í lofti og á sjó.

Reykjavík er með landsamgöngumannvirki sem þekja hartnær 50% svæðisins vestan Elliðaáa. Hafnarmannvirki taka um 7% og flugvöllurinn um 7%.

Ekkert af þessu má vanta ef Reykjavík á að standa undir nafni sem höfuðborg.

Ef það er talið réttlætanlegt að leggja flugvöllinn niður og breyta því svæði í íbúðabyggð má alveg eins hugsa sér að breyta hafnarsvæðinu í íbúðabyggð og flytja þá starfsemi til Suðurnesja, enda styttra frá útlöndum þangað en til Reykjavíkur.

Meðalfjarlægð flugvalla frá borgarmiðju í heiminum er 7 kílómetrar. Reykjavíkurflugvöllur er 4 kílómetra frá þungamiðju íbúðabyggðar á höfuðborgarsvæðinu.

Fráleitt er að Reykjavíkurflugvöllur verði í 46 kílómetra fjarlægð frá þessari miðju og í öfuga átt frá öllum flugleiðum  innanlands, þ. e. að allar flugleiðir innanlands lengist um 20-38 kílómetra ef innanlandsflugið flyst til Keflavíkur.

Engin dæmi eru til um slíkt annars staðar, enda myndi færsla flugvallarins lengja ferðaleiðina fram og til baka til Akureyrar um 162 kílómetra!

Þar að auki er Keflavíkurflugvöllur í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð frá virku eldfjallasvæði og veðurlag oft þannig þar, að hann er lokaður þegar Reykjavíkurflugvöllur er lokaður.


mbl.is Óljóst inntak „höfuðborgarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem okkur á landsbyggðinni finnst skrítnast við þetta allt saman (glöggt er gests augað), er það að herja á flugvallarsvæðið, á meðan það er búið að yfir-byggja í magni á höfuðborgarsvæðinu.
Jafn skrítið er, að það er alltaf talað eins og það séu til ótæmandi krónur í kassanum til að byggja upp aðstöðu annars staðar. Þetta eru milljarða framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli! Á bara að henda þeim til þess að skapa pláss fyrir eitthvað sem of mikið er til af?????

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 11:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurflugvöllur þjónar að sjálfsögðu ekki eingöngu Reykjavík og flugvöllur á Hólmsheiði yrði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.

Flugvöllur á Hólmsheiði yrði einungis í 15 kílómetra fjarlægð frá Gamla miðbænum í Reykjavík og áætlaður ferðatími þangað frá flugvellinum er 15 mínútur, samkvæmt skýrslu frá september 2006 um framtíðarflugvallarstæði í Reykjavík.

Hæð yfir sjó yrði 135 metrar, en Keflavíkurflugvöllur er í 52ja metra hæð, og aðalbraut lægi AV en þverbraut NS.

Blindaðflug yrði mögulegt úr austri og vestri og Hólmsheiði fær góða eða þokkalega einkunn fyrir alla flugstarfsemi, þar með talið sjúkraflug, sem fær þokkalega einkunn.

Heildarkostnaður við flugvöllinn yrði um tíu milljarðar króna en frá þeirri upphæð dregst andvirði verðmætasta byggingarlandsins í Reykjavík, 135 hektarar innan girðingar í Vatnsmýrinni, og Samtök um betri byggð töldu árið 2001 að það byggingarland væri að minnsta kosti fjörutíu milljarða króna virði.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024


Veðurmælingar á Hólmsheiði, Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli

Þorsteinn Briem, 14.9.2012 kl. 12:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagfræðistofnun reiknaði árið 2007 með 38 milljarða króna þjóðhagslegum ábata af flugvelli á Hólmsheiði og 18 milljarða hagnaði ríkissjóðs, 26 milljarða hagnaði borgarsjóðs og 11,5 milljarða hagnaði íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Hins vegar yrði töluvert minni ábati af flugvelli á Lönguskerjum.

Apríl 2007: Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar - Sjá bls. 87


Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar.


Þar var að meðaltali 79,8% loftraki árin 2006 og 2007 en 75,3% í Vatnsmýrinni.

Meðalvindhraði
á Hólmsheiðinni á þessu tímabili var 6,6 m/s en í Vatnsmýrinni 5,4 m/s og tíðni vindátta var áþekk.

Og á Hólmsheiðinni var meðalhitinn 4,5 gráður, eða 1,1 gráðu lægri en á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli.

Veðurmælingar á Hólmsheiði, Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli


Hins vegar var meðalhitinn á Hólmsheiði árin 2006 og 2007 trúlega eins og hann var á Reykjavíkurflugvelli árið 1975.

Hlýnað hefur hérlendis um 0,35°C á áratug frá árinu 1975, um 1,1 gráðu, sem er nokkru meira en hnattræn hlýnun á sama tímabili.

Veðurstofa Íslands - Loftslagsbreytingar


Meðalhiti eftir mánuðum í Reykjavík á árunum 1961-1990 var á bilinu 0-10°C, kaldast í desember og janúar, þegar meðalhitinn fór rétt niður fyrir frostmark, en heitast í júlí og ágúst.

Og búast má við áframhaldandi hlýnun í Reykjavík næstu áratugina.


Veðurstofa Íslands - Hnattrænar breytingar loftslags og áhrif þeirra á Íslandi - Sjá bls. 17


Þannig reiknar Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen með að sjávarstaðan við Reykjavík hafi hækkað um 80 sentímetra árið 2100 og 205 sentímetra árið 2200 vegna landsigs og gróðurhúsaáhrifa.

Sjávarstaðan hækkar því mikið við Löngusker á næstu áratugum og færir þau í kaf. Og væntanlega þarf að hækka sjóvarnargarða í Reykjavík.

Austurhöfnin - Minnisblað VST um sjávarstöðu í Reykjavík - Sjá bls. 19

Þorsteinn Briem, 14.9.2012 kl. 12:29

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hægt yrði að flytja sjúklinga með þyrlu af flugvelli á Hólmsheiðinni á þyrlupall við Landspítalann við Hringbraut, ef á þyrfti að halda.

Það tæki jafn langan tíma og að flytja sjúklinga með sjúkrabíl frá Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýrinni að Landspítalanum við Hringbraut.

Og í langflestum tilfellum eru sjúklingar fluttir með sjúkrabíl á höfuðborgarsvæðinu.

Sjúklingar á Suðurlandi og Vesturlandi, þar sem 70% landsmanna búa, eru, ef á þarf að halda, fluttir að Landspítalanum í Fossvogi með þyrlum en ekki flugvélum.

Og í fjölmörgum tilfellum eru sjúklingar á öðrum landsvæðum einnig fluttir þangað með þyrlu, auk allra þeirra sem sóttir eru af hafinu allt í kringum landið í alls kyns veðrum.

Þorsteinn Briem, 14.9.2012 kl. 12:55

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka góðan pistil, Ómar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.9.2012 kl. 14:16

6 identicon

Er ekki planað að leggja N/S flugbrautina niður alveg örugglega í nánustu framtíð? Svo að hægt sé að byggja nyrst. Anna hinar brautirnar þá fluginu alveg? Annars er ég alveg sammála þessum pistli, var eitt sinn fylgjandi því að völlurinn færi og kaus hann burt, en svo með þunga rakanna sem koma síðar meir hefur mér snúist hugur (það þýðir ekki hjá þeim sem vilja völlinn burt líka að vitna í flugvallarkosninguna til að réttlæta flutninginn, þáttakan var lítil og hugarfarsbreyting á 10+ árum gæti hafa átt sér stað)

Með Hólmsheiðina, þá er ég ekki sannfærður um hana, virðist vera góð hugmynd en ég vil sjá meðalhita frá ca. október - apríl. Sami ársmeðalhiti og í R.vík segir ekki alla söguna þar sem kaldara gæti verið þarna á veturna(hálkuhætta) en heitara á sumrin(meginlandsklíma) miðað við R.vík þar sem lofthiti er hafrænni. 

Ari (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 14:34

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki yrði erfiðara fyrir fólk á landsbyggðinni og flesta sem búa á höfuðborgarsvæðinu að lenda á flugvelli á Hólmsheiði en í Vatnsmýrinni.

Og Reykjavíkurborg á meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu.

16.2.2012:


"Reykjavíkurborg eigi, ásamt einkaaðilum, meirihluta þessa lands, eða 87 ferkílómetra af þeim 150 sem Vatnsmýrin telur.

Ríkið eigi þvi ekki einu sinni helming landsins og reyndar bendir borgarfulltrúinn á að svæði ríkisins minnki enn frekar sé tillit tekið til friðlands fugla og jaðars Öskjuhlíðar."

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Kort


Flugvellirnir á til dæmis Ísafirði, Akureyri og Húsavík eru langt frá miðbæjum þessara bæja.


Og flugvellir eru á þúsundum staða í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem hitinn verður miklu lægri á veturna en á Hólmsheiði.

Til að mynda er að sjálfsögðu flogið allt árið til Moskvu og Stokkhólms. Og meðalhiti í Stokkhólmi í janúar er -2,9°C, um tveimur gráðum lægri en á Hólmsheiði.

Í janúar 2006-2007 var meðalhiti á Hólmsheiði -0,8°C, einungis 1,4°C lægri en í Vatnsmýrinni.

Og hiti er að sjálfsögðu mjög breytilegur innan hvers árs á öllum stöðum á landinu.

Þannig var meðalhiti eftir mánuðum í Reykjavík á árunum 1961-1990 á bilinu 0-10°C og kaldast í desember og janúar þegar meðalhitinn fór rétt niður fyrir frostmark.

Hlýnað hefur hérlendis um 0,35°C á áratug frá árinu 1975, um 1,1 gráðu, sem er nokkru meira en hnattræn hlýnun á sama tímabili.

Meðalhitinn á Hólmsheiði árin 2006 og 2007 var því trúlega eins og á Reykjavíkurflugvelli árið 1975
.

Veðurmælingar á Hólmsheiði, Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli

Þorsteinn Briem, 14.9.2012 kl. 16:48

8 identicon

Daggarmarkið er mikið algengara á Hólmsheiði en í Vatnsmýrinni

Vegalengdin er lengri ef í nauð er. Það verður aldrei öðruvísi. Og þyrlu-hopp milli staða sem e-k neyðarbrauð er ekki gefið.

Og...það er milljarða-dæmi að byggja sambærilega aðstöðu og þegar er til á Reykjavíkurflugvelli.

Ég minnist reyndar stjórnmálakonu af höfuðborgarsvæðinu sem studdi þessa hugmynd af hörku þegar mest gekk á. Hún taldi það fráleitt að vegalengdin skipti einhverju, þar sem fólk gæti skilið bílana sína eftir þarna á heiðinni. Þar með afhjúpaði hún þá fávisku sína að átta sig ekki á að það væri traffík úr HINNI ÁTTINNI LÍKA!!!!!

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 17:25

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.10.2011:

"Landspítalinn er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem hefur myndast við Vatnsmýrina.

Nálægð við Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur, hús Íslenskrar erfðagreiningar og fyrirhugaða Vísindagarða styrkir þekkingarmiðju borgarinnar á þessu svæði.


Svæðið liggur upp við Miklubraut sem er aðalsamgönguæð borgarinnar en liggur einnig vel við öðrum mikilvægum umferðaræðum eins og Hringbraut, Bústaðavegi og Snorrabraut.

Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítalans býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur starfsmanna býr í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.

Þarna er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.

Þetta eru mikilvæg verðmæti í borgarsamfélaginu sem ber að varðveita. Þar fyrir utan starfa á annað hundrað starfsmenn spítalans einnig við kennslu og rannsóknir í Háskóla Íslands."

Þorsteinn Briem, 14.9.2012 kl. 17:51

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar.

Og flugvöllurinn yrði í einungis 15 mínútna akstursfjarlægð frá Lækjartorgi.

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum í Vatnsmýrinni 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Apríl 2007: Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65

Þorsteinn Briem, 14.9.2012 kl. 18:08

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Akureyrarflugvöllur er 3 kílómetra frá bæjarmiðju og Ísafjarðarflugvöllur 4 kílómetra frá miðjunni. Þetta kallar þú "langt", Steini.

Egilsstaðaflugvöllur er 1 km frá miðju og sama er að segja um Vestmannaeyjaflugvöll, en ofangreindir flugvellir eru með mestu umferðina hér á landi.

Húsavíkurflugvöllur hefur ekki einu sinni verið notaður undanfarin ár og sáralítil umferð í tilraunaflugi þangað í sumar.

Þú og þeir félagarnir Örn og Gunnar talið alltaf um 40 milljarðana fyrir lóðir í Vatnsmýrinn eins og peninga sem detti af himnum ofan. En einhver borgar þá peninga, er það ekki? Og notar þá ekki á meðan í eitthvað annað? 

Eða hafið þið fundið upp einhverja spánnýna aðferð til að búa til peninga í anda þjóðsögunnar um manninn, sem sat á hestinum með poka á bakinu og svaraði þegar hann var spurður um þessa hegðun: "Hesturinn ber ekki það sem ég ber."

Síðan er það óumflýjanleg staðreynd að það er þokusamara á Hólmsheiði en niðri í Vatnsmýri sem svarar 1,1 gráðu kaldara veðri. Og miklu sviftivindasamara.

Ómar Ragnarsson, 14.9.2012 kl. 20:07

12 identicon

Ég botna ekki í þessu bulli. Ég efast um að það séu margir sem ferðast til RVK oftar en einu sinni í viku. Er virkilega réttlætanlegt að halda úti tveimur flugvöllum af þessari stærðargráðu svona nálægt hvorum öðrum fyrir örfáa einstaklinga? Ég vorkenni fólki ekkert að taka rútu frá KEF til RVK þegar það á erindi í höfuðborgina.

Gubbi (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 20:23

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessir "örfáu einstaklingar" sem fara um Reykjavíkurflugvöll eru hálf milljón á ári.

Hve margir einstaklingar fara til samanburðar um inn og út frá Reykjavíkurhöfn sem tekur jafn mikið pláss og flugvöllurinn? Sennilega eru þeir enn örfærri!

Með því að fara með flugvöllinn suðureftir þarf fólk á Akureyri, sem þarf að fara fram og til baka til Reykjavíkur, að lengja akstursleiðina fram og til baka úr 14 km upp í 98 km, en það er lenging um alls 84 km eða um rúma klukkustund.

Flugtíminn fram og til baka eykst úr 80 mínútum upp í 92 mínútur eða um 12 mínútur. Viðdvöl í og við flugstöðvarnar er líklega minnst 30 mínútur að jafnaði.

Eins og nú er er ferðatíminn fram og til baka rúmlega tvær klukkustundir en Gubbi vorkennir þessu fólki ekkert að lengja hann um eina klukkustund og kortér upp í 3 klukkustundir og 15 mínútur.

Ef Hvalfjarðargöng yrðu lögð niður myndi ferðaleiðin landleiðina til Akureyrar lengjast helmingi minna heldur en ferðaleiðin lengist við það að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur.

Var þá ekki tóm vitleysa að vera að fara í þessa milljarðaframkvæmd sem Hvalfjarðargöngin voru?  Eða á maður að afgreiða þá sem vildu þessa framkvæmd með því að segja: "Ég vorkenni fólki ekkert að aka fyrir Hvalfjörð þegar það á erindi í höfuðborgina."

Athyglisvert er að Gubbi gerir ekki ráð fyrir því að fólk af höfuðborgarsvæðinu eigi erindi út á land heldur talar bara um fólkið úti á landi sem á erindi í höfuðborgina.

Þröngsýnin er allsráðandi.  

Ómar Ragnarsson, 14.9.2012 kl. 21:55

14 identicon

Það er ómótmælanleg staðreynd að kostnaður við þyrluflug, sem yrði óhjákvæmilegur fylgifiskur Hólmsheiðarflugvallar vegna lakari veðurskilyrða þar, er margfaldur á við flug með fastvængjaflugvélum.  Þá er líka ómótmælanleg staðreynd að þyrlur eiga miklu erfiðara með flug við blindflugsskilyrði í ísingu en fastvængjur.  Og enn má minna á að flughraði fastvængja er mun meiri en þyrlna af sambærilegri stærð og vélarafli og flugdrægi þeirra sömuleiðis.

Þorvaldur S #2063 (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 22:00

15 identicon

Það er ómótmælanleg staðreynd að kostnaður við þyrluflug er margfaldur (já, margfaldur ekki bara fáeinum prósentum dýrari heldur hundruðum prósenta) á við flug með fastvængjum.  Þá er það sömuleiðis staðreynd að þyrlur eiga miklu erfiðara með flug við ísingarskilyrði en fastvængjur sem komast leiðar sinnar löngu eftir að allar þyrlur eru tepptar.  Enn má ekki gleyma því að flughraði og drægi fastvængja er mun meira en þyrlna af sambærilegri stærð og vélarafli. 

Þorvaldur S #2063 (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 22:19

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stockholm Arlanda Airport is an international airport 37 km north of Stockholm.

"Since its opening Stockholm Arlanda has ALWAYS managed to continue its operations during heavy snowfall and difficult weather.


The airport administration claims to be world-leading at clearing snow from the runways.

Arlanda has a policy to never close due to snowfall."

"The airport was first used in 1959."

Ég hef búið í Svíþjóð, langt fyrir sunnan Stokkhólm, og þar var miklu meiri snjór, kaldara og verra veður á veturna en hér í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 14.9.2012 kl. 22:20

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þegar veður er slæmt eða aðstæður erfiðar er leitað til þyrluþjónustu Landhelgisgæslunnar en hún þjónar auk þess Suður- og Vesturlandi."

Svar þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um sjúkraflug


"Fastur kostnaður flugsviðs [Landhelgisgæslunnar] er u.þ.b. 80-85% af árlegum rekstrarkostnaði sviðsins og er að mestu óháður því hversu margar flugstundir loftfaranna eru.

Þetta þýðir m.a. að fækkun eða fjölgun flugtímanna fer ekki að hafa áhrif fyrr en hún er orðin veruleg.
"

Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2003 - Sjá bls. 9-10

Þorsteinn Briem, 14.9.2012 kl. 22:27

18 identicon

Það er vitaskuld misskilningur að Arlandaflugvöllur, í 30 m hæð og mörghundruð km fjarlægð frá fjöllum sem tekur að nefna, sé á nokkurn hátt sambærilegur við hugsanlegan Hólmsheiðarflugvöll hvað snertir veðurskilyrði.  Og þótt fastur kostnaður við rekstur þyrlu sé vitaskuld verulegur vegna þess að þær eru afar dýrar myndi nauðsynleg fjölgun þeirra valda miklu meiri úitgjöldum, einmitt vegna fasts kostnaðar, en að bæta við miklu ódýrari fastvængju sem þar að auki þarfnast ekki nema brots af viðhaldi við þyrlu. Eða sleppa við að bæta við flugvél með því að halda flugvellinum í Reykjavík.  Og svo má hafa fastvængjurnar dreifðar um allt land, eins og raunar er gert, til að stytta útkalls- og flugtíma.  Útgerð þyrlna er hins vegar miklu meiri pakki og mun óhagkvæmara að reka þær eina og eina á mörgum stöðum.

Þorvaldur S #2063 (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 22:42

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðað við flugvöllinn í Vatnsmýrinni eru flugvellirnir á Ísafirði, Akureyri og Húsavík langt frá miðbæjum þessara bæja.

Og vel má halda því fram að Reykjavíkurflugvöllur sé í raun í miðbænum í Reykjavík, þar sem hann liggi eins og öxull frá Gömlu höfninni að Háskólanum í Reykjavík við Nauthólsvík.

Þar á milli eru til að mynda Háskóli Íslands og Landspítalinn.

Flugvöllur á Hólmsheiði yrði í 15 kílómetra fjarlægð frá Lækjartorgi og það er engan veginn langt, miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins.

Ísafjörður, Akureyri og Húsavík eru mörgum sinnum minni bæir en Reykjavík og hvað þá allt höfuðborgarsvæðið.

Sjálfur hef ég búið í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði og barnsmóðir mín er frá Húsavík.

En ég veit náttúrlega ekkert um þessa bæi, eða þannig.

Þorsteinn Briem, 14.9.2012 kl. 23:02

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjúklingar á Suðurlandi og Vesturlandi eru nú þegar fluttir með þyrlu að Landspítalanum í Fossvogi, ef á þarf að halda.

Sjúklingar í Vestmannaeyjum eru fluttir þaðan með flugvél en þyrlu þegar ekki er hægt að fljúga flugvél þangað vegna veðurs.

Og jafn langan tíma tæki að flytja sjúkling með sjúkrabíl af flugvellinum í Vatnsmýrinni að Landspítalanum við Hringbraut og með þyrlu af flugvelli á Hólmsheiði.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar
fljúga á um fimm kílómetra hraða á mínútu, þannig að það tæki þær um þrjár mínútur að fljúga með sjúkling af flugvelli á Hólmsheiðinni á þyrlupall við Landspítalann við Hringbraut, ef á þyrfti að halda.

Þorsteinn Briem, 14.9.2012 kl. 23:28

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.7.2012:

"Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar klukkan 16:16 í dag til að sækja tólf ára gamlan dreng til Vestmannaeyja, sem þurfti að komast á sjúkrahús í Reykjavík.

Ófært var þá fyrir sjúkraflug til Vestmannaeyja vegna veðurs og skyggnis
, samkvæmt tilkynningu frá Gæslunni."

Þorsteinn Briem, 14.9.2012 kl. 23:43

22 identicon

Á hverjum degi keyri ég 30 kílómetra í vinnuna, heiman og heim, það tekur að jafnaði 40 mínútur. 40 mínútur á dag, 5 daga vikunar, 44 vikur á ári.  Reiknaðu tímann sem fer í það Ómar ef þú nennir.  Þetta þykir ekki mikið, bara venjulegur dagur hjá þeim sem búa á þessu svæði

Umferðin um Reykjavíkurflugvöll eru 500.000 farþegar á ári ef ég man rétt.   Ef helmingurinn af þessum farþegum eru af landsbyggðinni eru það að meðaltali tvær ferðir frá keflavík til reykjavíkur og aftur til keflavíkur á ári, ef innanlandsflugið væri í keflavík.  Ekkert smráræðis böl sem það er fyrir landsbyggðina, tveir klukkutímar á ári til að komast í miðbæinn, ef þetta fólk er á annað borð á leið í miðbæinn, en ekki til spánar eða köben.  Ef það er hins vegar á leið til spánar eða köben, þá skiptir það engu máli af því þeir sem eru að fara í þjóðleikhúsið og hörpuna, það er fólk með vægi.

Væri ekki kjörið að færa flugvöllin nær miðbænum, ekki boðlegt að fólkið þurfi að sitja í bíl alla þessa leið í miðbæinn, ekki satt Ómar?

Bjarni (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 00:14

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

4.9.2012:

"Fimm var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar úr Jökulsá í Lóni í gærkvöldi en fólkið var í sjálfheldu á eyri úti í ánni."

"Í flugskýrslu segir að TF-LIF hafi farið í loftið kl. 20:38 og var mikil ókyrrð á flugleiðinni, við Stokksnes var vindur um 50 hnútar, lágskýjað og vindbelgur inn jökulsáraurana."

Þorsteinn Briem, 15.9.2012 kl. 00:40

24 identicon

"Meðalfjarlægð flugvalla frá borgarmiðju í heiminum er 7 kílómetrar."

Merkileg fullyrðing og væri gott ef höfundur gæti fært sönnur á þessa fullyrðingu.  Semsagt fyrir hvern flugvöll sem er meira en 21 kílómetra frá miðborg viðkomandi borgar, er þrjár borgi með flugvöll í miðborginni.  Ég hef komið víða og veit ekki til þess að nokkur einasta borg í heiminum hafa flugvöll jafn nálægt miðju eins og Reykjavík.  Ekki Köben, Stokkhólmur, Osló, Helsinki, Amsterdam, Berlín, Frankfurt, Barcelona, Glasgow, London.  Ekki Rio de Jeneiro, Buenos Aires, Santiago de Chile, Lima, Quito, San Jose, Guatemala, San Salvador, Cancun, Havan, Santo Domingo, Orlando, New York.  Ekki Jakart, New Dehli, Dacca, Yangoon, Bankok, Kuala Lumpur, Singapore, Dempasar, Saigon, Hanoi, Lahore, Karachi, Katmandu, Calcutta, Teheran, Istanbul.

Hugsanlega gætu Boston og Hong Kong verið innan þessara fjarlægðsrmarka, en mjög líklega ekki, nema miðað sé við að miðjan hafi einhver 30 kílómetra radíus.

Varðandi sjúkrsflug er rétt að fram komi að í neyðartilvikum tekur líklega styttri tíma að fljúga með þyrlu frá keflavík heldur en að aka frá flugvellinum í vatnsmýrinni, alla vega ekki mikið lengri tíma.  Það er svo rannsóknarefni hvernig stendur á því að Akureyringar halda að þeir séu landsbyggði og þeir einir þurfi sjúkrahúsvist.  Þannig er eins og þeirm gæti ekki verið meira sama um Húsvíkinginn sem þarf að skrölta yfir Vaðlaheiðina til að komast í sjúkraflug, eða þessum ræfli á Blöndósi, enda bara sjúkraflug frá akureyri,  En þegar kemur að flutningi frá kelfavík til reykjavíkur, þá er þetta orðið spurning um líf eða dauða og hver sekúnda skiptir máli.

Bjarni (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 01:26

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Vegna getu Landhelgisgæslunnar og tækjakosts hennar hefur í auknum mæli verið leitað til stofnunarinnar vegna bráðaflutninga með þyrlum á landi og nú er svo komið að um 60% sjúkraflutninga sem Landhelgisgæslan sinnir með þyrlum eru á landi [64% árið 2010]."

Gæslan flutti alls 556 í sjúkraflutningum með þyrlum á árunum 2007-2010.


(Ársskýrsla Landhelgisgæslu Íslands fyrir árið 2010.)

Þorsteinn Briem, 15.9.2012 kl. 02:40

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmargir flugvellir við höfuðborgir Evrópu eru bæði innanlands- og millilandaflugvellir.

"Stockholm Arlanda Airport is located 37 km north of Stockholm."

"Oslo Airport, Gardermoen is located 35 km north-northeast of Oslo city center."

"Helsinki Airport is located 17 km north of Helsinki city centre."

"London Heathrow Airport lies 22 km west of Central London."

"Paris-Charles de Gaulle Airport is located 25 km to the northeast of Paris."

"Berlin-Schönefeld Airport is located 18 km southeast of the city centre."

"Vienna International Airport is located 18 km southeast of central Vienna, Austria."

"Fiumicino Airport, is located 35 km west southwest of Rome's historic city centre."

"Athens International Airport is located 20 km to the east of central Athens (30 km by road, due to intervening hills)."

"Henri Coandă International Airport is located 16.5 km northwest of the city of Bucharest, Romania."

"Ljubljana Jože Pučnik Airport is located 19 km north of Ljubljana, Slovenia."

"Budapest Liszt Ferenc International Airport is located 16 kilometres east-southeast of the centre of Budapest, Hungary."

"Skopje "Alexander the Great" Airport is located 17 km southeast of Skopje, Macedonia."

"National Minsk Airport is located 42 km to the east of the capital Minsk [Hvíta-Rússlandi]."

"Moscow Domodedovo Airport is located 42 kilometres south-southeast of the centre of Moscow."

"Boryspil International Airport is located 29 km east of Kiev, Ukraine."

"Tbilisi International Airport is located 17 km southeast of the capital Tbilisi, Georgia."

"Heydar Aliyev International Airport is located 20 km northeast of the capital Baku, Azerbaijan."

"Almaty International Airport is located 18 kilometers from the centre of Almaty, the largest city in Kazakhstan."

"Esenboğa International Airport is located 28 km northeast of Ankara, the capital city of Turkey."

Þorsteinn Briem, 15.9.2012 kl. 07:15

27 identicon

Já.  Áður en menn kafna í upplýsingum.  Væntanlega hefur það ekki verið nógu skýrt hjá mér að þyrlur eiga afar erfitt með blindflug í ísingu sem er býsna algengt að þurfi að glíma við þótt sennilega sleppi það um miðjan júlí sbr. dæmið sem dregið var fram hér að ofan.  Ísing er hinsvegar raunverulegt vandamál á Íslandi og veldur því að þyrlur geta aldrei, amk ekki nema einhverjar stórkostlegar ófyrirséðar framfarir eigi sér stað. leyst fastvængjur af hólmi til fullnustu.

Nú, hvað varðar flugvelli í miðborgum.  Það vill t.d. svo til að í miðborg Lundúna er flugvöllur, City of London; við miðborg Stokkhólms er flugvöllur, Bromma eitthvað tæpa sjö km frá kóngshöllinni; milli ráðhússins í Kaupmannahöfn og Kastrup eru 6,5 km; í miðborg Washington er flugvöllur, Ronald Reagan IA; í Berlín eru tveir, Tegel og Tempelhof; inni í Moskvu er Khodynka;  Nú, Ataturkflugvöllur er inni í Istanbúl; í Almaty er Almaty-Burundyflugvöllur innan við 7 km frá miðju Almatyhverfis í borginni; í Ankara er Ankara herflugvöllur 7,5 km frá grafhýsi Ataturks.  Og nú nennti ég ekki að leita lengur.

En kannski snýst umræðan ekki um hvar flugvellir eru í útlöndum, jafnvel þótt útlendingum þyki líka gott að hafa flugvelli nálægt sér,  heldur um hvort skynsamlegt sé að flytja Reykjavíkurflugvöll upp á Hólmsheiði.  Hér eru aðstæður afar sérstakar og lítt sambærilegar við útlönd og jafnan mun erfiðari.  Því held ég að vinningur af því að flytja flugvöllinn yrði takmarkaður en tapið mun alvarlegra.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 09:32

28 identicon

Gott innlegg Þorvaldur. Það munu víst vera einhverjar 600+ stórborgir á kúlunni með flugvöll í borgarmiðju, - Gunnar nokkur Þorsteinsson, þá starfandi hjá flugmálastjórn kom með lista yfir það þegar stærst var fundað um þetta.
Annars neglir Ómar þetta algerlega með samanburðinum við Hvalfjarðargöngin. Er ekki verið að eyða milljörðum til að stytta spotta og flýta ferðatíma? Er það bein hugsun að eyða milljörðum í hið gagnstæða?

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 11:55

29 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bíðið þið aðeins. Brommaflugvöllur er fáa kílómetra frá miðju Stokkhólms og á ferð um Stokkhólsssvæðið fann ég tvo aðra litla flugvelli, mun nær borginni en Arlanda. City flugvöllurinn í London er nánast inni í miðborginni sem og  La Guardia í New York.

Þegar Kastrupflugvöllur var gerður var hann hafður eins nálægt miðju Kaupmannahafnar og hægt var að finna flugvelli stað.

Innanlandsflugvöllur við Keflavík í 46 kílómetra fjarlægð frá borginni í öfuga átt miðað við allar flugleiðir innanlands, yrði viðundur meðal flugvalla heimsborganna.   

Ómar Ragnarsson, 16.9.2012 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband