"Land of ice and fire" eða "Dreamland"?

Vatn er undirstaða alls lífs á jörðinni og ís er vatn í föstu formi. Ísland er líkast til eina landið í heiminum sem er kennt við vatn, þá auðlind sem verður æ mikilvægari fyrri mannkynið. 

Ísland er útflytjandi matvöru. Hvernig er best að geyma matvöru svo að hún sé sem ferskust. Hvert fer fólk með matinn ef það við geyma hann vel?  Í ísskápinn. Eða fær hann frá Íslandi.

Eftir gosið í Eyjafjallajökli og myndirnar sem bárust héðan veit allur heimurinn að Ísland er ekki þakið ísi þótt hér sé stærsti hjarnjökull utan heimskautasvæðanna. Öll heimsbyggðin veit að hér býrr norrænt og vel menntað fólk í nútíma velferðarþjóðfélagi.  

Og þá vaknar spurningin: Hvað viljið þið hafa það betra?

Jú, kannski " land of ice and fire"?  Eða eitthvað rómantískt eins og "Dreamland"?

Okkur er svo tamt að telja eldgos, rigningu, svalviðri, hríðarveður og skafrenning afar neikvætt fyrir landið út á við. Við höldum að útlendingar dæmi landið út frá okkar forsendum en ekki þeirra eigin.

Þessu er þveröfugt farið miðað við það sem við höldum. Nýjasta dæmið: Ferðafólkið sem lenti í óveðrinu fyrir norðan á dögunum var í skýjunum af ánægju yfir því að öðlast einstæða upplifnun. Breski blaðamaðurinn sem skrifaði um ógleymanlega upplifun sína varðandi íslenska skafrenninginn í svartasta skammdeginu.  

Um það gilti ameríska orðalagið "Something to write home about" þegar kaninn lýsir því sem honum finnst merkilegt eða einhvers virði.

Nafnið Iceland er orðið að frábæru vörumerki fyrir einstæða náttúru. En einhverjir er samt óánægðir og það verður gaman að sjá hvort hægt er að finna enn betra nafn á landið.

En þá þarf líka eitthverjar jafn svakalegar eða einn svakalegri og afdrifaríkari hamfarir hér til þess að ryða burt vörumerkinu Iceland, sem öll heimsbyggðin fékk að kynnast 2010. 


mbl.is Á Ísland frekar að heita Landofendlessskyland?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Mér finnst alltaf að Stuðmenn hafi átt kollgátuna með orðinu „Niceland“.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.9.2012 kl. 21:48

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Árið 1965 söng ég um ferð Bjarna Benediktssonar á fund Johnsons Bandaríkjaforseta, en hann var með hunda í Hvíta húsinu og hafði komið til Íslands sem varaforseti. Þá var Coldwater sölufyrirtæki fyrir íslenskan fisk þar vestra en Barry Goldwater hafði boðið sig fram á móti Johnson haustirð áður. Lagið var "Hello Dolly" og ég hermdi eftir Bjargna Ben í ímynduðu símaviðtali við Johnson eftir heimsóknina þar sem niceland kom við sögu:

Helló, Johnson, this is Bjarni, Johnson,

it was nice to be with you in Washington. (Já, já, yes, yes, yes)

I,m the man from Iceland, don´t you remember, the nice land?

Ha? You remember me and Ólafur Maggadon? (No, he´s not my brother)

It was in september, oh, yes, the dogs rembember

and we spoke about daginn og veginn, eh, I mean the day and the road.

Please eat Goldwater, no, I mean eat Coldwater.

Thank you, yes, yes, yes, and be you bless.

Ómar Ragnarsson, 15.9.2012 kl. 19:26

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Frábær text sem maður man svo óskaplega vel eftir úr æsku sinni og svo rifjast upp þetta nice land sem ég klikkaði á.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.9.2012 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband