Lífsleikni skákarinnar.

Skák er afar þroskandi íþrótt. Ekki aðeins reynir hún á rökvísi, stöðuhugsun, framsýni og skipulagsgáfu, heldur hefur mér alltaf fundist hún mest gefandi varðandi þá lífsleikni sem felst í því að vera ekki að fara í baklás, missa móðinn og barma sér og ergja sig yfir mistökum eða slæmri stöðu mála í daglega lífinu, heldur meta stöðuna eins og hún er og reyna að gera sem best úr öllu.

Minnir á eftirtalin vísdómsorð sem ég man ekki orðrétt en eru einhver veginn svona: Mistök eru eins og nóttin. Hvort tveggja getur tafið fyrir, en að morgni skín sólin á ný og hægt er að blása til sóknar að nýju.

"Einvígi aldarinnar" eða "einvígi allra tíma" var hvalreki fyrir okkur Íslendinga á mörgum sviðum.

Raunar hafa fleiri íþróttaviðburðir verið nefndir svipuðum nöfnum, t. d. einvígi Joe Louis og Max Schmeling 1938 sem þróaðist upp í það að verða nokkurs konar einvígi lýðræðis og alræðis þegar heimsstyrjöldin síðari var skammt undan.

Bandaríkjaforseti kallaði Joe Louis til sín í Hvíta húsið fyrir bardagann, þreifaði á upphandleggsvöðvum hans og sagði: "Lýðræðið þarf á þessum vöðvum að halda".

Þegar Louis hafði tapað fyrir Mac Schmeling réttum tveimur árum fyrr, hafði Schmeling verður gerður að þjóðhetju í Þýskalandi og Hitler stóð fyrir glæsisamkomu þegar hann sneri heim.

Þeim mun meira var áfallið þegar Joe Lois hreinlega valtaði yfir Schmeling strax í fyrstu lotunni 1938. 


mbl.is Einvígis aldarinnar minnst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband