Flokksmenn og flokksforystan ekki alltaf samstíga.

Mismunandi skoðanir fylgismanna Verkamannaflokksins í Bretlandi á flokknum annars vegar og flokksforystunni hins vegar hafa átt sér hliðstæður hér á landi.

Þannig tel ég að skoðanir Sjálfstæðismanna hafi iðulega verið metnar rangt varðandi mikilsverð mál og einblínt um of á stefnu flokksforystunnar, sem Albert Guðmundsson kallaði á sinum tíma flokkseigendafélagið, og hafði Albert mikið til síns máls.

Dæmi: 2002 reyndist helmingur þeirra, sem sögðu styðja Sjálfstæðisflokkinn í skoðanakönnun, vera andvígur Kárahnjúkavirkjun. Aðeins 2/3 fylgjenda VG sögðust vera andvígir virkjuninni, en af því að þeir voru svo miklu færri en fylgjendur Sjálfstæðisflokksins, kom stærsti flokkspólitíski hópurinn hvað höfðatölu snertir, sem var á móti virkjuninni, úr röðum fylgjenda Sjálfstæðisflokksins.

Svipað var uppi á teningnum í skoðanakönnun síðastliðið haust, þegar stærsti flokkspólitíski hópurinn, sem vildi stóran þjóðgarð á miðhálendinu, reyndist vera fylgjendur Sjálfstæðisflokksins.

Og af því að 98% svarenda í skoðanakönnun nú segjast frekar vilja Obama en Romney sem forseta Bandaríkjamanna er morgunljóst að stærsti flokkspólitíski hópurinn sem vill frekar Obama, eru Sjálfstæðismenn.

Hvernig stendur á þessu? Kannski geymir lýsing Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á sjálfstæðismönnum hluta skýringarinnar. Hannes sagði að fylgjendur Sjálfstæðisflokksins teldu ekki skynsamlegt fyrir sig að vera að eyða tímanum í stjórnmál, heldur frekar að velja sterka leiðtoga sem sæu um það svo að hægt væri fyrir hinn almenna fylgismann að hafa tíma og aðstæður til "að græða á daginn og grilla á kvöldin".

Iðulega virðist forysta flokksins hafa nýtt sér þetta og þá oft í þágu þeirra, sem Matthías Bjarnason, þá ráðherra og þingmaður flokksins, kallaði "gróðapunga" og taldi hafa alltof mikil völd og áhrif.

Þess vegna má ekki gleyma þúsundum góðra og gegnra Íslendinga sem eru fylgjandi því sem flokksmenn sjálfir hafa kallað sjálfstæðisstefnuna og er talsvert til vinstri við stefnu Obama og mun miðjulægari í hægri-vinstri litrófi íslenskra stjórnmála en tíðkast um hægri flokka víðast hvar.

Þúsundir fylgjenda Sjálfstæðisflokksins eru umhverfis- og náttúruverndarsinnar þótt þeir því miður geri lítið til að hafa áhrif á stefnu flokksforystunnar og þeirra gróðaafla sem ráða að mínum dómi alltof mikið ferðinni í flokknum.

Raunar er það svo um fylgismenn flestra flokka að í veigamiklum málum getur stór hluti þeirra verið á öndverðum meiði við stefnu og störf flokksforystunnar þótt þeir greiði hins vegar meginstefnu flokksins atkvæði í kjörklefunum.   


mbl.is Vilja flokkinn en ekki leiðtogann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kominn út í fúafen,
flokksins eru léleg gen,
ekkert græðir Bjarni Ben.,
á bótum er hann, kæri ven.

Þorsteinn Briem, 19.9.2012 kl. 02:29

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Steini Briem. Það sitja fleiri í spillingarfeninu, heldur en Bjarni Ben. Ég er alls ekki að verja Bjarna, heldur að benda á að ekki má sleppa öllum hinum lélegu genunum við nákvæma og gagnrýna skoðun.

Við íslendingar erum víst öll frekar léleg gen, að mati ESB-guðanna. Kannski hafa ESB-guðirnir rétt fyrir sér í því mati.

Hálfsannleikur er verri en ekkert. Það dugar skammt að fela eigin svik á bak við annarra svik.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.9.2012 kl. 19:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Anna Sigríður Guðmundsdóttir,

Ég hef sofið hjá konum í öllum Evrópusambandslöndunum, enda þótt þær séu allar gjörspilltar.

Gera verður fleira en gott þykir.

Þorsteinn Briem, 19.9.2012 kl. 20:18

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sagði geldingurinn.

Sigurgeir Jónsson, 19.9.2012 kl. 20:50

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Alltaf hef ég talið að Ómar Ragnarsson kysi Sjálfstæðisflokkinn.Nú er ég viss.

Sigurgeir Jónsson, 19.9.2012 kl. 20:53

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurgeir Jónsson,

Ég þakka hlý orð í minn garð af hálfu ykkar mörlensku tepokanna!

Mikið líður þér nú illa, Sandgerðismóri.

Þorsteinn Briem, 19.9.2012 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband