161. árs gamall draumur kæfður á ný?

Fyrir 161 ári virtist sem draumur Jóns Sigurðssonar og Fjölnismanna væri að rætast.

Þjóðin var nýbúin að fá Alþingi sett á stofn en samt var ákveðið að fara út í sérstakar kosningar með ærnum kostnaði til að kjósa sérstakt stjórnlagaþing, sem hlaut nafnið Þjóðfundur, til þess að semja alíslenska stjórnarskrá.

Trampe greifi stöðvaði þessa vinnu í boði konungs og þrátt fyrir margendurteknar heitstrengingar síðan, sér í lagi við lýðveldsstofnun 1944, um að láta drauminn frá 1951 rætast, hefur það ekki tekist.

Í staðinn búum við enn að meginstofni við stjórnarskrá sem Danir gerðu fyrir okkur 1874 og byggðu á dönsku stjórnarskránni frá 1849.

Sífellt er reynt að koma þeim stimpli á 25 fulltrúa í stjórnlagaráði, að þeir hafi verið samfylkingarfólk.

Sé þetta endurtekið nógu oft er vonast til að fólk trúi þessu.

DV kannaði pólitískan uppruna fulltrúanna og niðurstaðan var sú að helmingur fulltrúa hefðu komið nálægt störfum stjórnmálaflokka, verið á lista eða félagaskrá eða setið á þingi fyrir flokka.

Þeir skiptust svona: 4 höfðu starfað í Sjálfstæðisflokknum, þar af einn setið á þingi fyrir hann, 4 var hægt að tengja við Samfylkinguna, 2 við Framsóknarflokkinn, 2 við VG og einn við Frjálslynda flokkinn.

Nokkurn vegin sömu hlutföll og verið hafa í flokkalitrófinu að meðaltali síðustu 13 ár.

Trampe greifi kæfði stjórnarskrárdrauminn 1851. Siðan er liðið 161 ár. Þeir láta nú talsvert á sér bera sem vilja kæfa drauminn áfram, kannski til ársins 2173 eftir 161 ár.   


mbl.is Ræddu breytingar á stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Ég óttast þetta einmitt... Að vinna ykkar og allra annara sem að komu verði gerð að ekki neinu... Og að við fáum aldrei stjórnarskrá vegna "innmúraðra afla" í þjóðfélaginu...

Mikið hefði nú verið gott að hafa þig í forsetastól, einsog ég stakk uppá, bara til að "klára" stjórnarskrármálið í og gegn hinu gjörspillta Alþingi...

Sævar Óli Helgason, 16.9.2012 kl. 02:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef þessi draumur verður kæfður er eiginlega hægt að kenna stjórnvöldum um það.  Vegna þess að þau eru rúin trausti, hafa hagað sér þannig að almenningur treystir þeim ekki til að fara með þetta framlag af sanngirni og réttlæti.  Það er bara því miður sannleikurinn, þvílíkar hafa efndir og gjörðir þessarar ríkisstjórnar.  Það hefur því sáralítið með einhverja aðra að gera sem vilja koma í veg fyrir nýja stjórnarskrá.  Það varð brestur í trausti þjóðarinnar þegar Jóhanna og Steingrímur ákváðu að pína evrópuumsóknina í gegn, í stað þess að sætta þjóðina og fylkja henni að baki sér við endurreisn og Skjaldborg heimilanna eins og þau lofuðu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband